Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 28

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 28
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands Fylkiskommúnan skuldbindur sig til að sjá um að sérfræðiþjónusta þeirra hafi þekkingu og mannafla til að veita nauðsynlega aðstoð til sveitarfélaganna um aðgerðir samkvæmt þessum kafla. Reglur þessa kafla gilda einnig um starfsmenn sérfræði- þjónustu fylkiskommúnunnar ef þeir taka þátt í aðgerð- unum. Starfsmenn fylkiskommúnunnar geta tekið ákvörðun um meðferð sem inniheldur þvingunarúrræði og gilda þá sömu reglur um málsmeðferð. Ráðgefandi hópur skal fylgjast með hvernig lögin eru framkvæmd og skoða lagalegt öryggi og faglega þróun. Ráðuneytið tilnefnir í hópinn og setur honum starfsreglur. Konungurinn getur sett nánari reglur um framkvæmd laganna. Fylkismaður skal fylgjast með að stofnanir og sambýli með sólarhringsþjónustu séu rekin í samræmi við lögin (félagsþjónustulögin) sama gildir um þennan kafla 6A. Hann getur skipað nefnd eða aðila til að framkvæma eftirlit. Eftirlit (heimsókn) getur farið fram án samþykkis íbúa og fylkismaður getur krafist upplýsinga þrátt fyrir þagnarskyldu starfsmanna. Eins og áður sagði eru þessi lög sett til reynslu og hafa ekki verið í gildi nema u.þ.b. eitt ár samt sem áður hafa þau velt upp mörgum spurningum og einnig hefur nú þegar verið skoðað hvort gera þurfi breytingar. Ég held þó að áhrifin af þessum lögum séu yfirleitt jákvæð, þau vekja alla starfsmenn sem vinna með þroskaheftum með alvarleg hegðunarfrávik og alvarlega sjálfsskaðandi atferli til umhugsunar. Eitt er að framkvæma aðgerð til að stöðva atferli sem við lítum á sem neikvætt annað er að gefa skriflega skýrslu um þá framkvæmd, rökstyðja ákvörðun sína og sýna fram á að allt hafi verið reynt áður en þvingun var beitt. I sumum tilfellum verður þó að viðurkenna að þau hafa valdið hinum fatlaða vandræðum og á það kannski helst við þann hóp alvarlega fatlaðra sem vegna aldurs síns og lífsreynslu hefur „óeðlilegan bakgrunn“ og á erfitt með að átta sig á umhverfi sem ekki setur skýr mörk og stöðvar þá líkamlega ef ekki annað dugar. I allri umræðu um þessi lög hefur siðferðisumræðan verið sterk og að takast á um siðferðileg álitamál hlýtur að styrkja okkur sem starfsmenn. Sú umræða opnar mikla möguleika til viðhorfavinnu meðal starfsmanna og dregur stundum fram í dagsljósið nýjar aðferðir til að takast á við vandamálin. Annað sem er mjög mikilvæg afleiðing af þessurn lögum er að allt skal reynt áður en til þvingunar kemur og má þá ekki horfa í kostnað. Mikil vinna hefur verið lögð í alls konar tjáskiptaþjálfun og að skipuleggja umhverfi hins fatlaða. Starfsfólk hefur fengið þjálfun og lögð er mikil áhersla á að vinna með viðhorf starfsmanna. I leiðbein- ingum frá Félagsmálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að þeir starfsmenn sem vinna skv. þessum lagakafla hafi tileinkað sér virðingu fyrir þeim þroskahefta og þyki vænt um hann. Það er líka mikilvægt að átta sig á að þeir sem starfa eftir þessum lagakafla og þurfa að beita þvingunum vinna í umhverfi sem er í raun mjög óeðlilegt. Hér er um að ræða vinnu með einstaklinga sem hafa alvarlegan sjálfs- skaða og eða alvarleg atferlisfrávik sem oft eru ofbeldi. Ef þú vinnur í ofbeldisumhverfi alla daga er oft stutt í að starfsmenn fari yfir leyfileg mörk og þeirra aðgerðir verði ófaglegar og ekki réttlætanlegar. Þess vegna verður vinnan með starfsfólkið ekki síður mikilvæg en vinnan með þann fatlaða. Ég vona að þessi grein mín komi einhverjum þroska- þjálfum að gagni og innlegg í umræðu sem er að byrja heima á Islandi. Ég er svo heppin að hafa í starfi mínu hér fengið tækifæri til að vinna eftir þessum lögum. Ég starfa á heimili gamals manns sem hefur lifað af langa og erfiða stofnanavistun og hefur lífsreynslu sem ekkert okkar vildi hafa, hann hefur um leið fundið sínar aðferðir til að lifa af. Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að bæta aðstæður hans í von um að það geti breytt atferli hans. Hvort við eigum eftir að sækja um leyfi til að beita þving- unum eða hvort einhverjar aðrar aðferðir duga á eftir að koma í Ijós. Heimildir: Rundskriv 1-41/98 til lov om sosiale tjenester m v. Rettigheter for og begrensning og kontroll med bruk av tvang og makt m v overfor enkelte personer med psykisk utviklingshemming. Sosial- og helsedepartementet nov. 1998. Petter Kramás, Lars Gunnar Lingás og Jan Skjerve: Tvang, makt og forsvarlighet. Juridiske, etiske og faglige sider ved sosialtjenesteloven kapittel 6A. Kommuneforlaget AS, Oslo 1999. Veileder om Sosialtjenesteloven Kap 6A om rettigheter, begrensninger og kontroll med bruk av tvang og makt overfor enkeltpersoner med psykisk utviklingshemming. Frá Bærum kommune júní 1999. Námskeið um „Alternative tiltak til tvang“ haldið af Bærum kommune 16. nóv 1999. Fyrirlesari Terje Grundhus sálfræðingur. Höfundur er Kristrún Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi. Hún útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Islands 1984 og starfar nú hjá Bærum kommune í Noregi. FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F 28

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.