Vinnuveitandinn - 23.07.1939, Page 6

Vinnuveitandinn - 23.07.1939, Page 6
4 VINNUVEITANDINN 1. árg., nr. 1 Einsog skjal þetta ber með sjer var það gefið út í tveimur samhljóða frumritum. Tók sveinaf jelagið við öði'u, en hver múrarameistari fjekk hitt með áritaðri kvittun formanns sveinafjelagsins (Guðjóns Benedikts- sonar) fyrir móttc-ku samritsins. Töldu múrarameistarar að þannig væri kominn á samningur milli þeirra, hvers um sig, og sveinafjelagsins, þar sem sveinafjelagið skuldbindi meðlimi sína til þess að vinna hjá múrarameisturunum með þeim skil- yrðum, sem tiltekin eru í skuldhind- ingarskjalinu. Hófst nú vinna aftur við múrara- störfin sama dag. En síðari hluta dags- ins kom það fyrir, að tveir múrara- meistarar hjeldu áfram að vinna sjálfir með sveinunum við hús, sem þeir hafa í smíðum, einsog þeir höfðu áður gjört. Kom þá formaður sveina- fjelagsins á vinnustaði þessa og bann- aði sveinunum að vinna með meistur- unum. Lögðu sveinarnir þá niður vinnu samkvæmt fyrirskipun for- manns síns. Meistararnir töldu þetta brot á samningi þeim, sem nú var kcminn á við sveinaf jelagið samkvæmt því, er að ofan segir. Meistararnir sneru sjer þá til sáttasemjara ríkisins og báðu hann að reyna sættir í mál- inu. Hjelt hann sáttafund með aðilj- um 20. þ. m., en sú sáttatilraun varð árangurslaus. Hefir síðan ávallt farið svo, er meistararnir hafa farið að vinna, að sveinarnir hafa lagt niður vinnu, en tekið hana upp aftur þegar meistararnir hafa hætt að vinna. Munu meistararnir halda fund um málið einhvern næstu daga til þess að taka ákvarðanir um hvað gjöra skuli útaf þessu máli. í samningaumleitunum, sem farið hafa fram milli meistarafjelagsins og sveinafjelagsins áður en samningur þeirra rann út, hafa sveinarnir gjört mjög víðtækar kröfur, m. a. um það að meistararnir vinni ekkert að iðn- inni, að sveinarnir megi velja um tímakaup eða ákvæðisvinnu, að meist- ararnir greiði 1% af vinnulaunum til skrifstofuhalds sveinafjelagsins o. s. frv., en hvorki þessar kröfur þeirra nje aðrar, sem ágreiningur var um milli aðilja, voru teknar upp í áður- greinda auglýsingu frá sveinafjelag- inu, nje heldur hinn nýja samning. Fjell sveinafjelagið þannig frá öllum öðrum kröfum, en teknar voru upp .í auglýsinguna og nýja samninginn, sem samkvæmt 6. gr. laga nr. 80, 11. júní 1938, um stjettarfjelög og vinnudeilur, gildir í minnst eitt ár. 16. gr. laga Vinnuveitendafjelags íslands. Fremst í blaðinu er áskorun til fje- lagsmanna um það að muna eftir — og fara eftir 16. gr. fjelagslaganna. Þessi grein laganna er mjög þýð- ingarmikil fyrir velfarnað fjelagsins. Er því fastlega skorað á alla fjelags- menn að festa sjer vel í huga innihald þessarar lagagreinar. Greinin er svohljóðandi: 16. gr. A. Það er m. a. skylda hvers fjelaga í Vinnuveitendafjelaginu að styðja að því, svo sem geta hvers fjelagsmanns leyfir, að starfsemi fjelagsins á hverju sviði sem er, nái sem best tilgangi sín- um og framkvæmdir þess beri sem best- an árangur, að efla samheldni innan fjelagsins, og að taka að öðru jöfnu fjelaga Vinnuveitendafjelags íslands fram yfir aðra menn í hverskonar við- skiptum, við framkvæmd verks og við kaup og' sölu allskonar varnings. Af þessu leiðir meðal annars: 1. Að fjelagsmönnum ber að styðja hver annan með því að kaupa öðr- um fremur