Edda - 01.03.1945, Síða 1

Edda - 01.03.1945, Síða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Bjarnarson Akureyri 1. tölublað Blaðið EDDA kem- ur út einu sinni í viku og kostar kr. 10,oo árg. I. árg. Qjyígt úr (gíaxH. Blað það, sem hér hefur göngu er nýjung í íslenzkri blaðagerð. Þykir mér því hlýða að fylgja því úr hlaði með nokkrum orðum. Efni þess og stefna er þegar að mestu mörkuð, með þéssu fyrsta blaði. Það á að flytja fréttir af bóka- gerð íslendinga, og verður getið allra hinna helztu bóka, jafnóðum og þær koma út, eftir innlenda og erlenda höfunda. Munu umsagnir birtast um allar hinar merkari bækur í þættin- um, Bækur og rit, eftir því sem rúm vinnst til. En í fréttaformi verður, í stuttu máli, getið allra þeirra nýrra bóka, sem þegar eru komnar á bóka- markaðinn, og sömuleiðis merkra bóka, sem víst er um, að komi út, innan skamms. Þá verður í hverju blaði rithöfundaþáttur, þar sem sagt verður smám saman frá þeim höf- undum, sem nú setja mestan svip á íslenzkar bókmenntir. Þá mun einnig á sama hátt getið helztu útgáfufyrirtœkja og forstöðumanna þeirra, prentsmiðja og prentsmiðju- stjóra, bókbandsmeistara og bóka- útsölumanna og annarra, sem við bókagerð fást. Myndir verða birtar af öllum mönnum, sem þættir þessir fjalla um. Til að auka fjölbreytni mun blaðið flytja sagnaþœtti, þjóðsögur og annan þjóðlegan fróðleik, sem stöðugt nýtur vinsælda almennings. Myndir fylgja söguþáttunum, eftir föngum. Það er œtlun mín, að blaðið Edda verði liið fyllsta og aðgengilegasta heimildarrit um bókagerð samtíðar- innar, er stundir líða og fylli þannig eyðu, er verið hefir í blaða- og bóka- útgáfu vorri, þar sem ekkert rit hefir komið út að staðaldri, sem helgað hefir vérið bókfræðilegum efnum. Árni Bjarnarson. Rithðfnnflaþáttur- Davíð Stefánsson. Tvær ógleymanlegar þjóðhátíðir — tvö ódauðleg kvæði! Matthías Jochumsson gaf íslendingum „0, guð vors lands!“ árið 1874 og Davíð Stefánsson kvæðaflokkinn „Að Þing- völlum 1930“ á Alþingishátíðinni. Annað er lofsöng- ur þjakaðrar þjóð- ar eftir þúsund þrautavetur, þegar hún sjer loks birta í lofti og finnur kraftinn í sjálfri sjer til að neyt'a Davíð Stefánsson þeirrar sjálf. stjórnar, er hún öðlaðist á þúsund ára hátíðinni. Hitt er fagnaðaróður frjálsrar og stórhuga þjóðar, sem skilur samhengið í sögu sinni og veit, að hún er kölluð til mikilla afreka, og það er líka lof- söngur til „Guðs vors lands,“ sem aldrei hefir sleppt hendinni af kyn- slóðum ins kalda lands. Ungur hóf Davíð að yrkja. Fyrir þrjátíu árum segist hann hafa lesið góðvini sínum íslenzkum suður í Kaupmannahöfn sín fyrstu kvæði, feiminn og hikandi. Vinur hans kvað upp dómsorðið eitthvað á þessa leið: Þú ert skáldið! — Þjóðin hefir fyrir löngu staðfest þeníian dóm. Ljóð Davíðs skálds —- fleiri eða færri —kann því nær hvert manns- barn á landinu á hans aldri og þaðan af yngri og margir þeirra, sem komn- ir eru yfir þröskuld hálfrar aldar. Hann er því þegar fyrir löngu orð- inn þjóðskáld vort í sannasta skiln- ingi. Allir vilja sjá hann og hlusta á hann. Bækur hans liafa runnið út, svo að slíks eru fá dæmi. Fyrsta kvæðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út sama árið, sem hann varð stúdent (1919), Kvæði 1922, Kveðjur 1924, Ný kvæði 1929, Kvæðasafn I—11 1930, / byggðum 1933 og 2. útg. 1941, Að norðan 1936 og loks Kvæðasafn 1—III 1943. — En Davíð fæst ekki einungis við ljóðagerð. Hann hefir samið þrjú leikrit. Munk- arnir á Möðruvöllum komu út 1925, Gullna hliðið 1941 og Vopn guðanna 1944. — Jeg held, að ekkert íslenzkt leikrit hafi verið leikið jafn oft og við jafnmikla aðsókn sem Gullna hliðið, og það seldist svo vel, að dæmalaust mun lijer á landi um leik- rit. — En Davíð lætur sér ekki nægja ljóðagerð og leikrita. Skáldsögu hef- ir hann líka samið, Sólon Islandus I—II, kom út 1940, og seldist hún í einu vetfangi. Onnur útgáfa (1941) er nú sem næst uppseld. Það er skrumlaust mál, að Davíð Stefánsson er vinsælasta skáldið, sem vjer eigum. Komu vinsældir hans greinilega í Ijós á nýafstöðnu fimm- tugsafmæli hans (21. jan. s. L). Bæj- arstjórn Akureyrar sæmdi hann 20 þús. kr. heiðursgjöf. Menntaskólinn á Akureyri fór í blysför heim til hans og fjöldi bæjarhúa. Sveitungar hans í Amarneshreppi færðu honum for- kunnarfagran skjalaskáþ að gjöf. Söngfjelagið Geysir hyllti hann með söng. Háskóli Islands bauð honum heim til að lesa upp úr verkum sínum. Fjöldi vina hans annarra sæmdi hann gjöfum og sendi honum góðar kveðj- ur. Ekkert íslenzkt skáld hefir nokk- urn tíma á fimmtugsafmæli sínu hlot- ið slíkan vinsældavott og viðurkenn- ingar sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ondvegisskáldið frá Alþingisshá- tíðinni nýtur þess, að þjóðin finnur sjálfa sig í skáldverkum lians. Hann mótafmeðsvo miklum ágætum í máls-

x

Edda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Edda
https://timarit.is/publication/1933

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.