Vestfirðingur - 23.06.1959, Page 4
4
VESTFIRÐINGUR
Si|ir Alþýðibandalagsins er ykkar sipr!
Nú þegar Norðu-lsíirðingar ganga
til kosninga þurfa þeir, eins og
allir aðrir Islendingar, að líta yfir
Árni Ágústsson
farna leið í íslenzkum stjórnmálum
um leið og þeir horfa til framtíð-
arinnar.
Efnasagsmálin fyrir 1956.
Sérstök ástæða er til þess að
rifja upp þá stefnu, sem ríkti á
árunum fyrir 1956 í fjárfestingar-
og efnahagsmálum vorum. Á því
tímabili urðu meiri fólksflutningar
úr byggðum landsins til Reykja-
víkur og Reykjanesskaga en
nokkru sinni áður í sögu íslend-
inga. Ástæðan fyrir þessum fólks-
flutningum var fyrst og fremst
sú, að atvinnuvegir vorir voru
vanræktir samtímis því, sem létt
og vel borguð störf júkust í þjón-
ustu hins erlenda herliðs á Kefla-
víkurflugvelli. Nú var það ekki að-
eins landbúnaðurinn, sem skorti
vinnuafl til nauðsynlegustu bú-
starfa, heldur einnig sjávarútveg-
urinn. Vegna þess hve margir Is-
lendingar voru bundnir við vel
launuð störf hjá hinu svokallaða
varnarliði í Keflavík, þurfti að
ráða fjölda erlendra sjómanna á
íslenzka skipaflotann, til þess að
forðast algera stöðvun skipanna.
Ríkisstjórn íhalds og Framsókn-
ar var furðu áhugalaus í þessum
efnum og hafði þau ráð helzt við
atvinnuleysi í kauptúnum úti á
landi að vísa íbúum þeirra í her-
stöðvavinnu suður á Miðnesheiði.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi
talið það meðal áhugamála sinna
að viðhalda og auka byggð lands-
ins, þá gætti þessa áhuga lítið í
samvinnunni við íhaldið, enda
munu foringjar beggja þessara
flokka hefa fengið nokkra glíu í
augun af hermangsgróðanum, sem
rann eftir helmingaskiptareglu til
vildarmanna í hópi flokkaleiðtog-
anna.
Enda var svo komið að tekjur
ríkisins af herstöðvunum voru
orðnar um 390 millj. kr. á mótil
706 millj kr. af framleiðsluat-
vinnuvegunum.
Samtímis þessari öfugþróun var
grafið undan trú fólksins á landið
og atvinnuvegi þess.
Hér var sannarlega stefnt á ó-
gæfuleið.
Skipakostur landsmanna gekk
úr sér, og ekkert var hirt um að
endurnýja hann, hvað þá að auka.
Þó lágu mörg fiskiskip í höfnum
árum saman og sum svo árum
skipti. Við allt þetta bættist svo
það, að vertíðir gátu oftast ekki
byrjað á eðlilegum tíma, vegna
þess að þá stóð á ríkisstjórninni
að semja við útgerðarmenn og sjó-
menn um rekstur útvegsins í tæka
tíð. Ekkert var heldur hirt um að
bæta kjör sjómanna, svo að störf
Kjördæmamálið munu flestir
telja réttlætismál. Kjördæmaskip-
unin nú er orðin svo úrelt og rang-
lát, að henni varð að breyta til
samræmis við óskir manna um
jafnari atkvæðisrétt allra á land-
inu. Er þó tekið eðlilegt tillit til
aðstöðumunar þeirra, sem í sveit-
um búa, við fjölbýlissvæðin.
Framsóknarmenn þykjast vera
á móti fyrirhuguðum breytingum
á kjördæmaskipuninni, en eiga þó
sjálfir ríkan þátt í því að málið er
leyst án þeirra í því formi, sem
ákveðið er. Framsóknarmenn
höfðu lofað að leysa kjördæma-
málið með vinstri flokkunum í
fyrrver-andi ríkisstjórn. Þeir
brugðust þessu loforði og slitu
stjórnarsamstarfinu á mjög hvat-
skeytlegan hátt. Eftir það voru
þeir sviptir áhrifum á gang og
úrslit málsins. Alþýðuflokksráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins tóku
síðan málið upp og gerðu fram-
kvæmd þess að principatriði í
stjórn sinni. Kaupránstillögur nú-
verandi ríkisstjórnar voru þó
látnar ganga fyrir réttlætismálinu.
Framsóknarmenn gátu eytt
kjördæmamálinu um sinn hefðu
þeir fellt þessar tillögur, en þeir
léðu þeim stuðning með hlutleysi
sínu, og ruddu á þann hátt leið
fyrir stjórnina til þess að leysa
kjördæmamálið með þeim hætti er
gert var. Framsóknarflokkurinn
kom heldur ekki með nokkrar til-
lögur í málinu, er leitt gætu til
samkomulags um aðra tilhögun á
kjördæmabreytingu.
Tillögur flokksþings Framsókn-
þeirra við fiskveiðar yrðu eftir-
sóknarverð til jafns við landvinnu.
Skiptir um hver á heldur.
1 þessum efnum urðu alger um-
skipti, er vinstri stjórnin tók við
völdum vorið 1956.
