Vinnuveitandinn - 23.07.1939, Side 4
2
VINNUVEITANDINN
1. árg., nr. 1
að ná þeim þroska hjer á landi, sem
nauðsynlegur er.
Stofnendur Vinnuveitendaf jelags
íslands voru 82 að tölu. Allir stofn-
endur voru heimilisfastir í Reykjavík
og nágrenni. Voru þeir allir einstakl-
ingar (þar með talin nokkur hlutafje-
lög eða sameignarfjelög). Engin deild
var í fjelaginu, þegar það var stofn-
að. En svo virðist sem likt muni fara
hjer á landi, sem átt hefir sjer stað
erlendis í slíkum fjelögum, að í byrj-
un hafa fjelagsmenn verið margir
einstaklingar, en smám saman hafa
þeir þeirra, sem hafa átt sameigin-
legra hagsmuna að gæta, myndað
deildir innan fjelagsins. Eru nú mynd-
aðar í Reykjavík 7 deildir.
Utan Reykjavíkur voru strax á
fyrsta ári fjelagsins stofnaðar deildir
á ísafirði, Sauðárkróki, Siglufirði og
Akureyri.
Fjelagsmenn eru nú 327, þegar
hvert fjelag er talið sem einn fjelagi.
Greiða fjelagsmenn nú um 9 milljón-
ir kr. á ári í vinnulaun.
Fjelagið hefir gengið í S'amband
hinna norrænu vinnuveitendafjelaga.
Stjórn fjelagsins er skipuð 32
mönnum — öllum búsettum í Reykja-
vík — og eru þeir þessir:
Kjartan Thors, konsúll, form.
Kristján Karlsson, frkvstj., ritari.
Ásgeir Þorsteinsson, frkv.stj.
Bergs, Helgi, frkv.stj.
Bjarni Pjetursson, frkv.stj.
Eggert Kristjánsson, stói'kaupm.
Einar Einarsson, húsasm.meistari.
Einar Pjetursson, frkv.stj.
Eyjólfur Jóhannsson, fi'kv.stj.
Friðrik Þorsteinsson, húsg.m.
Gröndal, Benedikt, frkv.stj.
Guðm. Ásbjörnsson, kaupm.
Guðm. Vilhjálmsson, frkv.stj.
Gunnar Einarsson, frkv.stj.
Hafsteinn Bergþórsson, skipstj.
Halldór Kr. Þorsteinsson, útgm.
Hallgr. Benediktsson, stórkaupm.
Herskind, A., frkv.stj.
Ingvar Vilhjálmsson, útg.m.
Jón Bergsteinsson, múraram.
Jón Magnússon, yfirfiskim.m.
Jón Ormsson, rafv.m.
Kristinn Sigurðsson, múraram.
Magnús Guðmundsson, skipasm.
Markús ívarsson, frkv.stj.
Ólafur H. Jónsson, frkv.stj.
Ólafs, Björn, útgerðarm.
Sandholt, Stefán, bakaram.
Theódór Jakobssón, skipamiðlari.
Thors, Haukur, frkv.stj.
Thorsteinsson, Geir, útg.m.
Þórður Ólafsson, frkv.stj.
Framkvæmdanefnd fjelagsins er
skipuð 5 stjórnendum, og er formað-
ur sjálfkjörinn. í framkvæmdanefnd-
inni eiga sæti:
Kjartan Thors, formaður. Benedikt
Gröndal, ritari. Guðm. Vilhjálmsson.
Hallgr. Benediktsson. Helgi Bergs.
Framkvæmdastjóri fjelagsins er Egg-
ert Claessen, hæstarjettarmálaflutn-
ingsmaður.
Það yrði of langt mál hjer, að
rekja ítarlega starfsemi fjelagsins á
liðnum 5 árum. Þetta árabil er of
stutt æfiskeið til þess að rituð sje
nokkur saga fjelagsins. En hjer skal
aðeins minnst lauslega á nokkur at-
riði.
Strax eftir stofnun fjelagsins fór
framkv.stjóri þess til útlanda, m. a. til
þess að kynna sjer nánar vinnulöggjöf
annara landa, sjerstaklega Norður-
landa. I mars 1935 gaf hann fram-
kvæmdanefndinni skýrslu um þessi
mál, sem var send öllum fjelagsmönn-
um. Á fjelagsfundi 20. maí s. á. var
samþykkt að undirbúa hjer að lútandi
tillögur viðvíkjandi vinnumálalöggjöf
fyrir Island. Jafnframt var ákveðið
að leita samkomulags við Alþýðusam-
band Islands um þessi mál. Tók þá-
verandi formaður Alþýðusambandsins
vel í hjer að lútandi málaleitun for-
manns Vinnuveitendaf jelagsins, án
þess þó að nokkur niðurstaða feng-
ist. Var því tekið það ráð að semja
tvennar tillögur um vinnulöggjöf,
bæði á þeim grundvelli að samningar
tækjust við Alþýðusambandið, sem
slík löggjöf síðan yrði hyggð á, og
einnig á þeim grundvelli, að engir
slíkir samningar gætu fengist. Á fje-
lagsfundi 4. jan. 1936 var endanlega
gengið frá slíkum tillögum um vinnu-
löggjöf, og sama dag voru þær sendar
Alþýðusambandi íslands. En það
fjekkst ekki til að semja um málið.
