Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 8

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 8
I Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands í Þroskaþjálfaskóla Islands og breyting varð á innihaldi og lengd námsins. Námið var lengt í tvö og hálft ár og bóklegt nám var aukið verulega. Starfsheitið þroskaþjálfi var samþykkt og nafni félagsins var breytt í Félag þroskaþjálfa. Fram að þeim tíma höfðu alls 52 gæslusystur útskrifast frá Gæslusystraskóla Islands. 1 var ný reglugerð um skólann samþykkt og hann I J / U gerður að sjálfstæðri stofnun og þar með ekki lengur undir stjórn Kópavogshælis. Hlutverk skólans var skilgreint að nýju: „Að veita nemendum fræðilega þekkingu og starfsþjálfun til að gegna þjálfun, uppeldi og umönnun þroskaheftra,,. Námstíminn breyttist í þriggja vetra nám, vægi bóklegs náms var aukið. Inntökuskilyrði í skólann voru hert auk þess sem nemendur fengu ekki lengur greidd laun á námstímanum. I reglugerðinni var ákvæði þess efnis að verknámskennarinn ætti að vera þroskaþjálfi. Á þessum tíma var skólinn enn staðsettur á Kópavogshæli, í gamla Holdsveikraspítalanum. 1977 fóru nemendur skólans í fyrsta skipti í starfs- þjálfun á aðrar stofnanir en fyrir vangefna. 1 070 voru lög um þroskaþjálfa samþyldet, en með -L J / O lögunum eru starfsheiti og starfssvið þroska- þjálfa lögvernduð. Lögverndun starfsheitisins hafði verið eitt af aðalbaráttumálum Félags þroskaþjálfa. 1070 voru lög um aðstoð við þroskahefta samþykkt 1 J ! J frá Alþingi. Með lögunum var mörkuð opinber stefnubreyting í málefnum þroskahefts fólks en sú breyting hafði mikil áhrif á starfsvettvang og starfshætti þroska- þjálfa. I lögunum var ákvæði þess efnis að landinu skyldi skipt í átta starfssvæði og á hverju svæði ætti að veita ýmis- konar sérfræðiþjónustu þar á meðal þroskaþjálfun. Sam- kvæmt lögunum var þjónustan ekki lengur bundin við stóru sólarhringsstofnanirnar. 1 OQQ var minningarsjóður Guðnýar Ellu Sigurðar- 1/ÖJ dóttur stofnaður. Markmið sjóðsins er að styrkja til framhaldsnáms nemendur er lokið hafa námi frá Þroskaþjálfaskóla Islands eða þroskaþjálfaskor Kennara- háskóla Islands. 1984 flutti skólinn frá Kópavogshæli að Skipholti 31, í Reykjavík þar sem hann er enn til húsa. 1 Q Q C var stúdentspróf gert að inntökuskilyrði í 1/0/ Þroskaþjálfaskólann og einnig a.m.k. 6 mánaða reynsla í starfi með fötluðum. Skólanum var gert að annast símenntun þroskaþjálfa samkvæmt nýjum Iögum um skólann, en hann var áfram undir stjórn heilbrigðis- og ti'yggingamálaráðuneytisins. 1007 vannsr niikill áfangasigur fyrir stéttina en þá tók i / 0/ gildi reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa með stoð í lögum um þroskaþjálfa frá 1978. Það þótti nýmæli að reglugerðin var jafnframt starfslýsing fagstéttar. 1989 hófst fyrsta framhaldsnámið fyrir þroskaþjálfa á vegum Þ.S.I. 1 AAj var Þroskaþjálfaskólinn færður frá yfirstjórn 1/ / 1 heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins. Á aðalfundi félagsins þetta ár voru siðareglur þroskaþjálfa samþykktar. 1992 var í annað sinn boðið upp á framhaldsnám fyrir þroskaþjálfa á vegum Þ.S.I. 1 nn/ samþykkti aðalfundur félagsins að breyta nafni 1 770 félagsins í Þroskaþjálfafélag Islands og jafnframt varð félagið sjálfstætt stéttarfélag með samningsrétt. 1 007 voru fyrsru sjálfstæðu kjarasamningar félagsins 1 J J / samþykktir. Aðalfundur félagsins samþykkti tillögu að nýju merki félagsins. Merkið er með nafni og upphafsstöfum félagsins, grænt, hvítt og appelsínugult að lit, hannað af Vilborgu Björnsdóttur. I desember þetta ár tóku gildi ný lög um Kennara- háskóla Islands. Með lögunum voru fjórir skólar samein- aðir í einn: Fósturskóli fslands, Iþróttakennaraskóli Islands, Kennaraháskóli Islands og Þroskaþjálfaskóli Islands. Með þessari sameiningu færðist nám þroskaþjálfa á háskólastig. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur sambærileg próf eða náms- og starfsreynsla sem metið er sem jafngildur undirbúningur. Námið er þriggja vetra 90 eininga nám, bóklegt og verklegt. 1000 úískrifuðust fyrstu nemendurnir með B.Ed.- 17711 gráðu í þroskaþjálfun frá Kennaraháskóla Islands en það ár voru liðin 40 ár frá því nám við Gæslu- systraskóla Islands hófst. 1000 samÞykkti aðalfundur félagsins að félagið segði 1/7/ sig úr Starfsmannafélagi ríkisstofnana og um leið úr BSRB, jafnframt var samþykkt að sækja um aðild að Bandalagi háskólamanna. I júní það sama ár samþykkti BHM umsókn Þroskaþjálfafélags Islands um aðild. Þroskaþjálfafélagið gerðist aðili að samstarfi um nýja Símenntunarstofnun við KHI, félagið á einn fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. 0000 fyrsta framhaldsnám á háskólastigi fyrir éhUUU þroskaþjálfa við framhaldsdeild KHI, 30 ein- inga fjarnám. 8

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.