af þeim, sem í fjelaginu eru, og eigi aðeins þar, sem um er að ræða vörukaup vegna iðnaðar eða verslunar, heldur og í daglegum innkaupum á venjulegum nauð- synjavörum, svo sem fötum, skó- fatnaði, húsgögnum og öðrum inn- anstokksmunum, matvælum, munað- arvörum, o. s. frv. 2. Að fjelagsmönnum ber að forðast að taka samkeppnistilboðum frá utanfjelagsmönnum, nema sjerstök aðstaða í viðskiptum, sjerstakleg gerð eða smíði þess, sem um er að ræða, afhendingartimi eða því um líkt gjöri það nauðsynlegt eða eðli- legt að taka tilboðum frá mönnum utan fjelagsins. 3. Að mönnum annars, þegar sams- konar tilboð berast bæði frá fje- lagsmönnum og öðrum, ber að taka tilboðum frá f jelagsmönnum, og þegar svo stendur á að fjelagsmenn hafa tekið að sjer framkvæmdir, þar sem bæði er um að ræða verk, sem þarf að fela öðrum eða vöru- kaup frá öðrum, þá sjeu fjelags- menn látnir njóta slíkra viðskifta frekar en utanf jelagsmenn, en forð- ast sje að kaupa verk af verksöl- um utan fjelagsins. 4. Að fjelagsmönnum ber, þegar vinnustöðvun verður, að fara ná- kvæmlega eptir fyrirmælum 22. og 23. gr. þessara laga. 5. Að á öll tilboð og samninga, sem fjelagsmaður gjörir, ber honum að rita eða stimpla og undirskrifa sjerstaklega svohljóðandi fyrirvara: „Jeg áskil mjer að fullnægja skyld- um mínum sem fjelagi í Vinnuveit- endafjelagi íslands viðvíkjandi verk- sviptingum, verkföllum og félags- skyldum samkvæmt lögum og ákvörð- unum tjeðs fjelags og deilda þess, sem hjer geta komið til greina“. Fjelagið lætur alla fjelagsmenn fá slíkan stimpil ókeypis. Kærur yfir því, að fjelagar hafi gerst ^ekir um brot á reglum þeim,. sem skráðar eru í þessari grein skal senda framkvæmdastjóra fjelagsins, sem leggur kæruna fyrir framkvæmda- nefndina. En takist henni ekki að binda viðunandi enda á, málið, má leggja það fyrir fjelagsstjórnina tiL ákvörðunar á þann hátt sem hún tel- ur rjett. B. Nú fer starfsmaður frá fjelags- manni og hefir eigi unnið fyrir fyrir- fram greiddu kaupi eða á annan hátt gert sig sekan í óreiðu eða öðrum brotum gegn fjelagsmanni og skal hann þá, ef hann er beinn meðlimur fjelagsins, tilkynna þetta fram- kvæmdastjóra, en annars deildarfor- manni, og láta getið nafns og heimilis starfsmannsins, svo og upphæðar þeirr- ar, sem ræðir um í þessu sambandi. Framkvæmdastjóri eða deildarformað- ur tilkynna þetta síðan öðrum fje- lagsmönnum eptir því, sem þeir telja. tilefni til og má þá enginn fjelags- maður, sem slíka tilkynningu fær, taka starfsmanninn í þjónustu sína, nema. hann fyrst bæti fyrir sig gagnvart fyrgreindum vinnuveitenda, enda sje- það tilkynnt á tilsvarandi hátt. Fyrst þar á eptir má taka starfsmanninn f. þjónustu fjeiagsmanns. Aths. Fjelagsmenn eru beðnir að vitja hjá framkvæmdastjóra fjelagsins stimpils. þess, sem ræðir um í greininni. Samband hinna norrænu vinnuveitendafj elaga heldur fund í Stokkhólmi dagana 29,—31. n. m. Fundinn sækja af hendi fjelags vors, formaður fjelagáins Kjartan Thors,. konsúll, og Hallgrímur Benediktsson,. stórkaupmaður. Ábm.: Framkv.stjóri fjelagsins Eggert Claessen hrm. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.

x

Vinnuveitandinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnuveitandinn
https://timarit.is/publication/1931

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.