Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 7

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 7
ff, Afmælisblafl Þroskaþjálfafélags Islands li Þættir úr sögu þroskaþjálfastéttarinnar Hrönn Kristjánsdóttir tók saman var Gæslusystraskóli Islands stofnaður á Kópa- vogshæli. Upphaflegt hlutverk skólans var fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk til að annast hina fötluðu íbúa Kópavogshælis (nú Landspítalinn í Kópavogi). Inntökuskilyrði í skólann var gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun og að hafa náð 18 ára aldri. Forstöðumaður hælisins var jafnframt yfirmaður skólans og kennarar voru fagfólk á stofnuninni. Námið, sem var sniðið að danskri fyrirmynd, var bóklegt og verklegt samhliða í tvö heil ár. Innihald námsins var umönnun og gæsla vangefinna. Bókleg kennsla fór fram á skrifstofu forstöðumanns og verkleg kennsla fór fram á deildum hælisins undir leiðsögn hjúkrunarfræðings. Mikil áhersla var lögð á verklega þátt námsins og fengu nemendur greidd laun á námstímanum samkvæmt lægsta Sóknartaxta. Nemendur gengu í sérstökum búningi sem var blár kjóll með hvítri svuntu og á höfði báru þeir hvítan kappa með blárri rönd. Blái búningurinn gaf til kynna að viðkomandi var nemandi en að námi loknu fengu gæslusystur hvíta kjóla og hvítan kappa. Algengt var að starfsfólk byggi á stofnuninni og á fyrstu árum skólans bjuggu flestir nemendurnir þar. A þessum tíma var litið á fatlað fólk sem sjúklinga og bar þjónustan öll merki þess, læknar og hjúkrunarfólk voru í æðstu stöðum á stofnun- inni. I gildi voru lög um fávitahæli frá 1936 undirrituð af Kristjáni tíunda Danakonungi. útskrifuðust fyrstu gæslusysturnar frá Gæslu- systraskóla Islands. I fyrsta árgangi skólans voru tveir nemendur en ári síðar voru þeir þrír. Eftir því sem nemendum fjölgaði í skólanum færðist bóklega kennslan í sér stofu í skrifstofubyggingu stofnunarinnar en verklegi hlutinn var áfram á deildum hælisins. Kópvogshælið var aðal starfsvettvangur gæslusystra fyrstu árin en síðan varð starfsvettvangurinn einnig á öðrum stofnunum fyrir van- gefna eftir því sem þeim var komið á fót. var starfsheitið gæslusystir samþykkt. Starfs- mannahús á lóð hælisins var tekið í notkun, en við það lagðist niður að nemendur, gæslusystur og annað starfsfólk byggju í sama húsnæði og aðrir íbúar hælisins. var Félag gæslusystra stofnað. Stofnfundurinn var haldinn þann 18. maí en fundinn sátu 13 gæslusystur. A þessum tíma höfðu tæpir tveir tugir gæslusystra útskrifast. Tildrög þess að félagið var stofnað voru þau að gæslusystur sáu nauðsyn þess að fá viður- kenningu á störfum stéttarinnar og jafnframt að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Á stofnfundinum var gengið frá lögum félagsins og jafnframt var ákveðið að sækja um inngöngu í starfsmannafélag ríkisstofnana. Eitt af fyrstu baráttumálum félagsins var að fá löggildinu námsins og efla skólann og bæta. A fyrsta almenna fundi félagsins þetta sama ár var samþykkt ályktun þess efnis að beina því til forstöðumanns hælisins að sótt yrði um löggildingu skól- ans. Fyrsti formaður félagsins var Gréta Bachmann. var fyrsta merki félagsins hannað, hringlaga brjóstnæla með mynd af sóley á bláum grunni, hönnuður þess var Sólveig Eggerz. 1967 öðlaðist Gæslusystraskólinn löggildingu og var þar með orðinn ríkisskóli. Lög um fávita- stofnanir voru samþykkt frá Alþingi en í þeim var ákvæði þess efnis að við aðalfávitahæli ríkisins ætti að reka skóla til að sérmennta fólk til fávitagæslu. var fyrsta starfslýsing á störfum gæslusystra borin upp innan félagsins og fór vinnan við gerð starfslýsingarinnar fram í tengslum við BSRB. Þetta sama ár samþykkti starfsmat ríkisins að þrjár starfandi gæslu- systur hlytu starfsheitið deildargæslusystur og tækju laun samkvæmt því, þetta var fyrsti áfanginn í kjaralegum úrbótum stéttarinnar. lögðust nemenda- og gæslusystrabúningar af. Þetta sama ár kom fyrsta rit félagsins út. var sett reglugerð um námið og með henni fékkst formleg viðurkenning fyrir stéttina sem uppeldisstétt. Samkvæmt reglugerðinni var hlutverk skól- ans að mennta fólk til starfa til að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun vangefinna. Nafni skólans var breytt 7

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.