Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 21

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 21
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands tí' Búseta fatlaðs fólks Hrönn Kristjánsdóttir þroskaþjálfi skrifar Inngangur Á síðasta ári lagði ég stund á nám til B.Ed.-gráðu við KHI. Viðfangsefni lokaritgerðar minnar var búsetuþjónusta við fatlað fólk. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð til að leita svara við spurningunni „Hvað felur sjálfstœð búseta fatlaðra í Reykjavík í sér?\ Gerð var athugun á sjálfstæðri búsetu fatlaðs fólks á vegum stærstu þjónustuaðilanna í borginni, þ.e. hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að fá fram hvaða þjónustu þessir aðilar veita í sjálf- stæðri búsetu og hverjir séu sameiginlegir þættir hennar. Einnig hvaða hugmyndafræði liggi að baki þjónustunni og hverjir séu helstu styrk- og veikleikar þjónustunnar. I rannsókninni beindist athyglin fyrst og fremst að stöðu þroskahefts fólks. í þessari grein er ekki fjallað um rann- sóknina sem slíka heldur þá hugmyndafræði sem byggt var á í ritgerðinni. Hugmyndafræði og nýjar skilgreiningar Hugmyndafræðingar á borð við Danann Bank-Mikkelsen, Svíann Bengt Nirje og Þjóðverjann Wolf Wolfensberger hafa á síðustu áratugum, ásamt fleiri fræðimönnum, þróað kenningar og hugmyndafræði í málefnum fatlaðra. Þær byggja í grundvallaratriðum á að draga úr fötlunaráhrifum samfélagsins á fólk sem býr við fötlun, á fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og að tekið sé mið af þörfum hvers og eins. I hugmyndafræðinni koma fram skilgreiningar á ýmsum hugtökum sem áður voru óþekkt. Nirje setti m.a. fram skilgreiningu á því hvað fælist í „eðlilegu lífi“ sam- kvæmt eftirfarandi: „Eðlilegur dagsferill þar sem matar- og hvíldartími er eins og almennt gerist, tímar og mynstur, eðlilegt verklag, mismunandi athafnir á mismunandi stöðum eftir eðli þeirra innan heimilis sem utan, eðlilegur ársferill sem tekur mið af athöfnum eftir árstíðum, eðlilegir þróunarþættir og eðlilegur lífsferill, tillit tekið til óska og vals einstaklingsins, eðlilegt samband við hitt kynið, fjárhagslegt viðmið og búseta sem tekur mið af formi, stærð og staðsetningu húsnæðis.“ Til eru ýmsar aðferðir við að skilgreina einstaklings- bundnar þarfir. Fatlaðir hafa sömu grundvallar þarfir og aðrir einstaklingar, þ.e. þörf fyrir öryggi, fyrir eigið heimili og fjölskyldu, þörf fyrir atvinnu sem veitir áskorun, þörf fyrir virkni sem gefur lífinu tilgang, ásamt þörf fyrir inni- haldsrík félagsleg samskipti. Auk þess hefur allt fólk, fatlað sem ófatlað, sérstakar einstaklingþarfir. Sumir hafa einfaldar þarfir en aðrir margar og fjölþættar þarfir. í gegnum tíðina hafa slíkar sérþarfir fólks verið það viðmið sem stuðst hefur verið við og því mynduðust sérstakir hópar í samfélaginu. Þjónustan þróaðist síðan í samræmi við þarfir þessara hópa. Sérþarfirnar voru grunnurinn að flokkun, greiningu og aðgerðum þjónustukerfanna. Þjónustutilboðin tóku því ekki mið af almennum þörfum fólks, eins og þörfinni fyrir að eiga sitt eigið heimili, fyrir menntun, að vera þátttakandi í menningar og tómstundalífi o.s.frv. heldur fyrst og fremst af sérþörfunum (Kristiansen, 1993:20, 93 og 99). Um 1980 skilgreindi Bandaríski fræðimaðurinn John O'Brien fimm þjónustusvið til að bæta lífsgæði fólks með fötlun. Þessi svið eru þekkt sem fimm framkvæmdasvið til að koma á eðlilegum lífsgæðum. Stundum er vitnað til þeirra sem „uppfærslu félagslegs hlutverks“ en þau eru: Sýnileiki í samfélaginu. Rétturinn til að vera þátttak- andi í samfélaginu og til að vera samvistum við aðra einstaklinga í frístundum. Tengsl. Rétturinn til að vera í mikilvægum tengslum við ófatlaða einstaklinga. Val. Rétturinn til að velja í stóru sem smáu. Innifalið er val á búsetu og með hverjum hann eða hún vill búa. Hæfni. Rétturinn til að þjálfa nýja leikni og til þátttöku í þýðingarmikilli iðju eða starfsemi með þeirri aðstoð sem nauðsynleg er. Einnig rétturinn til hagnýtrar og tilfinn- ingalegrar samfélagslegrar aðstoðar. Virðing. Rétturinn til að vera virtur sem manneskja og ekki meðhöndlaður sem annars flokks einstaklingur. Að líta á þroskaheft fólk fyrst og fremst sem einstaklinga og að hjálpa þeim til að lifa við eðlilegan lífsstíl, hefur krafist grundvallar breytinga á mati og viðhorfi gagnvart þeim. Sjálfstæð búseta er möguleg fyrir þroskaheft fólk, en hún er ekki enn það viðmið sem almennt er gengið út frá. Breytingar sem hafa þýðingu fyrir einstaklinginn eru stundum ekki mögulegar með tilliti til gildandi reglna og 21

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.