I lok febrúar s. á. báru þeir Thor
Thors og Garðar Þorsteinsson, að til-
hlutun fjelagsins, fram á Alþingi
frumvarp til laga um vinnudeilur, og
voru í því frumvarpi lagðar til grund-
vallar í öllum aðalatriðum tillögur
Vinnuveitendafjelagsins. Málið varð
ekki útrætt á þinginu. Var það aftur
borið fram á Alþingi af sömu mönn-
um í febrúar 1937 og á haustþinginu
sama ár, en varð ekki útrætt. Hafði
þáverandi atvinnumálaráðherra, Har-
aldur Guðmundsson, skipað milli-
þinganefnd í málið 15. desember 1936,
án þess að vinnuveitendur fengju þar
nokkurn fulltrúa. Klofnaði milliþinga-
nefndin í fyrstu, og annar hluti henn-
ar (Framsóknarflokksmenn) bar fram
hjeraðlútandi frumvörp á Alþingi 2.
apríl 1937, en Alþýðuflokksmenn í
nefndinni vildu þá ekki bera fram
neitt frumvarp. Þessi tvö nefndarbrot
runnu síðan saman í eina heild í árs-
byrjun 1938 og milliþinganefndin
samdi frumvarp til laga um vinnulög-
gjöf, sem hún nefndi frumvarp til laga
um stjettarf jelög og vinnudeilur.
Frumvarp þetta var að miklu leyti tek-
ið úr fyrrgreindum tillögum Vinnu-
veitendafjelagsins til vinnulöggjafar,
en þó stórskemmt að ýmsu leyti. At-
vinnumálaráðherra, Haraldur Guð-
mundsson, sendi Vinnuveitendafje-
laginu frumvarpið til umsagnar.
Gjörði fjelagið 40—50 athugasemdir
og breytingatillögur við það. Af þeim
var 1 — ein — tekin til greina.
Var frumvarp milliþinganefndar-
innar síðan lagt fram á Alþingi 1938
sem næst óbreytt. — Jafnframt báru
þeir Thor Thors og Garðar Þorsteins-
son sitt frumvarp fram í fjórða sinn.
Var frumvarp milliþinganefndarinn-
ar samþykkt, svo að segja óbreytt, og
varð að lögum nr. 80, 11. júní 1938.
Þó ekki sje enn liðið eitt ár síðan lög
þessi gengu í gildi, hefir reynslan
sýnt, að mjög mikil þörf var á vinnu-
löggjöf hjer á landi. Verður væntan-
lega mögulegt að bæta úr göllum
þeim, sem urðu á lögunum, bæði með
skynsamlegri framkvæmd þeirra af
hendi dómaranna í Fjelagsdómi, sem
á að skýra ýms ákvæði laganna, er
orðið hafa óljós, og með því að breyta
lögunum síðar eftir því, sem reynsl-
an sannfærir menn um að þörf sje á.
Má fullyrða, að vinnulöggjöfin hef-
ir komist á samkvæmt frumkvæði
Vinnuveitendafjelags Islands.
Annar aðalþáttur í starfsemi Vinnu-
veitendafjelagsins hafa vinnudeilurn-
ar verið. Má heita að fjelagið hafi
enn sem komið er verið þar aðeins í
varnaraðstöðu gegn verkföllum eða
verkfallahótunum verklýðsfjelaga. —
Hefir fjelagið þurft að eiga í 30
verkföllum og í 10 öðrum vinnudeil-
um, sem ekki hafa leitt til verkfalla.
Auk þess hefir fjelagið unnið mikið
starf til þess að koma í veg fyrir
vinnudeilur. Eru fjelagsmenn yfir
höfuð ánægðir með störf fjelagsins í
vinnudeilum, þó fjelagið hafi ekki á-
vallt getað hrósað sigri. En þá hafa
menn viðurkennt, að samkvæmt fyrri
reynslu mundi miklu ver hafa farið
fyrir vinnuveitendum í vinnudeilun-
um, ef fjelagsins hefði ekki notið við.
Op það hefir áunnist, að þar sem fje-
laginu var í byrjun fremur illa tek-
ið af hendi verkalýðsins, þá hefir sú