Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 11

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 11
úrbótum og skilningi. Lífið hélt áfram, en ekki í sama farinu því smám saman lá leiðin inn á bjartari og greiðfærari brautir. „Formannstími minn var e.t.v. styttri en orðið hefði...“ Mikið gleðiefni var það mér er „gæslusystur“ er voru útskrifaðar eftir nám á Kópavogshæli höfðu samband við mig vegna áhuga á stofnun stéttarfélags árið 1965. Eg er þeim þakklát og einnig örlítið stolt er ég var kosin fyrsti formaður þessa nýja félags. Formannstími minn varð e.t.v. styttri en orðið hefði vegna „fordóma og yfirgangs“ þeirra er ráðandi voru í málefnum vangefinna. Yfirlælcnir Kópavogshælis gerði kröfu til stjórnar Skálatúns vegna þess, eins og orðrétt er haft eftir yfirlækninum og bókað í fundargerð félagsins. „Að um samstarf milli Kópavogshælis og Skálatúns m.a. um flutning vistmanna væri alls ekki að ræða meðan frk. Bachmann væri enn formaður Félags Gæslusystra“. Fordæmi var fyrir slíku á öðrum vettvangi en engu að síður lét ég af formannsstarfi mínu eftir tæpl. 2ja ára stjórnarsetu. Ég fékk góðan óskoraðan stuðning gæslu- systra en ég hlaut að meta fremur samstarf við mína ágætu heimilisstjórn er stóð frammi fyrir vandamáli, er yfirmaður þessara mála og ráðandi, neitaði samstarfi og úrbótum. Félag Gæslusystra efldist, starfsheitið breyttist og eins og kunnugt er hafa þroskaþjálfar haslað sér völl víða á sviði félags- heilbrigðis og menntamála. Mikill áfangi varð er námið var flutt inn á háskólastig og mildar framfarir hafa orðið á skipan félagsins. „í fyrstu notaði ég sumarfríin mín og greiddi allan kostnað sjálf...“ Framfarir og úrbætur í málefnum vangefmna þokuðust áfram. Húsnæðismál voru forgagnsverkefni í mörg ár enda biðlistar langir eftir bæði dag- og sólarhringsvistun. Ég stefndi að því á starfsárum mínum að reyna eftir fremsta megni að sækja mér þekkingu um nýjungar um framfarir og réttindi fatlaðra. I nokkur ár var ekki um annað að ræða en að fara til útlanda. Ég fór á námsstefnur til norður- landanna og á 1/2 árs félagsmálanámskeið í Bandaríkj- unum. I fyrstu notaði ég sumarfríin mín og greiddi allan kostnað sjálf en smám saman opnuðust leiðir varðandi styrkveitingar. Mér hefur ætíð fundist uppörvandi og lærdómsríkt að kynnast og afla mér þekkingar á málefninu í öðrum löndum enda stóðu t.d. norðurlöndin okkur framar í mörg ár. Samstarf Styrktarfélagsins og „Nordisk forbund for psykist utviklingshemmede“ var á margan hátt ómetanlegt. Ég átti því láni að fagna að sitja í varastjórn samtakanna og lcynntist helstu framámönnum í málefnum vangefinna á hinum norðurlöndunum, bæði foreldrum og embættismönnum. Sameiginleg þing voru haldin á 4ra ára Afmælisfalað Þroskaþjálfafélags íslands íi fresti og eitt fjölmennasta þingið var haldið í Reykjavík 1979 og þótti takast með afbrigðum vel. Styrktarfélagið hafði mestan veg og vanda af undirbúningi og þinghaldi og tók ég mikinn þátt í því starfi enda í nefnd þeirri er að undirbúningnum stóð. Samtökin héldu svo fjölmargar námsstefnur milli þinga. Á þeim árum var undir hælinn lagt hvort vangefin ungmenni fengju fermingarfræðslu Eins og ég lét getið í upphafi urðu árin mín á Skálatúni tæplega 14. Þau höfðu verið erfið í byrjun en starfið léttist mikið með úrbótum í húsnæðismálum, bæði fyrir starfsfólk og íbúa. Þroskaþjálfar komu til starfa, sá fyrsti 1966 eftir nám í Noregi. Stjórnvöld og almenningur fóru að líta skjólstæðinga oldcar öðrum augum. Vorið 1964 voru 9 einstaklingar, íbúar á Skálatúni, fermdir í Lágafellskirkju. Sóknarpresturinn, síra Bjarni Sigurðsson, kom vikulega frá haustinu 1963 til þess að undirbúa ungmennin og fræða. Mikla alúð lögðum við í að athöfnin færi hátíðlega og eðlilega fram. Þessi fermingarathöfn varð öllum kirkjugestum ógleymanleg og ekki síst foreldrum fermingarbarnanna. Á þeim árum var undir hælinn lagt hvort vangefm ungmenni fengju einhverja fermingarfræðslu eða þá fermingu og fengju á þann hátt að staðfesta skírnarheit sitt. Starfsfólk og foreldrar voru óhemju glaðir og stoltir. Ungmennin fóru hátt og skýrt með texta sína og framkoma öll og hegðun var hógvær og eðlileg. Sameiginleg hátíð var svo í félagsheimili hreppsins, Hlégarði. Það varð um leið nolckurskonar foreldrafundur. Sum fermingarbarnanna voru utan af landsbyggðinni og foreldrar ekki oft á ferðinni enda samgöngur ólíkar því sem nú er. „Fyrsta foreldra- og hagsmunafélag tengt slíkri stofnun var stofnað í Skálatúni vorið 1971“ Ég boðaði til foreldrafundar veturinn 1964 og held að það hafi verið fyrsti fundur foreldra barna er dvöldu á slíkri stofnun. Foreldrafundir voru tvisvar sinnum árlega upp frá því. Fyrsta foreldra- og hagsmunafélag tengt slíkri stofnun var stofnað í Skálatúni vorið 1971. Við höfðum á ýmsan hátt reynt fyrstu árin að brjóta niður einangrun þá er ríkti, með því að blandast samfélaginu sem var fremur óvenjulegt á þessum árum. Við fórum m.a. í leikhús, ferðalög, á 17. júní hátíðarhöld í Reykjavík og Mosfells- sveit. Á jólaföstu fórum við og litum á jólaútstillingar verslananna í borginni o.s.frv. Vissulega vöktum við athygli og heyrðum upphrópanir. Margir hópar og gestir sóttu okkur heim, sérstaldega eftir stækkun húsnæðis og allt stuðlaði þetta að bættum skilningi og hugarfari almennings. Með vígslu hinnar nýju visteiningar í júní 1968 afhentu foreldrar heimilinu til eignar sundlaug með allri aðstöðu. Það var mikil og stórfengleg gjöf sem var ómetanleg. Við réðum þá strax 11

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.