Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 26

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Side 26
1 Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands valdbeitingar eða þvingunar. Lögin gilda eingöngu um fólk sem fær þjónustu skv. félagsþjónustulögunum enda er kaflinn viðbót við þau. Lögin skilgreina valdbeitingu og þvingun sem hverja þá aðgerð sem þjónustuþegi setur sig á móti eða aðgerðir sem reikna má með að hafi svo neikvæð áhrif að þær teljast þvingun þrátt fyrir að þjónustuþegi setji sig ekki á móti því. Venjuleg munnleg fyrirmæli eða leiðréttingar, og handleiðsla án handstýringar eða annarra líkamlegra leið- beininga telst ekki þvingun eða valdbeidng. Þetta þýðir í raun að hver sú aðgerð sem þjónustuþegi streitist á móti eða segist eleki vilja þrátt fyrir að hann láti sig síðan hafa það er þvingun. Þetta gildir hvort sem við tölum um eitthvað sem einstaklingurinn vill ekki gera, eða um eitthvað sem hann vill gera en við reynum að stöðva. Þvingun getur verið - að fá einstaklinginn til að gera eitthvað, - að fá hann til að láta vera að gera eitthvað, - að einstaklingurinn má þola einhverjar aðgerðir (okkar), - stöðvun eða leiðrétting með notkun líkamlegrar þving- unar. Alltaf þegar við veltum fyrir okkur hvort eitthvað sé þvingun verðum við að hafa í huga möguleika þjónustu- þegans á að setja sig á móti gerðum okkar og ákvörðunum. Ekki má gleyma að hugsa um reynslu hans af meðferð, og yfirleitt um lífsreynslu hans. Allar þær aðgerðir sem gera má ráð fyrir að valdi líkam- legum eða andlegum óþægindum og ætla má að flestir myndu setja sig á móti, teljast þvinganir jafnvel þó sá þroskahefti setji sig ekki á móti þeim. Neyðar- og viðvörunarkerfi sem ekki er truflandi flokk- ast ekki undir valdbeitingu eða þvingun hafi hinn þroska- hefti samþykkt það. Oll þau úrræði sem ákveðin eru verða að vera heimild, skv. lögunum þ.e. uppfylla allar kröfiur laganna, en þau verða líka að vera faglega og siðferðilega verjandi. Og gildir það bæði um aðferðir sem notaðar eru og sjálfa aðgerðina eða meðferðina. I ákvörðuninni skal leggja sérstaka áherslu á hversu mikil áhrif úrræðið hefur á virðingu og sjálfs- vitund þjónustuþega. Auk þess má aðgerðin aldrei ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu og hún verður að vera í samhengi við markmiðið. Aðrar aðferðir verða að hafa verið reyndar áður en gripið er til þvingunar eða rökstyðja verður af hverju það hefur ekki verið gert. Notkun hegninga og niðurlægjandi meðferðar eru aldrei leyfilegar. Gerðar eru kröfur um að notaðar séu viðurkenndar aðferðir sem eru þekktar og hafa verið rannsakaðar og gerð er krafa um að hægt sé að skrá og mæla árangur og eða afleiðingar úrræðisins. Gerð er krafa um að aðstæður þjónustuþega hafi verið skoðaðar þ.e. heildarmynd sé fengin af þjónustutilboði hans, áhugamálum, vandamálum og möguleikum hans á að sinna sínum áhugamálum og að fá aðstoð vegna sinna vandamála. Skoða verður hversu mikil frelsissvipting felst í úrræðinu, hversu óþægilegt er það fyrir þjónustuþegann, hversu mikinn líkamlegan styrk þarf að nota til að framfylgja meðferðinni og hversu langan tíma tekur að framkvæma þvingunina. Mikilvægt er að velta fyrir sér hversu óvenjuleg aðgerðin er, í hvaða aðstæðum er hún framkvæmd, skoða þarf sérstaklega hvernig má reikna með að þessi ákveðni einstaklingur upplifi þessa ákveðnu aðgerð. Hegðun og gildismat starfsmanns á meðan hann beitir þvinguninni getur verið afgerandi fyrir upplifun þjónustuþega af valdbeitingunni. I leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út vegna þessarar lagasetningar er reyndar bent á ákveðna leið til að meta siðferðilega réttlætingu og það er að spyrja sig hvernig myndi þér líða væri þessari aðferð beitt gagnvart þér og af þessu sama starfsfólki. Ymsar ytri aðstæður verður að uppfylla áður en hægt er að samþykkja og setja í gang úrræði sem hefur í för með sér þvinganir. Tryggja þarf að allt hafi verið gert áður en til þvingunar kemur þar getur verið um að ræða að breyta heimilisaðstæðum viðkomandi, hugsanlega þarf hann að búa einn. Kannski hefur hann eldd fengið alla þá þjónustu sem hann á rétt á. Kannski þarf að auka verulega áherslu á þjálfun t.d. tjáningarþjálfun. Sveitarfélagið verður að tilnefna einhvern sem ber faglega ábyrgð á úrræðinu. Þar er yfirleitt um að ræða þann sem hefur faglega ábyrgð á þjónustunni á staðnum, hann verður að þekkja vel þjónustuþegann, taka þátt í meðferðinni, geta handleitt aðra starfsmenn og meta hvort þeir teljast hæfir til að veita meðferð sem hefur í för með sér þvingun eða valdbeitingu. Þegar beitt er þvingunum skulu alltaf vera tveir starfs- menn til staðar, a.m.k. annar þeirra skal hafa 3ja ára háskólamenntun sem inniheldur þekkingu á þeim aðferð- um notaðar eru og þekkingu á þroskahömlun. I fram- kvæmd er hér um að ræða þroskaþjálfa, aðrar stéttir teljast ekki hafa þessa kunnáttu þó auðvitað finnist einstaklingar innan annarra stétta sem hafa mikla þelíkingu á þroska- hömlunum og aðferðum atferlismótunar. Hinn starfs- maðurinn þarf að hafa lágmarksmenntun á sviði uppeldis, eða heilbrigðisgreina frá framhaldsskóla. Þessir starfsmenn skulu virka sem eftirlit hvor með öðrum og skulu geta leiðrétt hvor annan. Gert hefur verið ráð fyrir að þeir starfsmenn sem vinna á heimilum þroskaheftra með alvarleg atferlisfrávik séu þeir sem best séu færir um að veita þjónustu sem krefst þvingunar. Þeir þekkja einstaklinginn best, og hann ætti að treysta þeim best. Á heimilinu sé hinn þroskahefti öruggastur en um leið er þar mest ráðist inn á einkalíf hans og því má ekki gleyma. Samkvæmt lögunum má nota valdbeitingu og þvingun í eftirfarandi tilfellum: 26

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.