Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 12

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 12
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands Með góðum fiereyskum vinum á N.F.P.U. þingi í Reykjavík sumaríð 1979. íþróttakennara til sundkennslu og var sá háttur á í mörg ár. Kennsla hafði verið aukin en hún var eins og nú í höndum menntamálaráðuneytis, en starfsemi heimilisins sem er sjálfseignarstofnun heyrði undir heilbrigðisráðu- neydð. Aukið kennslumagn svo og ýmsar aðrar umbætur stuðluðu að meiri og fjölþættari þjálfun, auknum rétt- indum og umfram allt skilningi á aðstöðu og rétti skjól- stæðinga okkar. „Nýr vettvangur...11 Eg kvaddi þennan vinnustað minn og heimili vissulega með trega haustið 1971. Ég hafði eignast góða vini og við höfðum átt saman yndislegar og ógleymanlegar stundir. Mikið hafði breyst til batnaðar á staðnum, húsakynni, aðbúnaður allur og möguleikar íbúanna til betra og innihaldsríkari lífsskilyrða. Sannarlega höfðu margar hug- sjónir ræst. Nýr vettvangur beið mín, nýtt dagvistarheimili fyrir unglinga og fullorðna. Nýja dagvistarheimili Styrktarfélags vangefinna við Stjörnugróf í Reykjavík hlaut nafnið Bjarkarás. Þangað áttu að flytjast elstu einstaldingarnir í Lyngási svo og aðrir er sóttu um vistun. Ég fór í kynnisferð til norðurlandanna áður en starfsemin hófst og var ákveðin í að reyna að móta nýja starfshætti. Það hafði m.a. verið hefð í Lyngási í gegnum tíðina að öllum var ekið milli stofnunar og heimila í leigubílum. Þessu vildi ég breyta. Skömmu áður en starfsemin hófst í Bjarkarási efndi hin nýskipaða heimilis- stjórn til fundar með væntanlegum aðstandendum. Ég kynnti þar m.a. þá hugmynd að þeir sem mögulega gætu skyldu ferðast með almenningsvögnum. Þetta mæltist misjafnlega fyrir hjá aðstandendum, en ég hvikaði ekki frá þessari ákvörðun. Með góðu samstarfi tókst þetta og hefur eflt sjálfstæði og öryggi margra gegnum árin, auk þess sem þetta hefur stuðlað að blöndun skjólstæðinga okkar þjóðfélaginu. „Ég vildi reyna að fá verkefni frá fyrirtækjum og fá greiðslu fyrir“ Verkefnavalið, hvað yrði það? Þetta hefðbundna sem var hnýting, vefnaður o.s.frv. Nei ég vildi feta nýjar leiðir. Ég vildi kynna þessa einstaklinga samfélaginu, fyrirtækjum og sanna getu þeirra. Ég vildi reyna að fá verkefni frá íyrirtækjum og fá greiðslu fyrir. Framleiða vörur sem færu á markað. Róðurinn var dálítið þungur í fyrstu. Við hófum eigin framleiðslu á heimilisklútum auk ýmiss annars og smám saman unnum við okkur álits og trausts. Ég tel okkur brautryðjendur á þessum vettvangi. Reksturinn gekk vel og við fengum næg verkefni. Starfsfólk hafði í fyrstu litla trú á áformum mínum og hugmyndum um fjölmenna saumastofu. Ég hafði fulla trú á að þau gætu lært þennan einfalda saumaskap og sannarlega rættist það. Milli Bjarkaráss og Skálatúns hófst samvinna um að 2- 3 einstaklingar frá Skálatúni kæmu í starfsþjálfun í Bjarkarás. Það samstarf gladdi mig mjög og slíkt samstarf entist alla mína stjórnunartíð. Sams konar samstarf milli Kópavogshælis og Bjarkaráss var einnig í nokkur ár. „Varla kom sá gestur eða gangandL.að ekki væri sagt frá Spánarferðinni" Sumarferðalög urðu strax fastur liður í starfseminni. Ég fékk áhuga á að fara í sólarlandaferð með Bjarkaráshópinn og ræddi þessa hugmynd. Mörgum foreldrum fannst mikið í ráðist og voru örlítið kvíðnir og óöruggir gagnvart þessu framtaki. Ég hafði haft samband við norsku foreldrasamtökin er áttu og ráku orlofsstað á suður Spáni ætluð vangefnu fólki. Fyrirspurn minni var vel tekið og þótti spennandi og okkur boðið til afnota eitt af húsunum sem rúmaði hópinn sem var alls 38 manns. okkur stóð einnig til boða allt sameiginlegt á staðnum og auk þess ferðalög, skemmtanir o.s.frv. Ferðin var vel skipulögð, en við þurftum að fljúga fyrst til Noregs, gistum þar á stofnun og sameinuðumst svo norska hópnum sem var að fara suðureftir. Allt gekk að óskum og hópurinn frá Bjarkarási dvaldi á „Hacienda Del Sol“ við gott atlæti og ánægju allra í 3 yndislegar vikur í júní 1974. Þessi ferð oklcar til Spánar var hópnum mikil „upphefð“ og mjög lærdómsrík. Varla kom sá gestur eða gangandi í Bjarkarás í marga mánuði eftir ferðina að ekki væri sagt frá Spánarferðinni. Kvikmynd af ferðalaginu var tekin og sýnd á foreldrafundi Styrktarfélagsins sem haldinn var í Bjarkarási fyrir troðfullu húsi og „gerði heilmikla lukku“. Við fórum síðan tvær aðrar ferðir á sólarströnd en bjuggum þá á hótelum. Arið 1977 til Benidorm og 1979 12

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.