Vestfirðingur - 23.06.1959, Síða 2

Vestfirðingur - 23.06.1959, Síða 2
2 VESTFIRÐINGUR Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum: Vestfirðingafjórðungnr hinn nýi Ein af höfuðröksemdum fram- sóknarmanna, gegn hinni fyrirhug- uðu kjördæmáskipan, er sú, að dreifbýlið og hinir afskekktari staðir muni verða gerðir að horn- rekum og fólkið þar troðið niður í svaðið. Hafanþeir meðal -annars myndað mörg skrítin nýyrði og orðasam- bönd, til þess að túlka hið hroða- lega ástand, er skapast muni, er hin nýja skipan er í garð gengin. Eitt af þessum orðum er t. d. hið yfirþyrmandi orð, landeyðingar- stefna, sem að vísu hefir ekki mik- ið verið á lofti haldið í seinni tíð, en var mjög munntamt í fyrstu lotu sóknarinnar gegn kjördæma- breytingunni. Lífsréttur fólksins í dreifbýlinu verður af því tekinn ef það sofnar á verðinum, segir Kjör- dæmablaðið. Hér er mikið sagt og meira en hinir taugaóstyrku fram- sóknarmenn gera sér grein fyrir. Að taka lífsréttinn af einhverjum getur ekki þýtt annað, en að gera honum ómögulegt að lifa, þ. e. lofa honum að deyja drottni sín- um eða jafnvel beinlínis að kála honum. Framsóknarmenn berja það blá- kalt fr-am, að það sé betra fyrir hvert hérað að hafa einn þing- mann, en að eiga hlutdeild og að- gang að fimm. Ég heyrði formann Framsóknarflokksins renna mjög frumlegum rökum undir þessa skoðun á kjósendafbundi nú fyrir skömmu. Þau voru á þessa leið: Kon-a ein í Reykjavík var ný- lega spurð að því, hvort hún vildi heldur eiga einn eiginmann, en eiga aðgang að fimm karlmönn- um. Blessuð konan svaraði því til, svo sem einni heiðvirðri konu sómdi, að hún vildi heldur eiga einn eiginmann, en eiga aðgang að fimm k-arlmönnum. Af þessu svari konunnar dró Hermann Jónasson svo þá ályktun, að fyrst henni hentaði betur að hafa einn karlmann fyrir sig, en eiga aðgang að fimm, þá hlyti hið sama lögmál að gilda í kjördæm-a- málinu, það yrði t. d. Vestfirðing- um miklu notadrýgra, að eitt af- markað svæði hefði hvert sinn þingmann, en að allur Vestfirð- ingafjórðungur ætti í sameiningu að hafa fimm. Ég sk-al játa, að ég stend alger- lega orðlaus frammi fyrir þessari rökvísi Hermanns Jónssonar, og mun svo fleirum verða. Hinsvegar vildi ég vekja athygli á því, sem að raunar hver maður veit, sem vita vill, að milli þessara fimm þingmann-a hlýtur að mynd- ast hörð samkeppni um að þjóna hagsmunum fólksins, sem þeir hafa umboð fyrir og guð hjálpi þeim þingmanni, sem ekki skilur þessa köllun sína, eða r§ynist henni ótrúr. Þessi samkeppni er ekki óþekkt fyrirbrigði, þar sem þingmenn í tvímenningskjördæmum eru sinn af hvorum flokki og ef til vill upp- bótarþingmaður að auki. Gleggsta dæmi þessarar tegundar er senni- lega Suður-Múlasýsla, sem hefir tvo harðduglega þingmenn þá Ey- stein og Lúðvík. Þeir vaka hver yfir öðrum, að því er fróðir menn telja um aðdrætti í bú kjósenda sinna. Öll vanræksla myndi verða þeim dýr og þýða fylgistap fyrir þann sem dottaði á verðinum. Þannig mun þetta verða um allt land, við tilkomu hinnar nýju skipanar og þar á meðal í Vestfirð- ingafjórðungi. Þegar orrahríðin er um garð gengin, munu menn í rólegheitum taka að byggja upp hið nýja skipulag. Þá verður hinn forni Vestfirðingafj órðungur endurvak- inn. Ný félagssamtök munu mynd- ast, er tengja fólkið í þessum lands saman. Stjórnmálaflokkarn- ir munu mynda sín samtök innan kjördæmisins og ráða framboðum til alþingis, þrátt fyrir hrakspár framsóknarmanna um að öll völd færist í hendur flokksstjórnanna í Reykjavík. Og þingmennirnir Framhald af 1. síðu. tryggja enn fleiri sigra — til þess að tryggja betur og efla að mun aðstöðu ykkar og allrar þjóðarinn- ar í lífsbaráttunni — í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar allrar. Sökum þess að Alþýðubandalag- ið var ekki nægilega sterkt var hlaupizt frá fyrirheitinu um að af- létt plágu hersetu og hermangs. Af sömu ástæðu var ekki unnt að ganga nógu tryggilega frá land- helgismálinu. Þess vegna er það mikla mál enn í hættu — þeirri að vinir andstæðingaríkja okkar inn- lendir, kunni þrátt fyrir allt enn að semja um málið, undir ein- hverju