Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 19

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 19
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands Víða er pottur brotinn í þjónustu við aldraða þroskahefta Vera Snæhólm yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri Endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi skrifar Grein þessi er byggð á atriðum sem komu í ljós við gerð B.Ed. ritgerðar minnarvið Kennaraháskóla Islands, Þroska- þjálfaskor, 1999, sem fjallar um félagsleg réttindi aldraðra þroskaheftra. Ritgerðin nær aðeins til Reykjavíkursvæðisins. Tilgangur athugunarinnar var að komast að því hvort samfélagslega þjónustukerfið veitir öldruðum þroskaheft- um sömu þjónustu og öðrum öldruðum, ennfremur hvort forstöðumenn sambýla og opinberir aðilar líti öldrunar- þjónustuna, fyrir þroskahefta sömu augum og fyrir aðra aldraða. Það virðist nefnilega vera háð túlkun starfsmanna félags- og þjónustumiðstöðva sem og starfsmanna opinberra stofnana fyrir aldraða, á lögum og reglugerðum, hvort einstaklingar sem búa á sambýlum eigi rétt á heima- þjónustu sem og almennri öldrunarþjónustu eða ekki, óháð því hvort einstaklingurinn sé aldraður þroskaheftur eða hvoru tveggja. I kafla sínum um öldrun í Sálfræðibókinni segir Jón Björnsson meðal annars; „ Aldur er afstætt hugtak. Skipt- ing ævinnar í kafla er á reiki og er engin ein skilgreining til á því við hvaða aldursár fólk teljist gamalt, öldrun er margþætt ferli og er fjöldi æviára einn og sér grófur mælikvarði á hana.“ (Sálfræðibókin, 1993: 777) Þegar sólarhringsstofnanir voru í algleymingi hér á landi jafnt og í öðrurn vestrænum löndum var líkamleg og andleg hrörnun þroskaheftra þjóðfélaginu ekki vandamál, ekki málefni, og þroskaheftir urðu sjaldnast gamlir. Með lokunum þessara stofnana og fíutningi þroskaheftra á sambýli (það er að segja út í samfélagið) kom ýmislegt í Ijós sem enginn virtist hafa gert ráð fyrir og það er að með auknum lífsgæðum hinna þroskaheftu eltust þeir líkt og aðrir. Þeir þroskaheftu voru orðnir sýnilegir. Þá kom einnig í ljós að líkamleg og andleg hrörnun hjá þroskaheftum getur verið vandamál, er málefni, og ekki síst að þroskaheftir verða gamlir. A sambýlin fluttust einstaklingar af stofnunum sem og úr heimahúsum. Sambýlin eru rekin samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. I kjölfar opnun sambýlanna og breyttum viðhorfum voru lög um málefni fatlaðra endurskoðuð. I IIV kafla 8. gr., (Stjtíð.A, nr.59/1992), segir meðal annars; „Veita skal fötluðum þjónustu sem miðar að því að gera þeim kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.“ Þessi grein laga er góðra gjalda verð svo langt sem hún nær. Á sambýlum þar sem einn einstaklingur þarfnast meiri umönnunar en aðrir til dæmis vegna öldrunar er ekki hægt að veita íbúum heimilisins þá þjónustu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt. Vandi viðkomandi sambýla er að fjöldi stöðugilda er ekki í neinu samræmi við þjónustuþörf. Þegar þannig er ástatt er ógerningur að halda uppi þeirri þjónustu, sem íbúarnir eiga rétt á samkvæmt lögum. Þá þarf að huga að því hvort aldraði íbúinn eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir aldraðir, eins og til dæmis heimaþjónustu eða vistun á stofnun fyrir aldraða. I lögum um málefni aldraðra (1989, nr.82,1. júní/lög um málefni aldraðra) 111. kafla.15.gr. er tekið fram að í hverju sveitafélagi skuli vera rekin heimaþjónusta fyrir aldraða. I IV kafla. 17.gr. í sömu lögum er rætt um fyrirkomulag öldrunarþjónustu og síðan fjallað ítarlega um stofnanaþjónustu fyrir aldraða í 18.gr. Lög um málefni aldraðra eiga að ná ril allra aldraðra en ná lögin til þroskaheftra þar sem þeir eru undirmálshópur? Forvitnilegt er að velta fyrir sér hvort þroskaheftur einstaklingur, sem náð hefur 67 ára aldri sé talinn aldraður eða þroskaheftur. Atriði sem þetta getur vafist ótrúlega mikið fyrir opinberum þjónustuaðilum. Öll öldrunartengd þjónusta er miðuð við 67 ára aldur og mætti þá ætla að þeir þroskaheftu sem búa á sambýlum sitji við sama borð og aðrir aldraðir en því er ekki alltaf þannig varið. Félagsmiðstöðvar aldraðra veita heimaþjón- ustu eins og til dæmis heimilishjálp. Einn viðmælandi minn hafði sótt um heimaþjónustu fyrir einn þjónustu- þega en var bent á af viðkomandi félagsmiðstöð, að sambýlið ætti að sinna þessum málum, það væri ekki í þeirra verkahring. Hinsvegar voru viðmælendur mínir mjög ánægðir með alla læknis — og heimahjúkrunarþjón- ustu, sem þjónustuþegar þeirra höfðu fengið frá viðkom- andi heilsugæslustöðvum. Varðandi fjárhaginn má nefna að fatlaður einstaklingur fer af örorkubótum yfir á ellilífeyri á 67. aldursári og miðað við hagtölur 1999 skertust bæturnar um 810 kr. á mánuði eða sem svarar 9.720 kr á ári. 19

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.