Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Qupperneq 27

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Qupperneq 27
Afmælisblafl Þroskaþjálfafélags Islands U a) Sem aðgerð til að koma í veg fyrir skaða í einstaka tilfellum þ.e. að einstaklingurinn skaði sig eða aðra. Þá er um að ræða neyðaraðgerð sem þjónustuveitandi tekur ákvörðun um á staðnum. Sé tekin ákvörðun um slíkt ber að gefa skriflega skýrslu til þess sem ber ábyrgð á þjónust- unni, til fylkismanns og til forráðamanns. b) Sem aðgerð til að breyta alvarlegu atferli. Akvörðun um að nota þvingun sem iið í að breyta atferli þarf að tilkynna til fylkismanns. Sýna þarf fram á að aðrar aðferðir hafi verið reyndar án árangurs. Einnig þarf að sýna fram á að líklegt sé að þessi ákveðna leið muni skila árangri. Að hún sé siðferðilega réttlætanleg og að til staðar sé hæft starfsfólk. Mikið er lagt upp úr að allt hafi verið reynt áður en þvingun er valin en um leið er bent á að hinn þroska- hefti á rétt á að beitt sé meðferð sem feli í sér þvingun ef það er það sem hann þarf. Það er líka verknaður að láta vera að bregðast við aðstæðum. Slíkar ákvarðanir á að taka af fagmennsku og gæta þess vel að það sé gert með þeim hætti að þjónustuþegi verði fyrir sem minnstri þvingun en fái út úr þessu betra líf. c) Sem umönnunaraðgerð þar sem ekki hefur tekist að breyta alvarlegu atferli eða það er metið sem augljóslega gagnslaust að reyna það. Tilkynna ber slíka aðgerð strax til þess sem ber ábyrgð á þjónustunni. Sé um að ræða aðgerð sem endurtekur sig oft ber að líta á það sem aðstæður sem þurfi samþykki fylkismanns. d) Aðvörunarkerfi sem ekki trufla líf einstaklingsins heldur aðvara aðeins vegna yfirvofandi hættu eru leyfð t.d. tæki sem lætur vita um krampa. Hótanir og að beita röddinni sem ógnun eru ekki leyfð enda ekki talið faglega eða siðferðilega verjandi. Aldrei má loka fólk inni án þess að til staðar sé starfsmaður. Þessar reglur gilda eldci um þvinganir vegna lyfjagjafa, læknisrannsókna eða þvingandi læknismeðhöndlunar. Aðgerð sem fengið hefur verið leyfi fyrir skal vera í stöðugri endurskoðun og skal hætt strax ef í ljós kemur að hún hefur ekki fyrirsjáanlegar afleiðingar eða að hún hefur ófyrirsjáanlegar neikvæðar afleiðingar. Eftir að aðgerðinni er lokið skal faglegur ábyrgðarmaður gera skýrslu þar sem metinn er árangur af aðgerðinni og framkvæmdin er metin. Skýrslan sendist fylkismanni, sérfræðiþjónustu fylkiskommúnunnar, forráðamanni og aðstandendum. Akvörðun um meðferð sem felur í sér þvingun skal tekin af faglegum yfirmanni þjónustunnar. Sérfræðiþjón- usta Fylkiskommununnar skal aðstoða við skipulag og framkvæmd aðgerðarinnar. Meðferðarúrræðið skal sett upp skriflega og skal inni- halda: a) Nafn þjónustuþega stað og stund sem úrræðið gildir fyrir. b) Lýsingu á aðstæðum þjónustuþega og faglegt mat á þeim. c) Lýsing á aðferðum sem beita slcal og faglegur rök- stuðningur fyrir þeim. d) Ákvörðun um tímamörk sem gilda um aðgerðina. e) Staðfesting á að skilyrði laganna séu uppfýllt. f) Gefa slcal upp hver er faglega ábyrgur fyrir aðgerðinni. g) Hvaða handleiðsla, ráðgjöf og eftirlit fer fram. h) Hvernig skráningu og skýrslugerð um aðgerðina skal háttað. Ákvörðun um notkun þvingunar í hættuástandi skal tekin af þeim sem hefur daglega ábyrgð á starfseminni eða ef ekki er tími til þess af þeim sem veitir þjónustuna. Tilkynning skal strax send þeim sem er faglega ábyrgur fyrir þjónustunni, fylkismanni og forráðamanni. Tilkynningin skal veita upplýsingar um kærumöguleika og skrá skal það sem fram kemur í a-f. Forráðamenn skulu fá upplýsingar um aðgerðina áður en tekin er ákvörðun og fá upplýsingar um eftirlit og ráðgjöf fylkismanns. Það er að segja ef ekki er um að ræða hættu- aðstæður sem bregðast þarf við þá er tilkynning send eftir á. Hafi einstaklingurinn ekki forráðamann skal hann til- nefndur, í sumum tilfellum hefur verið skipaður sérstakur forráðamaður sem gætir réttar hins þroskahefta eingöngu vegna úrræða samkvæmt þessum lagakafla. Ákvörðun um aðgerð sem inniheldur valdbeitingu eða þvingun skal send fylkismanni til umsagnar. Akvörðunin skal jafnframt send sérfræðiþjónustu fylkiskommúnunnar, forráðamanni og aðstandendum sem geta gert athuga- semdir til fylkismanns. Frestur til að gera athugasemdir er vika frá móttöku tilkynningarinnar. Meðferðina má ekki hefja fyrr en fylkismaður hefur samþykkt hana. Fylkismaður getur skoðað allar hliðar málsins. Fylkismaður skal gefa forráðamönnum og aðstand- endum upplýsingar um kærufrest og kæruferli. Akvörðunina er hægt að kæra, það geta aðstandendur, þjónustuþegi, eða forráðamenn gert. Fylkismaður getur skoðað allar hliðar málsins. Ákvörðunina geta sömu aðilar kært til fylkisnefndar um félagsleg málefni. Einnig er hægt að kvarta yfir hvernig aðgerðin er framkvæmd. Hægt er að velja sérstaklega fólk til að fjalla um þetta en að öðru leyti gilda venjulegar reglur félagsþjónustulaganna um kærur. Aðgerðina er hægt að fara með fyrir dómstóla og er sækjandi þá annaðhvort, þjónustuþegi, aðstandendur eða forráðamaður. Frestur til að kæra er tveir mánuðir frá því sækjandi fékk tilkynningu um aðgerðina. Að öðru leyti gilda venjulegar reglur um dómsmál. Sveitarfélagið ábyrgist að aðstæður séu með þeim hætti að minnst möguleg þvingun eigi sér stað. I viðbót við þjálfun sem veita ber hinum þroskahefta s.s. atferlismótun, tjáskiptaþjálfun eða önnur þjálfun sem gera má ráð fyrir að geti bætt aðstæður hans, skuldbindur sveitarfélagið sig til að veita starfsmönnum faglega handleiðslu og ráðgjöf í framkvæmd aðgerða skv. þessum kafla. 27

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.