Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 30

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Page 30
U Afmælisblað Þroskaþjálfafélags Islands líka. Aðrir hafa orðið daufblindir seinna á ævinni, fæðast annaðhvort heyrnarlausir og verða svo blindir eða fæðast blindir og verða heyrnariausir. Nokkrir eru fæddir með eðlilega sjón og heyrn en missa svo hvorutveggja vegna sjúkdóms, slysa eða elli. Samskiptaleiðir Samskiptaleiðir eru mjög mismunandi eftir hópum og fer til dæmis eftir því hvort viðkomandi hefur misst fyrr heyrn eða sjón. Helstu samskiptaleiðir daufblindra eru tal, táknmál, snertitáknmál sem byggir á því að halda í hönd þess sem talar og skynja táknin á þann hátt, blindraletur og fmgrastafróf. Við höfum unnið mikið með tölvur fyrir daufblinda sem hefur verið mjög spennandi. Tölvurnar hafa opnað mörgum nýjan heim bæði í samskiptum og í upplýsingaöflun. Með tölvupósti geta daufblindir átt samskipti hverjir við aðra gegnum blindraleturslyklaborð og haft þannig samskipti án milliliða í fyrsta sinn. Einnig eiga þeir kost á því í fyrsta skipti að tala við fólk sem ekki kann þeirra samskiptaleið. Lokaorð Reynsla mín í þessu starfi hefur sýnt mér það að vinna að málefnum daufblindra er geysilega umfangsmikið starf og krefst þekkingar á ýmsunt sviðum. Daufblindir eiga við margskonar vandamál að stríða bæði líkamleg, andleg og félagsleg og til að takast á við þau vandamál þarf starfs- maðurinn að hafa góða þekkingu og reynslu. Þar nýtist nám mitt í þroskaþjálfun ákaflega vel, þar sem tekið er á öllum þessum sviðum í náminu. Einnig er kennt sjálfstæði í vinnubrögðum og kynntar hinar ýmsu stofnanir sem tengjast málefnum fatlaðra. Þetta gerir manni kleift að hafa yfirsýn yfir þennan málaflokk. I þessu breytta og tæknivædda þjóðfélagi sem við lifum í eru gerðar sífellt meiri kröfur um aukna sérhæfingu og þekkingu. Nám í Þroskaþjálfaskóla íslands er góður almennur grunnur en ég tel mikilvægt að skólinn gefi möguleika á að sérhæfa sig meira á hinum ýmsu sviðum að námi loknu eins og ég hef kynnst í mínu starfi. tVSAMSKIP Miðstöðin sf. Stranduegi 65 • 900 Vestmannaeyjar REYKJANESBÆR HITAVEITA SUÐURNESJA 30 Hagi ehf

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.