Edda - 01.03.1945, Qupperneq 2

Edda - 01.03.1945, Qupperneq 2
2 E u D Á Vopn guðanna, heitir nýtt ádeilu- leikrit, sem út kom á s. 1. ári, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Leikritið er 150 blaðsíður að stærð, og prentað á vandaðan pappír. Verð- ið er kr. 22,oo ób., kr. 30,oo í skinn- líki og kr. 42,oo í skinnbandi. Það er prentað í Prentverki Odds Björns- sonar, en útgefandi er Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. „Skáldið sýnir í þessu leikriti hin eilífu átök milli frelsis og kúgunar. Þar er grimmur einræðishöfðingi, nokkurs konar Hitler eða Stalin. Hann hefir lagt undir sig fjölmörg lönd, með vægðarlausri grimmd. Hann álítur hersveitir sínar ósigrandi og óstöðvandi. Hvergi er skeytt um rett eða tilveru einstaklingsins, jafn- vel einkasonur og tilvonandi erfingi einvaldans er alinn upp í nokkurs konar fangelsi. En í þessari myrkva- stofu brjótast fram andleg öfl, máttur siðmenningarinnar. Og að lokuin hrynur veldi harðstjórans og hann fellur óhelgur á sínum verkum. Ljós- ið hefir sigrað myrkrið og frelsis- hugsjónin kúgunina. Þetta er hressandi skáldverk. Og það verður enn dýrmætara af því, að mikið af bókaflóði og skáldverka- gerð yfirstandandi tíma, er gersam- lega annars eðlis“. ins málm það, sem þjóðin hugsar, trúir og þráir. Davíð Stefáiisson er fæddur í Fagraskógi við Eyjafjörð 21. jan. 1895. For. hans voru Stefán bóndi jjar, hreppstj. og alþm. Stefánsson prests á Hálsi Arnasonar og kona hans Ragnheiður Davíðsdóttir prófasts á Hofi Guðmundssonar. Gagnfræðingur Akureyrarskóla 1911. Tók heilsu- brest um hríð og varð þá að hætta námi. En haustið 1916 hóf hann það að nýju í Mennta- skólanum í Rvík. Stúdent þar 1919. Lauk heim- spekiprófi (cand. phil.) við háskólann 1920. Bókavörður Amtsbókasafnsins á Akureyri 1925 og síðan. Hefir margsinnis verið erlendis eg far- ið víða, t. d. um Italíu og Rússland. Okvæntur. Sao;nakverið. Biskupsdóttirin í Dýrafirði. (Eftirfarandi þáttur er færður í letur árið 1860 af Sigmundi Mattkíassyni Long, ættuðum af Fijótsdalshéraði, eftir frásögn Þuríðar Magnúsdóttur, sem þá var hon- um samvista á Ulfsstöðum í Loðmundarfirði, en lengét hafði hún húií í Hvann- stóði í Borgarfirði austar. Var hún vel fróð og réttorð kona. Eitt af biúmtiin hennar var Sæhjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, merkur maður. — Handritið er dagsett 1. febr. 1894, en prentað í I. árg. vestur-íslenzka tímaritsins Syrpa, 1912). PPHAF þessarrar sögu er það, að vestur í Dýra- firði var einu sinni haldið til vers, sem vanalegt er á vetrum. Þar eru tveir menn nafngreindir af innstu bæjunum. Hét annar Jón en hinn Sig- urður og voru góðkunningjar. Þeir voru bláfá- tækir, en vel að sér, einkum Sigurður. Var hann mesti námsmað- ur og vandaður að öllu dagfari. Þess er getið, að þegar róðrar byrjuðu, þá höfðu hlutarmenn náttstað á næstu bæjum, nema Sig- urður. Hann hvarf í fyrsta sinni, þegar búið var að setja skip- ið, en þegar hinir komu í fjöruna morguninn eftir, var Sigurð- ur þar. Þeir spurðu hann ákaft hvar hann hefði verið, en hann kvað það litlu skipta. Sama gekk á hverju kveldi eftir það. Hversu vel senr þeir höfðu gætur á honum, þá misstu þeir hann, en aldrei komu þeir svo snemma í fjöruna að morgni, að Sigurð- ur væri þar ekki fyrir. Þeir spurðu hann oft, hvar ha*n væri á nóttunni, en hann svaraði því einu, að sér liði eins vel og þeim. Þeir sögðu við Jón, að fyrst þeir væru vinir, þá skyldi hann spyrja Sigurð um þetta, og myndi hann eflaust s«gja honum það. „Svo skalt þú segja okkur aftur.“ Eftir það, þegar þeir voru einir sér, Sigurður og Jón, þá fer Jón að spyrja hvar hann sé á nóttunni, og biður hann jafnvel að lofa sér að vera eina nótt þar sem hann sé. Sigurður tekur því fálega. Þó kemur loks að því eitt kveld, þegar verið er að setja skipið, að Sigurður segir við Jón, að hann skuli vera nærri sér á meðan verið sé að gera að aflanum, ef hann vilji fara með. Jón gerir það, og þegar allt er búið, fer eins og vant er, að þeir hafa augun á Sigurði, sem mest þeir mega, en fyrir það að Jón er fast hjá honum, þá bregður hann hendinni yfir höfuð hans og gengur suður eftir sandi, því lendingin var í krók norðan megin við fjarðacbotn. Þegar Jón sér það, flýtir hann sér á eft- ir honum. Sigurður gengur þegjandi á undan, en Jón á eftir nokkra stund, þar til þeir koma hinum megin í krókinn og þar út með háum kletti, þar til Sigurður stanzar, tekur upp hjá sér sprota og slær á klettinn. Oðar opnast dyr á berginu og ungur kvenmaður, fríður og góðmannlegur, kemur til dyra. Sigurður heilsar henni blíðlega og tekur hún því. Jón hyggur, að betur muni á fara, að hann heilsi henni líka og tók hún kveðju hans þægilega. Síðan gengur Sigurður inn fyrir dyrnar, en liún tekur annarri hendi í hurðina, eins og hún ætli að láta hana aftur, en Framhald. Brynleifur Tobiasson.

x

Edda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Edda
https://timarit.is/publication/1933

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.