Vestfirðingur - 15.12.1965, Blaðsíða 5
VESTFIRÐIN GUR
5
Ógleymanleg nótt
í Höfðakotshlöðunni
Frásögn Ingimundar Ögmundssonar
hún er litlu innar en nú
stendur Hólmavíkurkaup-
staður; var útlend vara af-
hent þar, en svo komu bændur
aftur með sína vöru á áttær-
ingum til Borðeynar.
Enginn kofi var á Borðeyri
fyrstu árin, sem spekulant-
arnir komu þar, og ekki fyrr
en Pétur Eggerz reisti þar hús
árið 1860. Það var 24 álna
langt og 12 álna breitt og
stendur þar enn.
Hann tók vörur þær af
skipum Cliausens, sem ekki
gengu út, og verzlaði með þær.
Síðan stofnaði hann verzlunar-
félag með þeim Páli Vídalín í
Tungu og Skaptasen lækni.
Hét það verzlunarfélag Hún-
vetninga og var hlutafélag, en
hluturinn var 25 dalir.
Félag þetta gat ekki þrifist
og mis$tu menn hluti sína.
Keypti Zöllner þá húsið af
Pétri, en Bryde byggði nýtt
hús á tanganum. Úr því féllu
niður spekulantsferðir til
Borðeyrar, og höfðu þær
staðið yfir í 31 ár. En þetta
var 1879.
EFTIRMÁLI.
Frásögn þessi birtist í al-
þýðutímaritinu Vanadís 1915.
Höfundurinn, Jónadab Guð-
mundsson, var fæddur á
Reykjum í Hrútafirði en and-
aðist á Efra-Núpi í Vestur-
Húnavatnssýslu 92 ám gamall
1918, „fræðimaður nokkur“
segir Páll Kolka í Föður-
túnum.
Brúðhjónin þrenn, sem frá
er sagt, voru gefin saman í
Staðarkirkju í Hrútafirði 28.
júní, en ekki í byrjun mánaðar
ins, eins og fram kemur í
frásögninni. Þetta var systra-
brúðkaup, því að þarna gengu
systurnar Valgerður og Guðný
Tómasdætur frá Broddanesi í
hjónaband. Valgerður giftist
Daníel á Þóroddsstöðum, en
Guðný Guðmundi Zakarías-
syni. Brúður Björns Daníels-
sonar hét Anna ísleifsdóttir
og var bústýra hans.
Ekki er ástæða til að segja
frekar frá þessu fólki, þar sem
það kemur aðeins lauslega við
þá sögu, sem hér er sögð, þó
má geta þess, að meðal barna
þeirra Guðmundar og Guð-
nýjar var Björn kaupmaður á
ísafirði, stofnandi Verzlunar
Björns Guðmundssonar.
Skömmu fyrir síðastliðin alda-
mót réri ég hausvertíð í Ólafs-
vík. Ég byrjaði róðra í Elliða-
ey 15 ára gamall, og var búinn
að róa þar, í Höskuldsey og
undir Jökli, þegar hér var
komið.
Við vorum fimm á skektu
þetta haust, fiskuðum mest á
handfæri og beittum kræklingi
Höfðum þó eina lóð með okkur
í sjóferð. 1 jólaföstubyrjun
sameinuðust tvær skipshafnir
á einu stóru skipi, var það
teinæringur, sem hét Freyja,
og er eitt hið bezta skip, sem
ég hef róið á.
Á þessu skipi var eins og
áður beitt öðu, og þurfti því
að fara á skeljafjöru, þegar
tækifæri gafst, en það var
sérstaklega eftir brim. Þegar
kræklingurinn á heimafjörum
var uppurinn var farið inn í
Búland, og fóru þá venjulega
fleiri skipshafnir í félagi.
Norðangarður hafði verið áður
en við fórum í þá ferð, sem
hér verður sagt frá, en var
að ganga niður. í förinni
voru um um tuttugu menn af
mörgum skipum. 1 þessum
leiðangri vorum við fjórir
saman í sérstökum flokki og
hugsuðum okkur iað gista í
Höfðakoti, meðan við værum á
skeljafjöru.
