Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 22

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 22
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands skoðana. Aðgerðir þjónustukerfanna fara eftir reglum og skoðunum; möguleikarnir eru takmarkaðir. Þegar menn hætta að velta fyrir sér vali utan gildandi reglna og skoðana, minnka möguleikarnir enn meira. Hugmyndir og möguleikar einstaklinga um ákjósanlega framtíð minnka til að aðlagast því sem kerfið hefur upp á að bjóða, einstaklingurinn sveigir sig undir form kerfisins (Bull, 1998:216-217). Bandarísku fræðimennirnir Julie A. Racino og Steven J. Taylor segja, að ein aðferðin til að koma á breytingum sem bæta lífsgæði fatlaðra, sé að skipuleggja framtíðina með litlum hópi einstaklinga (t.d. fimm eða sex). Með því móti sé mögulegt að koma auga á þær breytingar sem þurfi að eiga sér stað. Breytingar á reglum, lagasetningum, stefnum, íjármögnun og þjálfun, sem geri einstaklingum kleift að fá þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda til sjálfstæðrar búsetu. Þar sem þjónustukerfin séu öll byggð á stöðluðum hugmyndum, sem bera merki gamalla ályktana um fatlaða einstaklinga, séu oft hindranir í vegi sem þurfi að yfirstíga, sérstaklega í _vel þróuðum11 kerfum (Racino, Walker, O'Connor og Taylor, 1993:52). Þjónustukerfin hafa gefið sér þær forsendur að slcilgreina mismunandi þjónustu og búsetustig út frá umfangi þjónustu, en ekki út frá þeirri grunnhugsun að verið sé að fjalla um heimili fólks. Fram kernur í umfjöllun Rannveigar Traustadóttur í Tímariti Þroskahjálpar (1997) að ný hugmyndafræði um búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk hafi verið að ryðja sér til rúms víða um lönd undanfarin ár. Hugmyndafræðin byggir helst á því að horfið er frá stofnanabundinni búsetuþjónustu, en í staðinn er áhersla lögð á stoðþjón- ustu. Stofnanabundin þjónusta er bundin við vissar stofnanir eða byggingar og veitir mjög takmarkaða möguleika á sveigjanleika eða einstaklings úrræðum. I slíku kerfi eru fjármagnið og þjónustan bundin stofnuninni eða byggingunni og þarf fólk að búa eða dvelja í byggingunni til að fá þjónustuna. Fjármagnið fylgir byggingum en eldci einstaklingum. Stoðþjónusta einkennist aftur á móti af því að hún er einstaklingsbundin og sveigjanleg. Þegar hún er skipulögð er byrjað á einstaklingnum og gengið út frá því hvaða þarfir hann eða hún hefur, t.d. um það hvar, hvernig og með hverjum hann eða hún vill búa. Stoðþjónustan er löguð að breytilegum þörfum og lífsaðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Einstaklingurinn þarf ekki að búa eða dvelja í tiltekinni byggingu til að fá þjónustuna. Fjármagnið fylgir einstaklingum, eldci byggingum öfugt við hið gamla kerfi. Kostir þessa nýja fyrirkomulags eru ótvíræðir og fela fyrst og fremst í sér að einstaklingsþörfum fyrir þjónustu er mætt. Grundvallarreglan er sú, að fatlaðir eigi rétt á að búa á eigin heimilum úti í samfélaginu með þeim stuðningi sem nauðsynlegur er. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á að fatlaðir séu húsráðendur á sínu eigin heimili og það að búa á eigin heimili tengist ekki síst tilfinningum öryggis og frelsis. Einstaklingsmiðuð þjónusta Víða í hinum vestræna heimi hefur fatlað fóllc sótt fram í réttindabaráttu sinni og krafist jafnréttis á við ófatlaða. Þar á meðal að hafa rétt til að ákveða hvar og með hverjum þeir búa, að fá einstaklingsmiðaða þjónustu en ekki hópmiðaða og að hafa meiri áhrif á eigið líf. Ef litið er til hinna Norðurlandanna þá er þjónusta í sjálfstæðri búsetu fatlaðra víða þróaðri en hér á landi. I Svíþjóð eru t.d. tvenn lög, sem tóku gildi 1994, sem heimila þjónustu sem byggir á svo nefndu aðstoðarmannakerfi. Lögin eru innan ,,Handicapplagen“ (LASS, lag om assistans- ersáttning). Lög þessi kveða á um stuðning og þjónustu fyrir fatlað fólk og rétt þeirra til aðstoðarmanns í stað hefðbundinnar þjónustu eins og t.d. heimaþjónustu, liðveislu, eða heimahjúkrunar. Hinn fatlaði sækir um til Tryggingastofnunar sænska ríkisins, stofnunin gerir úttekt á þörfinni og leggur síðan fram tillögur um þjónustu- magn. Hinn fatlaði fær ákveðna upphæð til þess að ráða aðstoðarmann, einn eða fleiri, beint frá bæjarfélaginu. Hann getur ráðið aðstoðarmanninn sjálfur eða fengið einhvern annan til þess t.d. ættingja, fyrirtæki eða félag. Tilgangur laganna er sá að hinn fatlaði ráði sjálfur sem mestu um það hvernig þjónustan er og á hvaða hátt hún nýtist honum sem best til að lifa sjálfstæðu lífi. I þessari þjónustu er áhersla lögð á að takmarka fjölda starfsfólks, en fatlaðir óska sjálfir eftir að hafa sem fæst starfsfólk. Starfsfólk er ráðið til að þjónusta einstaklinginn, en ekki hóp, því þjónustan er sniðin að einstaklingsþörfum. Þessi lög hafa breytt lífi margra mikið fatlaðra til hins betra. Þeir sem eiga rétt á þjónustu samkvæmt lögunum eru m.a. þroskaheft fólk, fólk með einhverf einkenni, hreyfi- hamlað fólk og geðfatlað fólk sem er yngra en 65 ára og þarf á einstaklingsmiðaðri þjónustu að halda, alls 20 tíma eða meira á viku. Hér á landi eru dæmi þess að mikið fatlað fólk hafi flutt af stórum stofnunum í sjálfstæða búsetu í almennri íbúðarbyggð. Á Isafirði er dæmi um unga mikið þroska- hefta konu sem flutti af sólarhringsstofnun í leiguíbúð í fjölbýlishúsi. Hún þarf þjónustu allan sólarhringinn og er þjónustan sniðin að þörfum hennar. Reynslan af þessari nýju þjónustu hefur sýnt að helstu kostir einstaldings- miðaðrar þjónustu eru m.a: áberandi betri líðan einstakl- ingsins, áhrif og ákvarðanatalca um eigið líf, bætt samslcipti við ættingja, vini og starfsfóllc og aukin þátttalca í samfélaginu. Starfsfólkið er ráðið til að þjónusta einstaldinginn en ekki hóp eins og fyrirkomulagið er á sambýlum og öðrum stofnunum (Hlynur Þór Magnússon, 1999). I þessu tilviki hefur verið sýnt fram á að elcki má vanmeta getu fólks og með því að skapa einstaldingnum tækifæri til sjálfstæðara lífs styrkist staða hans í samfélaginu. Einstaklingsmiðuð þjónusta hefur stuðlað að því að lífsgæði einstaldingsins og virðingarstaða í samfélaginu hafa aukist til muna. 22

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.