Vestfirðingur


Vestfirðingur - 21.09.1960, Blaðsíða 4

Vestfirðingur - 21.09.1960, Blaðsíða 4
4 VESTFIRÐIN GUR „Látum hana bara reyna,“ sagði Eustace. „Hespurnar eru skrúfaðar fastar. Það er ekki hægt að lyfta þeim á þann hátt. En nú ætla ég að setja hlerana fyrir líka. Þú átt næsta leik, Saunders. Ég er búinn að færa.“ En Saunders gat ekki lengur einbeitt sér að skákinni. Hann undraðist hátt og í hljóði, hve vinur hans virtist vera óttalaus. „Hvað segir þú um eitt' glas af víni?“ spurði hann. „Þú virðist taka þessu öllu með malandi ró, en ég játa fúslega, að ég er hræddur eins og mús.“ „Hvaða bull. Það er ekkert yfirnáttúrulegt við þessa hönd, Saunders. Ég á við, að hún verður að hlíta náttúrulögmálunum alveg eins og við. Hún getur ekki gert sig ósýnilega og kemst ekki gegnum dyr og veggi. Þessvegna hætti ég á, að bjóða henni byrginn. Við för- um snemma í fyrramálið. Ég læt ekki hræða mig meira. Helltu í glösin, gamli vinur. Það eru hlerar fyrir gluggum og dyrnar læstar. Lengi lifi Adrian frændi! Skál! Af hverju hik- arðu nú?“ Saunders stóð grafkyrr með glasið í hönd- unum. „Hún getur komizt inn“, sagði hann með hásri röddu. „Hún kemst inn. Við höf- um gleymt skorsteininum í herberginu mínu. Hún getur komizt niður í gegnum reykpíp- una.“ „Fljótt," sagði Eustace, um leið og hann hljóp inn í hitt herbergið. „Við megum ekki missa eina einustu mínútu. Hvað getum við gert? Kveiktu upp í ofninum, Saunders! Fáðu mér eldspýtu.“ „Þær eru í hinu herberginu. Nú skal ég sækja þær.“ „Já, en flýttu þér maður, í guðanna bænum. Gáðu upp á hilluna og í baðherbergið. Nei, bíddu hér, ég skal sjálfur leita.“ „Flýttu þér!“ hrópaði Saunders. „Ég get þegar heyrt í henni.“ „Troddu lakinu úr rúminu þínu inn í ofn- pípuna! Nei, hérna eru eldspýturnar. Ertu bú- inn að leggja í ofninn? Gott, en það kviknar kannske ekki í því, — bíddu við, hér er olía af gamla leslampanum og bómullarhnoðri. Kveiktu nú! Taktu lakið frá aftur, þorskur- inn þinn ,við höfum ekki not fyrir það leng- ur.“ Það heyrðust drunur frá eldstæðinu, þegar logarnir soguðust inn í reykopið. En Saund- ers hafði verið helzt til seinn í snúningum, er hann reyndi að ná lakinu burt. Það hafði lent á því olía, og nú var byrjað að loga í því. „Það kviknar í öllu húsinu!“ hrópaði Eustace, sem reyndi að kæfa logana með teppi. „Þetta stoðar ekki. Ég get ekki gert þetta einn. Þú verður að hlaupa eftir hjálp, Saunders.“ Saunders flýtti sér til dyranna og skaut slagbrandinum frá, lykillinn festist í skránni. „Flýttu þér!“ hrópaði Eustace, „annars kafna ég í reyknum. Loks lét lykillinn undan Saunders beið aðeins hálfa sekúndu til að líta til baka. Eftir á var honum ekki vel ljóst, hvað hann sá, en honum fannst bregða fyrir einhverju svörtu og koluðu, sem hægt, mjög hægt skreiddist gegnum logana og nálgaðist Eustace Borlsover. Eitt andartak datt honum í hug að snúa við vini sínum til hjálpar, en brakandi logarnir breyttu þeirri ætlun hans, og hann þeyttist niður ganginn og hrópaði: „Eldur, Eldur.