Vestfirðingur


Vestfirðingur - 21.09.1960, Síða 2

Vestfirðingur - 21.09.1960, Síða 2
2 VESTFIRÐINGUR tJtgcfandi: Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjóri og dbyrgóarmáóur: Halldór ólafsson. BlaHnefnd: Hannibal Valdimarsson, Skúli Guðjónsson, Játvarður Jökuli Júlíusson, Guðsteinn Þengilsson, Ásgeir Svanbergsson. Verð árgangsins kr. 70,00. — Gjalddagi 1. júlí. Verð í lausasölu 2 krónur. Prentstofan Isrún h.f. Sigur í fyrsta áfanga ]\Jeð Þingvallafundi hernámsand- stæðinga 9.—10. september s.l. verða greinileg þáttaskil í barátt- unni fyrir brottför hersins' og ævarandi hlutleysi íslands. ^llir, sem þennan fjölmenna fund sátu, eru áreiðanlega sammála um það, að það hafi verið orð að sönnu, er Guðni Jónsson, prófessor, sagði í ræðu sinni við setningu fundarins, að þegar hafi unnizt sigur í fyrsta áfanga. J>ess munu áreiðanlega fá eða eng- in dæmi, að jafn mikill einhug- ur hafi ríkt á svo fjölmennum fundi sem þessum, þar sem saman voru komnir rúmlega hálft þriðja hundrað fuUtrúar úr öllum héruð- um landsins, fólk úr öllum stéttum og stjómmálaflokkum. ]Vfeð þessu er þó aUs ekki sagt að fundarmenn hafi sagt já og amen við öllu, sem fyrir þá var lagt af þeim sem undirbjuggu Ávarp til Islendinga... fundinn, en þeir höfðu, eins og sjálfsagt var, gert drög að álykt- unum og tUlögum, sem fyrir fund- inum lágu. Öll dagskrármál voru rækilega brotin til mergjar bæði.í umræðum á fundinum sjálfum og í nefndum. Fulltrúar sögðu hik- laust sínar skoðanir, og voru alls ekki ætíð á sama máli. En um eitt voru þeir allir á einu máli og það var um það höfuðverkefni i'undar- ins, að skipuleggja sem bezt og vinna sem ötulast að brottför hins erlenda herliðs af íslenzkri grund og ævarandi hlutleysi Islands. Öll störf fundarins miðuðust við það, að þessi mikilvægu verkefni yrðu bæði fljótt og vel af hendi leyst. Með því er visulega mikið í fang færst, en bæði Þingvallafundurinn sjálfur og ekki sízt útifundurinn, sem hernámsandstæðingar héldu í Reykjavík að honum loknum, sýna bezt að engu þarf að kvíða, ef vel og ötullega er unnið. Sigur hefur þegar unnist í fyrsta áfanga, en þeim sigri þarf að fylgja fast eftir. Framhaid af 1. síðu. Hæg er leið... þetta sjúklega öfgafull ummæli? Eru þau fjarri öllum staðreynd- um? Var kaupið ekki lækkað með lagaboði? Var ekki traðkað á helgum samningsrétti verkalýðs- félaganna með því að ákveða ann- að og lægra kaup en hið umsamda? Er líklegt, að verkalýðsfélögin og launastéttimar yfirleitt, muni fyr- irgefa Alþýðuflokknum þessa fruntalegu árás á samningafrels- ið? —- Eða á maður að láta sér detta í hug, að fólkinu í verkalýðs- félögunum sé sama um það, þó að nýgerð samningsákvæði um kaup, séu lækkuð með lagaboði, og öllum stoðum þannig kippt undan tilveru þeirra og starfi? — Nei, ekki læt ég mér detta það í hug. — Eða hvað haldið þið, að Finnur Jóns- son, faðir Birgis hefði sagt, ef rík- isvaldið hefði ógilt nýgerð kaup- gjaldsákvæði í samningum Verka- lýðsfélagsins Baldurs, þegar hann var formaður þess félags? Haldið þið, að hann hefði leyft sér þann óskunda að kalla slíkt kjaraskerð- ingu, árás á lífskjörin, eða jafnvel kauprán og oíbeldi? Ég læt mér fyllilega detta það í hug. — En nú fordæmir sonurinn allt slíkt tal sem öfgafulla og marklausa stjórn- arandstöðu, fjarlæga öllum stað- reyndum. í þessari umræddu grein færist Birgir svo það í fang að sanna með tölum hagfræðings, að kaupmáttur launa hafi ekki verið hærri í ann- an tíma, en á árinu 1959, þ. e. ár- inu, sem vísitöluskerðingin var framkvæmd. Með öðrum orðum: Hann telur sig sanna, að kaup- máttur launa hafi aukist við 27 stiga niðurskurð vísitölunnar! — Hver trúir slíku? Væntanlega eng- inn. Enda er hér reynt að ljúga með tölum. Hverju var það að þakka, að meðaltal kaupmáttar á árinu 1959 hrapaði ekki niður úr öllu valdi við vísitöluskerðinguna? Orsökin er sú, að fyrri hluta ársins, rétt eftir að vinstri stjórnin skilaði af sér var kaupmáttur launa hærri en nokkru sinni áður eða 109,3 í janúar 1959, en hrapaði þegar í næsta mánuði niður í 97,4 og var síðan árið út 97—99. 