Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2023, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.2023, Blaðsíða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 431 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Halla Viðarsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Oddur Ingimarsson Ólafur Árni Sveinsson Sæmundur Rögnvaldsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Áskrift 23.400,- m. vsk. Lausasala 2340,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Eftirliti hefur verið komið upp á Landspítala með einstaklingum í mikilli hættu á að fá briskrabbamein. Fjörutíu greinast árlega og sami fjöldi deyr árlega úr þessu skæða krabbameini. Litlar framfarir hafa orðið í meðhöndlun þess síðustu tvo áratugi, segir yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Fólk í hááhættu á briskrabbameini undir eftirliti Landspítali hefur komið á fót hááhættueftirliti með áhættuhópum fyrir briskrabbameini. „Bú- ist er við að 500-1000 manns verði þar undir reglubundnu eftirliti,“ segir Sigurdís Har- aldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítala og dósent við Háskóla Íslands. Aðeins 2% þeirra sem greinast með krabba- mein fá það í bris. Þó er það fjórða algengasta ástæða allra dauðsfalla vegna krabbameina. „Einungis 10% þeirra sem greinast eru á lífi að fimm árum liðnum,“ sagði Sigurdís á málþingi um miðjan septembermánuð. „Litlar framfarir hafa orðið síðustu 20 ár en við vonumst til þess að geta bætt horfur og komið í veg fyrir þessi krabbamein í framtíð- inni,“ sagði Sigurdís. Hún greindi frá því að samhliða eftirlitinu yrði öllum sem koma í eft- irlitið boðin þátttaka í alþjóðlegri rannsókn. Eftirlitið og rannsóknin er að bandarískri fyrirmynd og tóku samningar um samstarf við miðstöðvar þar um eitt og hálft ár. „Þessi nýja eftirlitsmiðstöð gefur Íslandi afar mik- ilvægt tækifæri til að nýta þá þekkingu sem hefur myndast á þessu banvæna krabbameini, briskrabbameini,“ sagði Diane Simeone, pró- fessor í skurðlækningum og meinafræði á NYU Langone og forstöðumaður briskrabba- meinsmiðstöðvarinnar, við Læknablaðið að loknu málþinginu. Jessica Everett, CGC erfðafræðiráðgjafi á Perlmutter-krabbameinsmiðstöðinni í New York, bendir á að öll samvinna efli þátt tak- endur þegar hún spurð hvort Ísland væri ekki of lítið fyrir svona samstarf. „Nú þegar við höfum bundist böndum finnum við tilgang og jafnvel leiðir til að leysa þennan vanda.“ Simeone tekur undir: „Já, við skulum ekki vanmeta hvað ein manneskja eða deild getur gert. Einhver mun hugsa þessi mál á allt annan máta en mér hefði dottið í hug. Við fáum AHA-augnablik því einhver einhvers staðar hittir naglann á höfuðið.“ Briskrabbamein verður algengara með aldr- inum. Fleiri karlar en konur greinast og eru reykingar, mikil áfengisneysla, offita, sykursýki og krónísk brisbólga talin meðal helstu áhættu- þátta. „Aðaláhættuþættirnir eru samt erfðir,“ sagði Sigurdís á málþinginu. „Við mælum með því að ættingjar þeirra sem látast úr briskrabbameini hugleiði að fara í erfða- próf,“ segir hún við Læknablaðið. „Flestir eru þó í lágri áhættu, eða um 1% á lífsleiðinni, en við vilj- um ná til þeirra sem eru í meira en 5% áhættu.“ Forvarnir og snemmgreining verði lykilþáttur í að draga úr nýgengi þessa krabbameins. Fram kom að eftirlitinu verður stýrt í gegn- um erfðadeild Landspítala. Einstaklingarnir fara í segulómun og blóðprufu einu sinni á ári. „Við byrjum um fimmtugt nema fjölskyldusaga segi að fólk hafi greinst fyrr,“ sagði Sigurdís. Fjörutíu manns greinast árlega og álíka fjöldi deyr úr briskrabbameini árlega. Meðal- aldur er 70 ár. „Í Bandaríkjunum er talið að það verði það næstalgengasta árið 2030, enda þjóðin að eldast.“ Erfitt sé að vinna á krabbameininu vegna staðsetningar brissins bakvið magann, umlukið meiriháttar æðum, ósæðinni, stórri bláæð og æðum sem næra smágirnið. Krabba- meinið sé því oft óskurðtækt þótt alltaf sé skor- ið ef hægt sé. Sigurdís er gestur Læknavarpsins, hlað- varps Læknablaðsins. Þar kynnumst við henni, hááhættueftirlitinu og förum yfir briskrabba- meinið. Læknavarpið má finna á heimasíðu blaðsins, Soundcloud, Spotify og nú einnig iTunes. Læknarnir Sigurdís Haraldsdóttir, Diane Simeone og Jessica Everett á málþingi í sept- ember um briskrabbamein og nýtt hááhættu- eftirlit Landspítala. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.