Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Qupperneq 13

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Qupperneq 13
Afmælisblað Þroskaþlálfafélags íslands u Fyrstu skóflustungur að gróðurhúsinu við Bjarkarás tóku þau Gunnar Gunnarsson og Itigveldur Ragnarsdóttir vorið 1991. til Mallorca og í þeim ferðum kom í ljós hversu ferðavanari margir voru orðnir, sjálfstæðari og meira sjálfbjarga. Eg má til að geta þess að á báðum hótelunum er við dvöldum á fengum við afbragðs meðmæli. Sumum gestanna brá í brún, sögðu þeir okkur, er þessi fjölmenni hópur fatlaðra birtist eða var fyrir á staðnum. I lok dvalar okkar eða gestanna fengum við þau ummæli að allir dáðust að framkomu skjólstæðinga okkar. Þeir hefðu engan truflað, verið kurteisir og ekki síður var til þess tekið hversu framkoma starfsfólks við hina fötluðu var fórnfús, eðlileg og kurteisisleg í hvívetna. Ég held við höfum brotið blað í slíkum ferðum og utanlandsferðum vangefinna yfirleitt því fæstir ferða- langanna höfðu ferðast til útlanda áður. Eftir 1980 hófust ferðir með vangefna til útlanda og þá í fámennari hópum og er það vel. „Bóklegt og verklegt nám auk íþróttakennslu voru þær greinar er kenndar voru“ Lög um málefni fatlaðra breyttust nokkuð ört á áratug- unum milli 1970 og 1990, m.a. um kennslu fatlaðra. Fyrstu árin í Bjarkarási var öll kennsla inni á stofnuninni og sá ég m.a. um skýrslugerð, svara fyrirspurnum ráðu- neytis o.s.frv. að sjálfsögðu án greiðslu fyrir það. Bóklegt- og verklegt nám auk íþróttakennslu voru þær greinar er kenndar voru. Mikil áhersla var lögð á líkamsþjálfun enda lítill leikfimisalur og saunabað á stofnuninni. Þessi þjálfun hefur án efa skilað sér og byggt marga upp líkamlega. Við skólaslit á vorin var handavinnusýning, íþróttakeppni og verðlaunaafliendingar. Aðstandendum var boðið og veitingar fram bornar. Ég hafði góða reynslu af sundlauginni í Skálatúni. Ég hafði góðan stuðning í íþróttakennara stofnunarinnar, Sonju Helgason, er hugmynd kom fram um byggingu sundlaugar á staðnum. Sonja lagði fram fjárupphæð er renna skyldi til þessara framkvæmda og svo rúllaði boltinn áfram. Starfsfólk hélt tvisvar sinnum flóamarkað og kökusölu. Leitað var til ýmissa félagasamtaka og sundlaugin varð að veruleika og var vígð með „pompi og pragt“ sumarið 1979. „...þar með hefst saga fyrsta sambýlisins á landinu..." Áhugi minn fyrir sambýli vaknaði um það bil er ég hóf starf í Bjarkarási. Ég fékk góðan stuðning hjá þáverandi félagsráðgjafa heimilisins, Margréti Margeirsdóttur, og ræddum við þetta áhugamál við stjórn heimilisins og Styrktarfélagsins. Fjármagn til kaupa á húseign var ekki um að ræða á þeim tíma, seinni part ársins 1975. Við vildum ekki gefast upp og samþykkt var að hefja starfsemina í leiguhúsnæði. Við auglýstum og fengum noldtur tilboð en á sama tíma tæmist Styrktarfélaginu arfur og þar með hefst saga fyrsta sambýlisins á landinu, að Sigluvogi 5. I þetta fyrsta sambýli fluttu 5 stúlkur þ.á.m. tvær frá Skálatúni er verið höfðu í starfsþjálfun í Bjarkarási. Ég tók að mér að skipuleggja og vera í forsvari starfsins á þessu nýja sambýli. Tveir þroskaþjálfar er unnu í Bjarkarási fluttu í sambýlið og skiptu starfmu á milli sín. Starfsemin gekk vel en að sjálfsögðu varð sú breyting eftir nokkra mánuði að þroskaþjálfi tók alfarið við forstöðunni. „Sýning þessi var mjög fjölsótt og áreiðanlega mikil kynning á málefninu“ Ekki get ég skilið svo við þessa upprifjun og endurminn- ingar mínar að ég minnist ekki á afmælishátíðir Styrktar- félagsins og Bjarkaráss en svo mjög komu hinir vangefnu á heimilum félagsins þar við sögu. Ég var í afmælisnefnd við undirbúning á hinni glæsilegu sýningu „Viljinn í verki“ er opnuð var á Kjalvarsstöðum af einum íbúa á fyrsta sambýli félagsins, á 20 ára afmælishátíð félagsins. Þarna 13

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.