Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 23

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 23
Afmaelisblað Þroskaþjálfafélags íslands ííí Niðurlag Hér hefur verið fjallað um hugmyndafræði í búsetumálum fatlaðs fólks sem byggir á þeirri grundvallarsýn að tekið er mið af einstaklingsþörfum hvers og eins við uppbyggingu, skipulagningu og framkvæmd þjónustu. Á tímum blöndunar og samfélags án aðgreiningar stingur það óneitanlega nokkuð í stúf að tala um sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks. Hver vegna er ekki talað um heimili eins og hjá þorra fólks í þessu landi? Fullorðið fólk, sem flutt er úr foreldrahúsum, á sér sitt eigið heimili án þess að það sé skilgreint nokkuð nánar. En málið er ekki svona einfalt þegar þeir sem þurfa á samfélagslegri þjónustu að halda eiga í hlut. Hin opinberu þjónustukerfi gefa jafna þeirri þjónustu sem þau veita ákveðin heiti. I þessu samhengi má benda á að við undirbúning og framkvæmd þess þegar þjónusta við fatlað fólk verður hluti af almennri félagsþjónustu þessa lands skapast tækifæri til að útrýma sérheitum á heimilum þeirra. Það gæti t.d. verið einn liður í að hverfa frá stofnanabundinni þjónustu og taka upp einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem þarfir og óskir hvers og eins væru hafðar að leiðarljósi. Þeir sem hafa áhuga á að lesa ritgerðina í heild sinni er bent á að eintak af henni liggur frami á bókasafni þroskaþjálfaskorar KHI, ritgerðin ber heitið „Búseta fatlaðs fólks á nýrri öld“. Með félagskveðju. Hrönn Kristjánsdóttir þroskaþjálfi. Heimildir: Bull, R. (Ritstj.). (1998). Housing Options for Disabled People. London og Philadelphia: Jessica Kingsley Publishers. Hlynur Þór Magnússon (1999). Af búsetu í eigin íbúð. Tímaritið Þroskahjálp 21,4:17-28. Kristiansen, K. (1993). Normalisering og Verdsetjing av Sosial Rolle. Oslo: Kommuneforlaget. LASS (Lag om assistansersáttning). (2000). Vefslóð: http-.Hwww. assistans. com/Tlass. html [21. janúar 2000.] Racino, J., Walker, P., O'Connor, S. og Taylor, S. (Ritstj.). (1993). Housing, Support and Community. Choices and Strategies for Adults with Disabilities. Baltimor, Maryland: Paul H. Brookes Publishing Co. Rannveig Traustadóttir (1997). Stoðþjónusta eða stofnun - hver er munurinn? Tímaritið Þroskahjálp 19,2:31-38. Þökkum eftirfarandi veittan stuðning Olíufélagið hf Esso, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík Orkuveita Reykjavikur, Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík Plexiform ehf, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfjörður Póstmannafélag íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Rafveita Hafnarfjarðar, Hverfisgötu 29, 220 Hafnarfjörður Reynir bakari ehf, Dalvegi 4, 200 Kópavogur Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Reykjavík Ríkisútvarpið Rúv, Efstaleiti 1, 103 Reykjavik Ræsir hf, Skúlagötu 59, 105 Reykjavík S B S innréttingar, Hyrjarhöfða 3, 112 Reykjavík S. Ármann Magnússon, Skútuvogi 12j, 104 Reykjavík Safamýrisskóli, Safamýri 5, 108 Reykjavík Salatbarinn hjá Eika, Fákafeni, 108 Reykjavík Sambýlið, Kveldúlfsgötu 2, 310 Borgarnes Samkaup, Hafnargötu 62, 230 Keflavík Samvinnuferðir Landsýn, Austurstræti, 101 Reykjavík Sautján hf, Laugavegi 91, 101 Reykjavík 23

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.