Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 25

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 25
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands U Norsku lögin um valdbeitingu og þvingun í meðferð þroskaheftra Kristrún Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi skrifar 1. janúar 1999 tók gildi viðbótarkafli við norsku félags- þjónustulögin. Lagakaflinn fjallar um það hvenær og við hvaða aðstæður er leyfilegt að beita valdi og þvingunum í meðferð þroskaheftra og hvaða skilyrði þarf að uppfylla áður en hægt er að taka slíka ákvörðun. Lagakaflinn skal gilda í 3 ár og verður þá endurskoðaður. Markmið með lagasetningunni er að draga úr beitingu þvingunar í meðferð og tryggja að önnur úrræði séu fullreynd áður en til þvingunar og valdbeitingar kemur. En um leið eru í lögunum reglur um hvenær og hvernig heimilt er að beita þvingunum. Reglurnar hafa það markmið að veita þroskaheftum nauðsynlega hjálp með fullri virðingu fyrir manneskjunni sem um er að ræða. Engin önnur sjónarmið eiga að ráða, ekki faglegur metnaður, ekki fjárhagur sveitarfélagsins og ekki ótti við að segja frá þegar einhverjum er gerður óréttur. Af hverju lagasetning? Hér í Noregi hefur á undanförnum árum orðið mikil breyting á þjónustu við þroskahefta. Markmið þeirra breytinga hefur verið að auka lífsgæði þroskaheftra með því að bæta aðstæður þeirra. Normalisering, blöndun og það að færa þjónustuna frá ríki til sveitarfélaga voru allt leiðir að þessu markmiði. En um leið beindust augu manna að íbúum stórra stofnana og þeirra aðstæðum og réttaröryggi. Margir töldu að á stofnununum hefði þróast „menning“ þar sem ekki giltu almennar siðferðisreglur og reglur um réttaröryggi sem hafa bæri í heiðri í allri meðferð. Og að stofnanirnar ykju frekar en minnkuðu alvarleg atferlisfrávik. A fyrstu bjartsýnisárunum þegar farið var að loka deildum og stofnunum gerðu menn sér vonir um að alvarleg atferlisfrávik hyrfu að mestu. 1990 sendi Félagsmálaráðuneytið Stórþinginu skýrslu um aðstæður þroskaheftra og benti á að auka þyrfti eftirlit með þjónustu þeirri sem sveitarfélögin veittu þroskaheftum og að réttaröryggi í svo „opinni þjónustu“ þyrfti að auka þ.e. réttaröryggi þjónustuþega og þjónustuveitenda. Fram að þeim tíma er þessi lagakafli tók gildi giltu almenn hegningarlög um þær kringumstæður þegar starfs- fólk í þjónustu við þroskahefta beitti þvingunum. Það er að segja það var ekki bannað að nota þvingun í neyðar- aðstæðum. Mikið af þeirri skaðlegu hegðun sem stundum sést hjá alvarlega þroskaheftum er hegðun sem endurtekur sig oft og því getur þurft að bregðast við henni oft á dag. (Sjálfsskaðandi atferli eða atferli sem veldur öðrum skaða). En fyrir starfsfólk sem vinnur við þær aðstæður að þurfa oft að beita þvingunum er það óásættanlegt að gera það undir því loforði að þeim verði ekki hegnt fyrir slíkt. Um þessar aðstæður töldu Norðmenn að setja þyrfti sérstakar reglur. 1994 kortlagði Félagsmálaráðuneytið notkun þvingunar í meðferð þroskaheftra og niðurstaðan var m.a. sú að þvingun var ekki eingöngu beitt í neyðaraðstæðum og einnig sú að ekki allar aðgerðir voru réttlætanlegar. Þeir komust einnig að því að réttlætanlegar aðgerðir voru notaðar þó ekki væri um að ræða neyðaraðstæður. Ákveðið var að setja strangar reglur til að draga úr notkun þving- unar og tryggja að allt væri reynt áður en að til þess kæmi. Settar hafa verið ákveðnar kröfur um gæði þjónustunnar og starfsfólk sem notar aðgerðir sem hafa í för með sér þvingun þarf að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur. Lög og reglugerðir hér (í Noregi) setja miklu strangari reglur um málsmeðferð, siðferðileg álitamál og faglega kunnáttu við notkun þvingunar og valdbeitingar en gerist á hinum Norðurlöndunum. Lögin Eg ætla ekki að reyna að þýða lögin frá orði til orðs eða fjalla um hverja einstaka grein þeirra heldur reyna að koma efninu til skila með þeim skýringum sem ég tel ástæðu til. Markmið laganna er að tryggja að þjónusta við þroska- hefta sé veitt með þeim hætti að þeir fái notið virðingar og sjálfræðis. Að enginn sé beittur þvingun eða valdi án þess að algera nauðsyn beri til og aðrar aðferðir hafi verið reyndar fyrst án árangurs. Fólk er misjafnt og hefúr misjafna möguleika til að sjá um sig sjálft og greina rétt frá röngu en allir eiga að njóta sömu mannréttinda. Valdbeiting skal vera neyðarúrræði háð ákveðnum reglum og eftirliti. Þessi lagakafli á eingöngu við um beitingu þvingunar gagnvart fólki sem er þroskaheft (psykisk utviklings- hemmet). Hafi fólk ekki þá greiningu fæst ekki leyfi til 25

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.