Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 20

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 20
IZ 1« Afmælisblað Þroskaþjálfafélags Islands I samantekt minni á samtölum við viðmælendur mína kom í ljós að megin vandamálið virðist ekki lúta að öldruðum þroskaheftum, það er að segja þeim sem hafa náð 67 ára aldri, þeir heyra undir sömu lög og reglugerðir og aðrir aldraðir. Vandinn snýr hinsvegar að yngri einstaklingum með Down's heilkenni og Alzheimer sjúkdóm, sem aldurs síns vegna eiga ekki greiðan aðgang að öldrunar- og hjúkrunarstofnunum en talið er að fimmtugur einstaklingur með Down's heilkenni sé á svipuðu öldrunarstigi og heilbrigður einstaklingur á áttræðisaldri. Verið er að endurskoða vistunarmat aldraðra með tilliti til einstaklinga á aldrinum 18-67 sem vegna hverskonar fötlunar þurfa á sér búsetuúrræði að halda. Þegar rætt er við fulltrúa opinberra stofnana um öldrunarþjónustu almennt þá er iðulega vitnað í lög um málefni aldraðra og „67 ára aldurinn". I lögum um málefni aldraðra er þó 67 ára aldursviðmiðun hvergi tíunduð. Hinsvegar er í 11. gr. tryggingarlaga tekið fram að allir hafi sama rétt til þjónustu við 67 ára aldur. Samkvæmt þessu þá ættu einstaklingar með Down's heilkenni og Alzheimer sjúkdóminn, að geta fengið viðeigandi þjónustu fyrir 67 ára aldursviðmið. Á ári aldraðra 1999 var mikið rætt um skort á hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þótt undarlegt megi virðast, voru aldraðir þroskaheftir ekki taldir með þegar úttekt á þeirri þörf var gerð, samkvæmt upplýsingum frá Félags- málaráðuneytinu. Því má ætla að sú yfirsjón geti valdið einhverri skekkju við gerð fjárhagsáætlana viðkomandi sveitafélaga. Það hefur tiltölulega lítið reynt á málefni þroskaheftra aldraðra, því skammt er síðan þeir urðu sýni- legir í þjóðfélaginu. Þroskahömlun eldist ekki af fólki. Þroskaheftir verða gamlir, þeir þurfa á samfélagslegri þjónustu að halda frá vöggu til grafar. Verið er að sinna mörgum verkefnum í þágu aldraðra og er það af hinu góða. Samt virðist sem að þeir sem starfa í viðkomandi málafloldci hafi ekki alltaf þekkingu af starfssviði hvers annars. Þessi vanþekking getur skapað óþarfa ágreining. Einnig myndi það létta á þjónustuþegum ef opinberir aðilar störfuðu saman þannig að hægt væri að nálgast nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. Viöauki Eftir að ritgerðin var skrifuð var lögum um málefni aldraðra breytt á eftirfarandi hátt og segir þar meðal annars: 2. gr. I lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir: Aldraður: sá sem náð hefur 67 ára aldri. (Lög um málefni aldraðra 1999 nr. 125 31. desember.) Með ofangreindri lagasetningu geta nú opinberir aðilar synjað þroskaheftum, sem eldti hafa náð 67 ára aldri, um öldrunarþjónustu. VÖLUSTEINN Faxafen 14 » 108 Reykjavík ■ Sími 588-9505 OSTA OG SMJÖRSALAN SE BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Garðatorgi 5 • 210 Garðabær y LANDSBRÉF HF. tH. - h, //, 20

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.