Undir forustu Lúðvíks Jóseps-
sonar og Alþýðubandalagsins
tókst í 2i/2 ár að nýta svo vel
skipakost landsins, að gjaldeyris-
tekjur ríkisins urðu 200 millj. kr.
meiri 1958 en nokkru sinni áður.
Kjör sjómanna voru bætt, enda
fækkaði erlendum sjómönnum á
fiskiskipunum. Auk þess, sem öll
eldri skip landsmanna voru nýtt,
var stefnt að mikilli aukningu
skipaflotans, og ný fiskiskip keypt
til landsins.
Ný fiskiðjuver og frystihús
voru byggð í verstöðvum víðsveg-
ar voru með þeim hætti, að þær
hefðu í framkvæmd aukið ranglæti
kjördæmaskipunarinnar frá því
sem nú er, og var þó ekki á það
bætandi. Við meðferð kjördæma-
málsins á Alþingi komu Fram-
sóknarmenn síðan með tillögur,
sem fólu í sér fjölgun þingmanna
í Reykjavík og Akureyri og nokk-
ur ný kjördæmi í fjölbýlustu hér-
uðum landsins. Hlutfallskosningar
skyldu viðhafðar í Reykjavík og í
tvímenningskjördæmunum eins og
verið hefur.
Af þessu má sjá alvöruleysi
Framsóknarmanna í þessu máli.
Þeir koma sér undan að semja um
nýja kjördæmaskipun við sam-
starfsflokka sína í vinstri stjórn-
inni. Þeir koma síðan með harð-
soðnar afturhalds tillögur í mál-
inu á flokksþingi sínu, og loks
þegar úrslit málsins voru ráðin
milli þriggja flokka, þá koma þeir
með samkomulags tillögur er fólu
í sér viðurkenningu á hlutfalls-
kosningum og fjölgun þingmanna,
sem þeir þó fordæma mest í á-
róðri sínum gegn réttlátr kjör-
dæmaskipun.
Hér hafa auðsýnilega eiginhags-
munir flokkshyggjunnar verið við
stýri og tekizt svo illa stjórnin, að
Framsóknarflokkurinn er fullkom-
lega einangraður í afstöðu sinni
gegn öllu réttlæti í kjördæmamál-
inu.
Að öllu þessu athuguðu getur
Framsóknarflokkurinn engann á-
sakað í þessu máli nema sjálfan
sig.
----0---
ar um land. Með þessari uppbygg-
ingarstefnu gerðist það i fyrsta
sinni í sögu undanfarinna ára, að
fólksflóttinn ;af landsbyggðinni til
Reykjavíkur stöðvaðist að fullu,
enda var atvinna svo mikil í mörg-
um kauptúnum, að skortur var þar
á vinnuafli.
Undir merki þessarar stefnu Al-
þýðubandalagsins tókst þjóðinni á
undraskömmum tíma að snúa
hjólinu við frá ógæfusamlegri
þjónustu við erlent herlið á Suður-
nesjum til þjónustu við sjálfa sig
með eflingu sinna eigin atvinnu-
vega.
Landhelgismilið.
Undir forustu Alþýðubandalags-
ins tókst að leysa landhelgismálið
með útfærslu fiskveiðilandhelginn-
ar í 12 sjómílur. Óhætt er að full-
yrða að þetta stærsta hagsmuna-
mál íslendinga væri enn óleyst, ef
starfa og forustu Alþýðubandalag-
ins hefði ekki gætt innan fyrrver-
andi ríkisstjómar.
Ég hefi hér minnst á tvö stór-
mál, sem ekki hvað sízt snerta
hagsmuni ykkar í byggðum Norð-
ur-lsafjarðarsýslu. —
En á sama hátt og þessi mál
bæði hefðu ekki verið leyst án
fulltingis Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn, vofir sú hætta yfir,
að vikið verði frá þeirri stefnu,
sem tryggði framkvæmd þeirra
ef Alþýðubandalagið vinnur ekki
stórsigur í komandi kosningum.
Afturhaldið aftur að völdum.
Um efnahagsráðstafanir núver-
andi ríkisstjórnar er það að segja,
að þær eru í því fólgnar að rjúfa
gerða samninga milli launastétta
og atvinnurekenda og skerða lífs-
kjör almennings að miklum mun.
Reikningurinn fyrir niðurgreiðsl-
unum úr ríkissjóði verður geymd-
ur fram yfir kosningar, en verður
þá sendur kjósendum í formi venj-
ulegrar skattheimtu af þeim.
Framfarastefna
Alþýðubandalagsins.
Það er athyglisvert fyrir Norð-
ur-lsfirðinga, sem og alla aðra
landsmenn, að fólksflutningar úr
byggðum landsins voru ekki stöðv-
aðir fyrr en framfarastefna Al-
þýðubandalagsins varð gildandi í
ríkisstjórn.
Framsóknarflokkurinn, sem ég
vil sízt efa að vilji vera trúr upp-
byggingarstefnu úti á landsbyggð-
inni, gat ekki þjónað þessu stefnu-
máli sínu í samvinnu við íhaldið.
Samvinna flokks bændanna við
gróðavald íhaldsins í Reykjavík
leiddi suma leiðtoga hans að
spilltri gróðahyggju í sambandi
Framhald á 3. síðu.
Kjordæmamálið og þáttur
Framsóknarflokksins