Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 5

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 5
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands li Skrif formanns Sólveig Steinsson formaöur Proskaþjálfafélagsins Þann 18 maí s.l. voru liðin 35 ár frá stofnun Félags gæslu- systra sem er sá grunnur sem Þroskaþjálfafélag Islands hvílir á. Lög um þroskaþjálfa voru sett á Alþingi 17. apríl 1978 og reglugerð nr. 215/1987 við þau lög, um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa. Tilgangur reglugerðar var að skýra og skilgreina þroskaþjálfun og störf þroskaþjálfa. I reglugerðinni segir svo í 3.4 gr. II kafla: „Markmið þroskaþjálfunar er hœfing að samfélaginu þar sem gengið skal út frá því að fatlaðir taki fullan þátt í samfélaginu með hliðsjón af sérþörfum hvers og eins. Skalþað gert í samvinnu við hinn fatlaða, foreldra ogforráðamenn og aðrar fagstéttir". Gr. 3.6. „Þroskaþjálfar skidu í störfum sínum leggja sérstaka áherslu á skyldur samfélagsins við hina fótluðu og stuðla að því að samfélagið mœti þörfiim þeirra“. Þessi markmið eru enn í fullu gildi því langt er í land með að þjónusta við fatlað fólk sé með fullnægjandi hætd. Hugmyndafræði þroskaþjálfunar byggir m.a. á jafnrétti í þeirri merkingu að fatlað fólk hafi jafnan rétt á við aðra þjóðfélagsþegna til þátttöku í því samfélagi sem við búum, að þörfum ólíkra einstaklinga sé mætt á þann hátt sem þeim hentar og að þeim séu sköpuð skilyrði til að þroskast og eflast. Stofnanir á vegum ríkisins hafa verið aðal starfsvett- vangur þroskaþjálfa til langs tíma en breyting er orðin þar á. I samræmi við markmið reglugerðarinnar hefur stöðug barátta fyrir bættum hag fatlaðs fólks í samfélag- inu verið mikilvægur þáttur í starfi þroskaþjálfa. Þetta hefur leitt til þess að þroskaþjálfar hafa óhikað farið út af hefðbundnum starfsvettvangi sínum tilbúnir til að veita þroskaþjálfun hvar sem hennar er þörf. I samræmi við þá hugmyndafræði sem er ríkjandi í dag hefur m.a. sér- deildum fyrir fötluð börn í leikskólum og grunnskólum fækkað verulega og er það vel. Þörf fatlaðra barna fyrir þroskaþjálfun er hinsvegar jafn mikil og áður og gæta verður þess að réttur þeirra til viðeigandi þjálfunar verði ekki af þeim tekinn. Mikilvægur þáttur í störfum þroskaþjálfa er samvinna við aðra sérfræðinga og eru þeir því vanir slíkri samvinnu. Það kemur sér vel þar sem þörfin fyrir samvinnu hinna ýmsu faghópa og þverfagleg vinnu- brögð hefur líklega sjaldan verið meiri en nú. Send hafa verið út til umsagnar drög að frumvarpi nýrra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilgangurinn með breytingum á lögum þessum er sá að skipa fötluðu fólki á sama beldr og öðrum íbúum sveitarfélaga og gera þeim kleift að sækja rétt sinn og fá þjónustu samkvæmt almennum lögum en ekki sérlögum. Markmiðið hlýtur einnig að vera bætt þjónusta. Sveitarfélög eru nú eitt af öðru að taka yfir málefni fatlaðra og fjölgar stöðugt þeim þroskaþjálfum sem starfa hjá þeim. Til þess að sveitarfélög geti veitt íbúum, fötluðum sem ófötluðum fullnægjandi þjónustu þurfa þau að hafa á að skipa starfsfólki sem hefur þekkingu og færni til að mæta þörfum íbúanna. Þeim aðilum sem hafa með höndum félagsþjónustu sveitarfélaga gera sér æ betur grein fyrir þessu og hafa þau sveitarfélög sem leggja metnað sinn í að veita fötluðu fólki góða þjónustu séð sér hag í því og telja þörf á að ráða þroskaþjálfa til starfa. Þar á bæ gera menn sér grein fyrir því að þekking og færni þroskaþjálfa er mikilvægur þáttur í því að móta stefnu og skipuleggja þjónustuna með þeirn hætti að um samþættingu þjónustu fatlaðra og ófatlaðra verði að ræða. I breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem samþykkt verða mun væntanlega verða kveðið á um þá þjónustu sem sveitarfélögum verður skylt að veita. Fjár- hagur sveitarfélaga er ærið misjafn og tryggja verður að nægilegt fjármagn fáist til að mæta þjónustuþörf fatlaðra. Umræður um forgangsröðun verkefna er og verður hluti af þeim veruleika sem við búum við. Þroskaþjálfar eru hvattir til að taka þátt í umræðum um þjónustu við fatlað fólk, hver í sinni heimabyggð og hafa þannig áhrif á skipulag og uppbyggingu þjónustunnar og tryggja að raunverulegum þörfum sé mætt. Mínar bestu afmæliskveðjur sendi ég öllum þroskaþjálfum. Sólveig Steinsson. M ÍSLENSK KW ERFÐACREIINING 5

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.