“ Hann æddi að símanum og bað um hjálp, og síðan sneri hann aftur til bað- herbergisins — það hefði honum átt að hug- kvæmast strax — til að ná í vatn. Þegar hann kom inn í svefnherbergið, kvað við skelfing- aróp. Það þagnaði skyndilega, og á eftir heyrðist þungur dynkur. Bærinn og nágrennið NÝIK BORGAKAK. Helga Birna, fædd 11. marz 1960 á ísafirði, skírð 27. ágúst 1960. Foreldrar: Helga Hulda Jónsdóttir og Jón Kristmannsson, Pólgötu 6 ísafirði. Helga, fædd 8. maí 1960 á ísa- firði, skírð 4. september 1960. Foreldrar: María Kristín Jóhanns- dóttir og Magnús Þórðarson, Hlíð- arvegi 7 Isafirði. Elísabet, fædd 18. ágúst 1960 á ísafirði, skírð 7. september 1960. Foreldrar: Steinunn Gunnlaugs- dóttir og Árni Guðjónsson, Berg- þórugötu 55 Reykjavík. Högni Júlíus, fæddur 21. ágúst 1960 í Hnífsdal, skírður 8. sept- ember 1960. Foreldrar: Ingibjörg Högnadóttir og Svanberg Einars- son, Hnífsdal. María Björk, fædd 29. janúar 1960 á ísafirði, skírð 13. septem- ber 1960. Foreldrar: Þórdís Helga Gunnarsdóttir og Jóhann Símonar- son, Illíðarvegi 42 Isafirði. Elva, fædd 8. maí 1960 á Isafirði skírð 18. september 1960. Foreldr- ar: Elísabet Guðbjartsdóttir og Sigurður Þorláksson, Hliðarvegi, ísafirði. Hjúskapur. Þann 17. þ.m. gaf sóknarprestur, séra Sigurður Kristjánsson, saman í hjónaband ungfrú Jónínu K. Jak- obsdóttur, kennara við Gagnfræða- skólann á ísafirði, og Garðar Guð- mundsson, kennara. Heimili þeirra er í Sundstræti 26. Andlát. Júlíana Guðrún Júlíusdóttir, húsfreyja í Hnífsdal, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísaf. 1. þ.m. Ilún var fædd 24. júlí 1921 á Atlastöðum í Sléttuhreppi. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Júlíus Geirmundsson er lengi bjuggu þar. Júlíana var gift Högna Sturlusyni, er lifir konu sína ásamt 6 börnum þeirra. Gertrud H. Hasler, húsfreyja, Mánagötu 1. ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísaf. 10. september s.l. Hún var fædd 24. desember 1893 í Þýzkalandi. Hún hafði hér í mörg ár veitingasölu. Kjartan Jakobsson frá Reykjar- firði í Grunnavíkurhreppi andaðist 16. þ.m. Hann var kvæntur Flóru Ebenezersdóttur, sem lifir mann sinn. Guðbjörg Jónsdóttir frá Kirkju- bæ andaðist í Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 19. þ.m. Hún var fædd 23. desember 1864 í Hjarðar- dal í Önundarfirði. Steindór Þórisson andaðíst í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 12. þ.m. Hann var fæddur 3. septem- ber 1937 á ísafirði en fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Foreldrar hans eru Þórir Bjarna- son bílstjóri og kona hans Ólöf Jónsdóttir. Steindór sál. var mesti efnismaður og er mikill harmur kveðinn að foreldrum hans og ætt- ingjum við fráfall hans. Til lesenda. Vegna þrengsla í biaöinu verða ýmsar fréttir að bíða næsta blaðs, þar á meðal frétt um 30. fund Sambands vestfirzkra kvenna, sem haldinn var á Isafirði 3. og 4. þ.m. Þá eru lesendur beðnir afsökun- ar á því að blaðið hefur ekki kom- ið út að undanförnu, en það stafar af fjarveru ritstjórans úr bænum. 16. þing Alþýðusambands Vest- fjarða . var sett í Alþýðuhúsinu á ísa- firði í gær. Þingið sitja Um 30 fulltrúar að meðtalinni sambandsstjórn. Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands Islands, situr þingið.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.