Bóndinn í Höfðakoti hét
Sveinbjörn og hafði ég róið
með honum eina vertíð áður.
Við félagarnir vorum Hjörtur
Gíslason og Guðmundur Krist-
mannsson, báðir miðaldra
menn, Guðjón frá Brekkubæ,
maður um tvítugt, hraust-
menni mikið, og ég, sem þá
var á 19. ári.
Þegar við komum að Höfða-
koti, létum við hita okkur
kaffi, en fórum síðan að leita
að öðu í fjörunni þar fyrir
neðan og alla leið inn að Lár-
ós, sem er áll, er gengur þar
inn í landið. Þarna vorum við
að fram á flóð, en urðum þá
að hætta. Skelina bárum við
í hellisskúta, sem þama var,
og geymdum hana þar.
Á flóðinu fórum við heim að
Höfðakoti, en fórum aftur á
fjöru um kvöldið og vorum þá
fram á klukkan að ganga eitt
um nóttina, aðallega við Lárós
og þar í kring. Logn var og
tunglsljós, þegar við vorum að
skrapa þarna.
Margir þeirra, sem með
okkur voru, fóru heim um
kvöldið, en 11 voru eftir,,
sjö þeirra hættu á fjörunni
þó nokkuð á undan okkur
þessum fjórum, og gistu á
Höfða um nóttina. Það var
komið miðnætti, þegar við
héldum heim að Höfðakoti.
Skelina bárum við eins og
áður í hellisskúann og skildum
hana þar eftir. Á Höfðakoti
hitaði konan fyrir okkur kaffi,
sem við lögðum sjálfir til, og
við fengum okkur bita af nesti
okkar. Fátækt var mikil þarna
og mörg börn, sem gægðust
upp úr rúmfletunum, sem ekki
var annað í en pokadruslur
og gærur. Við Guðjón smurð-
um brauð með kæfu og réttum
krökkunum, og var það vel
þegið að sjá. Einhvem vegin
komust þessi börn upp, og að
minnstakosti tveir synir
þessara hjóna urðu formenn
og dugnaðarmenn.
Þegar við höfðum matast,
fylgdi Sveinbjörn okkur út í
hlöðu, þar sem við skyldum
sofa. Klukkan var þá um eitt.
Hleri var fyrir hlöðuopinu og
dálítið þrep að stíga niður í
sjálfa hlöðuna. Þegar við kom-
um niður, lét Sveinbjörn
hlerann fyrir og sagði um
leið, að hann ætlaði að setja
krossmark á dymar, sem hann
og gerði, en því svöruðum við
engu. Hlaðan var með torfþaki
og torfveggjum, þakið freðið
og snjóföl á. Sama lognið var
og áður. Við létum nóg hey
undir okkur í geilinni og
lögðumst þar niður. Hjörtur
og Guðmundur í annan end-
ann, en við Guðjón í hinn.
Hjörtur sofnaði hér um bil
strax, en eitthvað sótti að
honum, svo að Guðmundur
vakti hann og þótti alveg nóg
um. Ekki mundi Hjörtur hvað
hann dreymdi, en hann var
hræddur í svefninum.
Rétt eftir að við lögðumst
niður, heyrðum við högg með
jöfnu milli bili. Héldum við að
Sveinbjöm væri að berja
sundur mó, því að höggin voru
jafn þung, en ekkert málm-
hljóð í þeim. Höfðum við orð
á, að bóndi væri lengi að berja
móinn og bölvuðum honum
fyrir að halda okkur vakandi.
Loksins hættu höggin, en þá
var komið á hlöðudymar með
skruðningi og höggum og
ýmiskonar þruski. Hjörtur
ætlaði að standa upp og opna
og gá að hvað þetta væri, en
Guðmundur aftraði honum,
sagði að þetta væri ekki ein-
leikið og að hann mundi
ekkert sjá. Lagðist Hjörtur þá
niður aftur. Klukkan var farin
að ganga fjögur þegar þessi
læti við hlöðudyrnar hættu.