yfirskyni, eftir kosningar. Enn má nefna, að samstarfsflokk- ar Alþýðubandalagsins í vinstri stjórninni neyttu aflsmunar, er þeir hindruðu, eða töfðu að mun, enn meiri eflingu atvinnulífsins úti um landsbyggðina, t. d. með því að koma í veg fyrir kaup hinna 15 togara, sem þeir þó höfðu lofað. verða, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að hafa nánara samstarf við kjósendurna. V-anræki þeir þá skyldu er þeim voðinn vís. Þrátt fyrir allt skvaldur um að hver þingmaður sé þingmaður allra í kjördæminu, er það staðreynd, að þeir sem veittu þingmanninum brautargengi og kusu hann, eiga fyrst og fremst aðgang að honum, hinir eig-a í raun og veru miklu -erfiðari aðgang. Með hinni nýju skipan er sennilegt, að allir flokk- ar kjördæmisins fái fulltrúa á Al- þingi. Að endingu vildi ég svo minna á það að með hinni nýju skipan, fáum við kjósendur Alþýðubanda- lagsins í Vestfirðingafjórðungi í fyrsta sinn tækifæri til þess að senda fulltrúa okkar inn á Alþingi. í hinum smáu kjördæmum fjórð- ungsins höfum við fram að þessu verið áhrifalausir. Einhverjir okk- ar ef til vill stutt aðra flokka í þeirri trú, að með því að styrkja hið næstversta, gætum við dregið úr áhrifum hins versta. Nú þegar sjást þess ýms merki, að framsóknarmenn séu teknir að dr-aga í land og móðurinn byrjað- ur að renna af þeim, þá er það okkar að reka flóttann og gera hlut Alþýðubandalagsins sem stærstan í öllum kjördæmum fjórðungsins við kosningarnar í Sumar aðgerðir í efnahagsmál- um og fjármálum, þær sem fram- kvæmdar voru á árinu 1958 — og nú síðast einhliða kauplækkunin — vitn-a enn um þennan aflsmun. Því er það, að Alþýðubandalagið þarf að eflast og stækka — verða það óvinnandi vígi og sóknarafl, sem það vissulega getur orðið — aðeins ef alþýða landsins ber gæfu til að standa saman. Alþýðan verður að skilja, að sundruð vinnur hún aldrei stóra sigra — en að sameinuð í einum stjórnmálaflokki er hún það afl, sem úrslitum ræður. Hjaðningar- vígin verða að hætta. — Ótti við tilbúnar grýlur auðvalds og sér- gæðinga verður að víkja. Skoðið kommúnistagrýluna vandlega, góðir alþýðumenn og konur — og þið munuð sjá hið fánýta efni, sem hún er gerð af. Tryggðin við gamla flokkinn má ekki tefja för ykkar til samstilltra átaka. Flokkur, sem gengið hefir Steingrímur Pálsson vor og senda fulltrúa okkar inn á Alþingi við kosningarn-ar í haust, fulltrúa, sem vinni ötullega að hagsmunamálum hins nýja kjör- dæmis og afsanni sem rækilegast allar hrakspár framsóknarmanna um eyðingu hinna dreifðu og af- skekktu byggð-a. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að með hinni nýju skipan, skapast Vestfirðingafjórðungi önnur og betri aðstaða til fram- dráttar sínum hagsmunamálum, en áður, þó ekki væri nema fyrir þá orsök eina, að héreftir gefst okkur, sem að Alþýðubandalaginu stöndum, áður óþekkt tækifæri til þess að vinna saman að hagsmuna- málum fjórðungsins. Og því segi ég við ykkur góðir félagar: Þjappið ykkur saman og gerið hlut Alþýðubandalagsins glæsilegan í kosningunum 28. júní og enn glæsilegri í þeim kosning- um sem fram munu far-a á hausti komanda. Skúli Guðjónsson. andstæðingum ykkar á hönd, hlýt- ur að glata trausti ykkar. Athugið í þessu sambandi, hvernig komið er örlögum hins gamla — og fyrr- um góða Alþýðuflokks. Ömurlegt hlutskipti hans er sígilt og lær- dómsríkt dæmi um það, hvemig ágæt samtök fólksins spillast stundum, staðna, fjarlægjast há- leit markmið — og verða jafnvel stundum að svipu á það fólk sem skóp þau. — Slík fyrirbæri eiga vissulega að visna og deyja þeim verður ekki bjargað við. Að sigra eða vera sigraður. Vestfirzk alþýða! Af sögu þinn-ar faglegu baráttu þekkir þú mátt samtakanna. í stjórnmálabaráttunni gilda hin sömu lögmál: Mismunurinn á því að standa saman eða berjast sund- aðir jafngildir muninum á því að sækja fram eða láta undan síga — að sigra eða vera sigraður. Einn samstilltur stjórnmála- flokkur alþýðunnar — er takmark- ið, sem lá til grundvallar myndun EINN SAMSTILLTUR FLOKKUR ALÞYÐUNNAR Strandamcnn! X Steingrímur Pálsson.

x

Vestfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.