Feykir - 15.02.2023, Side 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: LJÓS..
Sudoku
Krossgáta
Vísnagátur Sigurkarls
Stefánssonar. Finna skal út
eitt orð úr línunum fjórum.
Ótrúlegt – en kannski satt...
Þeim fer fækkandi sem muna eftir Tipp-Ex, hvítum legi sem
notaður var til að hylja villur á vélritunarblöðum, þýsk framleiðsla
og vinsæl um alla Evrópu. Í Ameríku var það hins vegar
bandarísk vélritunarkona, Bette Nesmith Graham, sem fann
upp leiðréttingarvökvann Liquid Paper og þróaði í eldhúsi sínu.
Ótrúlegt, en kannski satt, þá var hún móðir gítarleikara hinnar
goðsagnakenndu hljómsveitar Monkees, Michael Nesmith, sem lést
árið 2021, 78 ára að aldri.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: STÓR STJARNA Á SKAGAHEIÐI.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
RÉTTUR 1
Þorskur með
pistasíusalsa
600 g þorskhnakkar eða
þorskflök
salt og pipar
3-4 msk. pistasíuhnetur,
saxaðar (má líka nota
furuhnetur)
3 msk sítrónusafi og rifið hýði
af 1/2 sítrónu
1 msk olífuolía
1 dl fersk steinselja, söxuð
1/4 – 1/2 rautt chili, fræhreinsað
og fínsaxað
Aðferð: Ofninn hitaður í 220°C.
Þorskflökin skorin í bita og þeim
raðað í smurt eldfast form.
Kryddað með salti og pipar. Því
næst er blandað saman í skál:
pistasíuhnetum, sítrónusafa,
sítrónuhýði, steinselju, chili og
ólífuolíu. Blöndunni er dreift yfir
fiskinn. Bakað í miðjum ofni í
u.þ.b. 12-15 mínútur eða þar til
fiskurinn er fulleldaður. Gætið
þess að ofelda hann ekki.
Sætkartöflumús
600 g sætar kartöflur
1-2 kartöflur
1/2 rautt chili, fræhreinsað
safi úr 1/2 límónu (lime)
1 msk. smjör
salt og pipar
Aðferð: Kartöflur og sætar
kartöflur skrældar og skornar í
svipað stóra bita. Þær eru svo
settar í pott og vatn rétt látið fljóta
yfir. Chili skorið í tvennt langsum,
fræin hreinsuð úr og því svo bætt
út í pottinn. Til að fá bragðsterkari
kartöflumús er hægt að saxa chili
smátt. Límónusafa bætt út í
pottinn. Suðan látin koma upp og
soðið í 15-20 mínútur eða þar til
kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Vatninu helt af og chili (ef það er í
heilu) fjarlægt. Kartöflurnar
stappaðar fínt með smjöri og
bragðbættar með salti, pipar og
jafnvel meiri límónusafa. Til að
skerpa á hitanum á
sætkartöflumúsinni er hún sett í
pott og hituð upp við meðalhita,
hrært í á meðan.
Sojasmjörsósa
3 msk. smjör
1 skarlottulaukur (hægt að
nota 1/2 rauðlauk), saxaður
fínt
1 hvítlauksrif, saxað fínt
1 tsk. rautt chili, saxað fínt
2-3 msk. sojasósa
1 msk. steinselja, söxuð smátt
Aðferð: Smjör brætt í potti og
látið krauma við fremur vægan
hita í u.þ.b. 15 mínútur þannig að
smjörið verði brúnt. Froðan
veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk,
sojasósu, chili og steinselju
blandað saman í skál og blandað
út í smjörið rétt áður en sósan er
borin fram.
Verði ykkur að góðu!
Við ætlum að skora á vini okkar
þau Margréti Helgu og Helga
Frey með von um að þau fari nú
að bjóða okkur í mat fljótlega:)
Þorskur með pistasíu-
salsa, sætkartöflumús
og sojasmjörsósu
Matgæðingur vikunnar er Dagný Huld Gunnarsdóttir í Iðutúninu á
Króknum. Dagný er gift Hirti Elefssen og eiga þau saman fjögur
börn. Dagný vinnur á leikskólanum Ársölum og Hjörtur á
Vélaverkstæði KS.
„Takk kærlega fyrir Sigrún að skora á mig. Þú hefðir nú heldur átt að
skora á hann Hjört þar sem hann er snillingur í eldhúsinu. En þessar
uppskriftir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, njótið.“
Dagný og Hjörtur á jólunum. MYND AÐSEND
Spakmæli vikunnar
Ekki tala um sjálfan þig – það verður gert
um leið og þú ferð... – Wilson Mizner
Feykir spyr...
Gætir þú
hugsað þér að
flytja út á land?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Já, mig langar að flytja á
Krókinn þegar ég verð 85
ára og láta Elínu systur
hjúkra mér á elliheimilinu,
á það inni.“
Hjörleifur Björnsson
„Já ,ég elska kyrrðina úti á
landi og hlakka til að flytja
aftur heim í fjörðinn fagra
með fjölskylduna mína.“
Steinunn Jónsdóttir
„Nei, ég gæti ekki hugsað
mér það eins og er að
minnsta kosti.“
Ása María H. Guðmundsdóttir
„Já, ég væri alveg til í að
flytja út á land. Í dag eru
ekki allir í fjölskyldunni
til í það, en það breytist
kannski einhvern tímann.“
Jón Heiðar Ingólfsson
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Dagný Huld Gunnarsdóttir | Sauðárkróki
07/2023 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Þú eina hjartans yndið mitt.
Með auð og visku snilli.
Mér birtu færir brosið þitt.
Sem brúnir vorsól gyllir.
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson