Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 10

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 10
á Afmælisblað Þroskaþjálfafélags Islands Þá hugsjónir rætast... Gréta Bacmann fyrsti formaöur Þroskaþjálfafélagsins skrifar Hvaða hugsjónir og væntingar hafði nýútskrifaður þroska- þjálfi frá Noregi er kominn var heim til starfa annó 1958. Jú hugsjónir voru háleitar og miklar en að sjálfsögðu óraunhæfar miðað við þess tíma löggjöf og ástand mála. Beiðni kom frá yfirlækni Kópavogshælis um að ég færi að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, en þar hafði ríkið rekið sína fyrstu stofnun fyrir vangefið fólk. Piltarnir er þar höfðu dvalið voru fluttir á Kópavogshæiið, en dráttur hafði orðið á að ljúka byggingu þeirri í Kópavogi er stúlkurnar áttu að flytja í. Ég átti síðan að taka við stjórn kvenna- deildarinnar. „Ég fór að Skálatúni með loforð um að vera þar 4-6 vikur en árin urðu 14“ Áður en til þess kæmi kom enn beiðni frá yfirlækni hvort ég vildi fara að Skálatúni en þar voru miklir erfiðleikar. Engin forstaða, en stjórn heimilisins tímabundið í höndum kennslukonu heimilisins. Ég þekkti til aðstæðna á Skálatúni, hafði unnið þar í nokkra mánuði áður en ég hélt til náms. Á Skálatúni hafði börnum fjölgað úr 13 í 21 og þar af nokkur fjöl- og ofurfötluð. Húsnæðið var hið sama, bara enn þrengra og aðstæður mjög frumstæðar og erfiðar. Ég fór að Skálatúni með loforð um að vera þar 4-6 vikur, en árin urðu tæplega 14. Yta varð öllum háleitum umbótahugsjónum til hliðar um sinn og reyna að sinna a.m.k. frumþörfum barnanna. Starfsmannahald reyndist erfitt. Vangefnir voru elcki mikils metnir hvorlti hjá stjórnvöldum eða almenningi. Samgöngur voru strjálar, fólksfjöldi í nágrenninu ekki sá sami og í dag og starfsfólk varð að búa á staðnum en húsnæði fyrir það skorti. Sólarhringurinn var sjaldnast nógu langur og frídagar var fjarlægt hugtak. Uppörvun og beiðni frá foreldrum um að vera áfram var stuðningur. “Aldrei er tilveran svo dimm að birta smjúgi ekki einhvers staðar í gegn„. Foreldrar barna á Skálatúni stóðu að stofnun Styrktarfélags vangefinna í mars 1958 en það félag er fyrsta félagið sem stofnað var um hagsmunamál vangefins fólks og fékk ég að vera þátttakandi ásamt þeim. Örlídð fannst mér hilla í úrbætur. Foreldrar og stjórn heimilisins lögðu enn fast að mér að taka við forstöðu heimilisins og þá ákvörðun tók ég í apríl 1958. Á Skálatúni sumarið 1958. Forstöðukona vann mikið með börnunum. „Enginn fáviti er geðveikur. Til að missa vit þarf að hafa það“ Þegar ég hugsa til baka minnist ég hversu stuðningslaus og ein ég var í starfinu. Ekki var möguleiki að ráðfæra sig við „kollega“ þeir voru ekki komnir til starfa. Lækna- þjónustan var stopul og skortur á fagmennsku og skilningi á aðstæðum ótrúleg. [Eftirfarandi er] Örlítið dæmi um afstöðu þess læknis er sinnti heimilisfólki þessi fyrstu ár: Á innskriftarpappírum heimilisins stóð þessi klausa neðst á blaðinu. „Enginn fáviti er geðveikur. Til þess að missa vit, þarf að hafa það“ Ég haíði lært og kynnst öðru í Noregi en á hjáróma unga konu sem hafði ekki einu sinni íslenskt starfsheiti, eðli málsins vegna, var ekki hlustað og lítið þýddi að deila við yfirvaldið. „Snúðu andlitinu í sólina og þú sérð ekki skuggann“ er haft effir Helen Keller. Þetta reyndi ég og einhvern veginn yfirsté maður allar hindranir og gladdist yfir minnstu 10

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.