1 des- ember 1958 var kaupmáttur launa 103,7. Miðað er við 100 1945. Sannleikurinn er því sá, að það er háa kaupið í ársbyrjun, sem heldur meðaltali ársins 1959 þetta uppi. Karlmannskaupið var kr. 23,86 á klst. í byrjun árs 1959, en var með vísitölulækkuninni skorið niður í kr- 20,67 ,eins og það er enn. Og kvennakaupið var í árs- byrjun 1959 komið í kr. 18,62, en var fært niður í kr. 16,14, sem verkakonur hafa orðið að sætfa sig við síðan. — Karlmannskaupið lækkaði þannig um kr. 3,19 á klst., og kvennakaupið um kr, 2,48. Framhald af 1. síðu. Og svo kemur þingmaður Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum, son- ur Finns Jónssonar, og segir okk- ur, að það hafi verið sannað með hagfræðilegum tölum, að þessi stjórnaraðgerð hafi aukið kaup- mátt launanna. Ef hann trúir þessu sjálfur, að 27 stiga niðurskurður vísitölunn- ar, sem lækkaði karlmannskaup um kr. 3,19 á klukkustund, hafi aukið kaupmátt launanna, því heldur hann og stjórnarliðið þá ekki áfram á þessari breiðu og hægu leið og lækka kaupið aftur um kr. 3,19 — til þéss að auka kaupmátt launanna. Það eru eig- inlega svik við verkalýðinn og launþegana, samkvæmt þeirra eig- in kenningu, að gera það ekki. Önnur. tilraun Birgis Finnssonar til að sannfæra menn um, að kaup- lækkun alþýðuflokksstjórnarinnar hafi orðið til kjarabót felst í því að benda á, að brúttótekjur ísfirð- inga til skatts hafi reynzt hærri, en árið á undan. Rétt mun það vera. En hver er orsökin? Er það kauplækkunin, sem skerti árstekjur hvers verka- manns um 7656,00 krónur miðað við 8 stunda vinnudag? Eða er þetta aðallega að þakka þeirri aukningu fiskiflotans og annari aukningu atvinnutækja, sem vinstri stjórnin stuðlaði að og bar ávexti á árinu 1959? — Eða væri kannske ekki eins líklegt, að stækkun landhelginnar hafi orðið ísfirðingum einhver tekjubót strax á árinu 1959? Þeir, sem vilja fallast á skýr- ingu Birgis Finnssonar, að kaup- Iækkunin hafi hækkað skattskyld- ar tekjur ísfirðinga, mega fyrir mér lifa áfram í þeirri sælu trú, en á hana fellst ég a. m. k. ekki. Og svo mikið er víst, að ekki hafði Finnur Jónsson uppgötvað þá ,,snjöllu“ aðferð til að bæta lífskjör alþýðustéttanna að lækka bara kaupið, skera niður dýrtíðar- uppbætur á kaup, framkvæma gengislækkun og hleypa dýrtíðar- flóðöldu yfir fólkið, og halda þó jafnframt kaupi og fiskverði ó- breyttu. En þetta hefur sonurinn uppgötvað! Og stjórnarstefnu, sem þessum aðferðum beitir til kjarabóta fyrir verkafólkið, fylgir hann. Og hana reynir hann að verja með falsrökum og blekking- um, því öðruvísi verður henni ekk- ert til varnar fundið. Ég minnist þess frá því fyrsta að ég fór að hafa afskipti af verka- lýðsmálum, að atvinnurekendur héldu því fram, að kaupgjaldbar- átta verkalýðssamtakanna væri ekki uppbyggjandi — ekki til stuðnings við nein framfaramál — væri aðeins niðurrifsstefna. Þ.að er fyrst í seinni tíð, að ég sé þessa stefnu túlkaða í blöðuna lítilli þjóð sem oss íslendingum, eins og vopnabúnaði er nú háttað. Og sérfróðir menn fullyrða, að styrjöld með vetnisvopnum geti jafnvel hafizt fyrir einskæra slysni eða misskilning. ÞINGVALLAFUNDURINN 1960 - skipaður kjörnum fulltr. herstöðva- andstæðinga úr ölhun héruðum landsins, fólki úr öllum stéttum og flokkum — brýnir fyrir íslenzku þjóðinni að gera sér ljóst, að sjálf tilvera hennar og menning er í veði, ef herstöðvasamningnum við Banda- ríkin verður ekki sagt upp hið bráðasta. Vér brýnum fyrir henni að gera sér ljóst, að liún er ekki lengur óhult í landi sínu, við friðsöm störf sín til sjávar og sveita, heldur er land hennar orðið hernaðarað- ili í átökum stórvelda og skotspónn I fremstu víglínu, ef til styrjaldar dregur. Vér bendum á að þung ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem beita sér gegn því, að þessari ógnþrungnu hætti sé bægt frá þjóðinni. VÉR SKORUM á Alþingi og ríkisstjórn íslands að segja upp „her- verndarsamningnum“ svonefnda við Bandaríkin þegar í stað og leyfa ekki framar herstöðvar á Íslandi. VÉR SKORUM á alla Islendinga að sameinast um kröfuna um brottför hersins og ævarandi hlutleysi Islands. VÉR, íslenzkir karlar og konur, úr öllurn stéttum, úr öllum flokk- um, strengjum þess heit á helgasta sögustað Islands, Þingvelli, að beita til þess kröftum vorum og áhrifum, hver í sínu byggðarlagi, að sú krafa nái fram að ganga sem allra fyrst.

x

Vestfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.