Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 14

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 14
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags fslands sýndu öll heimili og stofnanir vangefinna í landinu handverk sín, sögu sína í máli og myndum. Bókakynningar og ýmsir listamenn voru með fjöl- breyttar uppákomur. Sýningin stóð 17.-18. mars 1978. Sýning þessi var mjög fjölsótt og áreiðanlega mikil kynn- ing á málefninu. A 25 ára afmælishátíð Styrktarfélagsins er haldin var í Félagsheimili Seltjarnarness dagana 19. og 20. mars 1983 auk afmælissamkomu í Bjarkarási 23. mars. Dagskráin var fjölbreytt og öll flutt af skjólstæðingum félagsins ungum sem eldri. Stóðu þá flestir á sviði í fyrsta sinn en alls ekki í það síðasta því þetta var upphaf stofn- unar og frægðarferils leikhópsins „Perlan“ Það hafði verið áhugamál mitt í nokkurn tíma að fá leikara til starfa í Bjarkarás til þess að leiðbeina í leikrænni tjáningu. Eftir viðtöl við nokkra leikara var ein sem hafði áhuga, Sigríður Eyþórsdóttir. Tel ég ráðningu hennar og störf frá árinu 1982 ómetanlegt skjólstæðingum okkar og málefninu í heild. Frá fyrstu starfsárum mínum í Bjarkarási leyndist áhugi á að reist yrði gróðurhús á staðnum, enda landrými fyrir hendi. Þessi draumur varð að veruleika er fyrstu skóflu- stungur voru teknar af tveim vistmönnum er verið höfðu í Bjarkarási frá fyrsta degi starfsseminnar. Framkvæmdir hússins gengu vel. Félagssamtök, fyrirtæki og einstaklingar studdu þetta verkefni bæði fjárhagslega og verklega. Starfsemi gróðurhússins og þeirri útivinnu er tengist því hefur orðið mikil lyftistöng og aukið fjölbreytni á starfs- þjálfuninni á heimilinu. Við fögnuðum fyrstu grænmetis- uppskerunni svo og sumarblómum með veislukaffi að viðstöddu heimilisfólki og velunnurum þeim er studdu okkur í þessu átaki. Ég hef minnst á það fyrr í þessari upprifjun minni hve margt breyttist á þessum árum lagalega og félagslega. Mér fannst orðið dagvistarheimili ekki hæfa staðnum og fór fram á tillögur til nafnbreytingar og endurskoðun á starf- seminni. Það var gert og samþykkti félagsmálaráðuneytið nafnbreytinguna 1. janúar 1987 frá dagvistarheimilinu Bjarkarási í Flæfmgarstöðina Bjarkarás. Tillögurnar náðu ekki fram að ganga í verki enda þurfti til þess fleira fagfólk á ýmsum sviðum. Já breytingarnar urðu nú örar. Vinnustofan Ás hóf starfsemi 1981 og fóru þá margir afhæfustu einstaklingum okkar á vinnustofuna enda stefnt að því að einhverjir gætu síðan farið á almennan vinnumarkað. „Við börðumst við tárin" Það leið að því að ég fór að huga að starfslokum. Ferillinn var orðinn tæpl. 40 ár eða allt frá árinu 1955 er ég starfaði á Skálatúni áður en ég fór til náms. Ég hafði veitt tveimur stofnunum forstöðu í samtals 36 ár. Starfstíma mínum í Bjarkarási lauk 1. október 1993. Ekki gekk ég hljóðalaust út og kvaddi, ó nei. Mitt ágæta starfsfólk hafði án minnar vitundar undirbúið mikla kveðjuathöfn og mér tjáð það nokkrum dögum áður. Þar var mín trygga og trúfasta aðstoðarkona, Sólveig Guðmundsdóttir þroskaþjálfi, í forsvari. Við Sólveig vorum búnar að vera samstarfskonur í 18 ár. I kveðjuathöfninni og veislukaffi komu fyrrverandi starfsfólk, skjólstæðingar, foreldrar, kennarar, embættis- menn, forsvarsmenn íyrirtækja o.s.frv. Ég fékk mörg hlý handtök, frumort ljóð, gjafir og blóm í hundraðatali. I kveðjuathöfn minn síðasta starfsdag fluttu nokkrir vangefnir vinir mínir hugljúfar kveðjuræður. Við börðumst við tárin. „Mér hefur auðnast að sjá svo miklar framfarir...11 Ég hef oft verið spurð hvort ég hafi ekki hætt of snemma, ekki einu sinni búin að ná löggiltum ellilífeyrisaldri. Ég horfi yfir farinn veg og er „sátt við guð og menn“. Árin mín í Bjarkarási höfðu verið ljúf og viðburðarrík. Mér hafði auðnast að fá úrvals fagfólk úr ýmsum fag- greinum. Ég hafði hæft og samstarfsfúst starfsfólk en við tókum yfirleitt sameiginlegar ákvarðanir á okltar vikulegu starfsmannafundum. Mér hefur auðnast að sjá svo miklar framfarir og aukinn skilning á getu og möguleikum vangef- inna til þess að lifa eðlilegu lífi. Vinir mínir er komu börn og unglingar í Skálatún og Bjarkarás búa m.a. í dag í vígðri sambúð í eigin húsnæði. Aðrir starfa auk þess á almennum vinnumarkaði. Þeirra líf hefur orðið auðugra og samræmst því lífi er aðrir borgarar lifa og að því marki var stefnt. Mér hefur verið sýnd mikil virðing vegna málefnisins og starfs míns. Ég hlaut hina íslensku Fálkaorðu 17. júní 1990. Ég hef verið sæmd gullmerki Styrktarfélags vangef- inna auk heiðursfélagaskjals. Gullmerki Þroskahjálpar hef ég einnig hlotið. Á miðjum áttunda áratugnum var gerð sjónvarpsmynd „Heimsókn til Styrktarfélags Vangefinna“ I þeirri mynd sagði ég m.a. frá ungu nýtrúlofuðu pari er dveldi í Bjarkar- ási. Þessi ummæli urðu umræðuefni á mörgum vinnu- stöðum og víðar í nokkurn tíma eftir sýningu myndarinnar í sjónvarpinu. Þvílíkt og annað eins hafði varla heyrst. Lítil viðbrögð yrðu við slíkri frétt í dag. Vangefnir hafa tekið málin í sínar hendur og vinna að sínum réttindamálum m.a. með stofnun Átaks. Sannarlega hefur mikið áunnist en framfarir og þróun verður alltaf að halda áfram. Ég tek undir með skáldinu Hannesi Hafstein, en í aldamótaljóði hans segir í 3ja erindi: Aldar á morgni vökmim til að vinna Vöknum og tygjumst, nóg til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust tvinna Takmark og heit og efhdir saman þrinna. Og í niðurlagi ljóðsins segir ennfremur: Þá mun sá Guð, sem veitti frœgð tilforna, Fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bœtast harmasár þess horfna, Hugsjónir rætast. Þá mun afiur morgna. 14

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.