Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2023, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.2023, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 255 V I Ð T A L Ólafur Már Björnsson, Hulda Brá Magna- dóttir, Jón Örvar Kristinsson og Hrönn Harðardóttir voru í 12 manna hópi sem kleif Kilimanjaro í febrúar. Þau fetuðu þar í fótspor fimm lækna sem toppuðu fyrr í sama mánuði. Mynd/gag Tvö klósett tjöld (kk og kvk) fylgdu okkur upp á Kilimanjaro. manna ferðahópnum sem þau tilheyra. Þegar þau eru beðin um að bera saman erfiði þessara útivistarferða þeirra segir Jón Örvar toppadagana á Kilimanjaro erfiðari en að fara í grunnbúðir Everest. Hrönn metur grunnbúðirnar erfiðari. „Ég fékk meiri hausverk í Nepal og lærði af því. Ég trappaði kaffi niður í einn bolla fyrir ferðina og fékk því engan hausverk.“ Þau lýsa þrautagöngu með litlum svefni. „Við gengum í nærri sólarhring með tveimur stoppum þar sem við reyndum öll að sofna en það var erfitt í þessari hæð,“ segir Jón Örvar. „Á toppadegi gengum við frá 8 að morgni til fimm og reyndum að sofa til klukkan ellefu og lögðum svo af stað í myrkrinu með höfuðljós. Við gengum alla nóttina í um 10,5 tíma og þá var klukkan orðin um tíu. Þá fengum við að sofa í þrjá tíma og gengum svo áfram niður í þúsund metra og þá fengum við loksins alvöru hvíld,“ lýsir Jón Örvar. Hulda grípur boltann. „Já, maður rotast alveg.“ Þau keppast við að lýsa aðstæðum. Hulda stekkur upp og lýsir gönguhraðanum rétt eins og hún væri í hægu break-dansspori. Þau hlæja. „Ef Drekkhlaðin rúta af farangri og glöðum ferðalöngum nýkomnum niður af Meru. Myndirnar úr ferðinni og kápumynd tók Ólafur Már Björnsson augnlæknir sem er annálaður myndasmiður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.