Ekki skildum við hverju þetta
sætti eða hvað var hér á ferð.
Þó held ég, að enginn af okkur
hafi verið hræddur og stund-
um lá við, að við brostum að
þessum látum. Eftir dálitla
stund var komið upp á þakið,
sem var torfþak, eins og áður
segir. Þar var rennt sér upp
og niður, lamið og hamast,
svo ekki verður lýst þeim há-
vaða og gauragangi, sem var
svo mikill að brakaði í viðum.
Verður mér sá atgangur lengi
minnisstæður.
Klukkan hálffimm, eða þar
um bil, hættu þessi læti. Við
lýstum með eldsýtu upp í rjáf-
rið, en sáum ekkert, og um
svefn var að sjálfsögðu ekki
að ræða hjá okkur. Við töluð-
um ýmislegt um þessi ósköp,
en gátum enga hugmynd gert
okkur um hvað þar væri á
seiði. Nokkru eftir að þetta
hætti, var engu líkara en að
fjöldi hrossa væri rekinn um-
hverfis hlöðuna, með þvílíkum
hamförum, að við fundum
hlöðugólfið nötra og skjálfa
undir okkur. Við héldum að
hér væru aðkomuhestar á ferð,
og fannst okkur það ekki til-
tökumál.
Klukkan að ganga sex,
slotaði þessum ósköpum. Kom
okkur þá saman um að klæða
okkur og yfirgefa þennan
næturstað. Við fórum inn í bæ
og hjónin fóru á fætur að
hita fyrir okkur kaffi. Áður
en við fórum heim í bæinn,
athuguðum við þakið á hlöð-
unni, en sáum þar engin vegs-
ummerki, og ekki sáum við
heldur hófaför umhverfis
hana. Frostið var það sama
og áður, en orðið koldimmt í
lofti, þegar við komum út.
Hjörtur sem var fyrirliði
okkar, hafði orð á því við
Sveinbjörn, að hann hefði
verið lengi að berja móinn í
nótt. Sveinbjörn varð hissa á
þeim ummælum, sagðist engan
mó hafa barið, en skriðið í
bælið undireins og hann skildi
við okkur. Sögðum við honum
þá, hvað fyrir okkur hefði
borið um nóttina. Sveinbjörn
sagðist hafa orðið var við
svipað áður, en ekki eins
mikið, þá hefði gert norðan
aftakaveður. Hann sagðist á-
líta að hér væri á ferð Ólafur
heitinn á Lár og skipshöfn
hans, sem fórst í Lárósnum
fyrir nokkrum árum.
10--------------------------------------------------n
Ingimiindur ögmundsson er fæddur 14. apríl 1881
á Fjarðarhorni í Hrútafirði og er þuí á 85. aldurs-
ári. Ilann fluttist 3ja ára gamall með foreldrum
sínum, ögmundi Kristjánssyni og Sigurhjörgu
Sigurðardóttur að Hálsi á Skógarströnd og ólst
þar upp, og í föðurgarði var hann, þegar sú saga
gerðist, er hann hér segir frá.
Ingimundur hefur við margt fengist á langri
ævi. Hann hefur verið sjómaður á skútum, vél-
bátum og togurum, útgerðarmaður og húsasmiður,
svo nokkuð sé nefnt. llefur txl. staðið fgrir smíði
margra Iiúsa hér í bæ og víðar.
Þrátt fgrir háan aldur, er hann enn sæmilega
ern og minnið er sérstaklega traust. Hann getur
því frá mörgu sagt, sem fróðlegt er og athgglisvert.
Með atburðum líðandi stundar fglgist hann af
lifandi áhuga, bæði innlendum og erlendum tíð-
indum
Ingimundur er tvíkvæntur. Seinni kona hans
er Jóhanna Jónsdóttir.
0----------------------------------------------------e