Vestfirðingur - 23.03.1983, Page 2
2 VESTFIRÐINGUR
Blað Alþýðubandalagsins á Vestfiörðum
Ritstjórar:
Finnbogi Hermannsson og
Hallur Páll Jónsson (ábm.).
Ritnefnd: Hallgrímur Axelsson, Þurfður Pétursdóttir,
Einar Bragason, Svanhildur Þórðardóttir.
Blaðið er sett hjá Alþýðubandalaginu á Isafirði,
Aðalstræti 42, 400 ísafirði. Sími: 4242.
Verð árgangs er 150 kr. Gjalddagi 1. maí.
-----------------------------------------------í
| Bænaskrár j
j hafaekki
dugad
Sú var tíðin hér á íslandi, að danskir
kaupmenn keyptu alta útflutningsframleiðslu
okkar á smánarverði og seldu okkur í staðinn
vonda vöru og dýra. Þetta var á nýlendu-
tímanum þegar lénsvaldið blóðmjólkaði
almúgann. Eina ráðið sem íslendingar kunnu |
við þessu var að senda kónginum í Danmörku
bænaskrár þar sem hann var beðinn að líta
! í náð til sinna óverðugu þegna. Þá var
mönnum refsað harðlega fyrir það eitt að tala
; illa um kónginn.
Nú er það ekki fiskurinn sem er seldur
! á gjafverði heldur orkan. Raforkan sem við
fáum úr fallvötnunum er seld til erlendra
auðkónga undir kostnaðarverði, á meðan við í
verðum að kaupa erlenda orkugjafa á
sífellt hærra verði. Sjálfstætt fólk lætur
! ekki bjóða sér slíkt til lengdar og að
undanförnu hefur orkuráðherrann, Hjörleifur
! Guttormsson, staðið í ströngu við að reyna
! að fá auðhringinn Alúsviss að samninga-
borðinu. Forstjórar álhringsins hefur þver-
skallast við og viljaekkert við okkur tala, nema
þeir fái í forgjöf stækkun álvers með meiru.
Þegar svo er komið er ekki nema ein
leið fær. Sjálfstæð þjóð verður að grípa
til einhliða aðgerða og verðleggja vöru
sínasjálf.
Nú hefur hins vegar hið ótrúlega gerst. Upp
hafa risið nokkrir framámenn meðal þjóðar-
innar og heimta að fyrst verði gripið
til bænaskrár. Við megum ekki styggja
auðhringinn, segjaþeir. Viðverðumaðfara að
honum með lagni, svo hann líti til okkar
J smælingjanna af náð síns auðuga hjarta.
Bænaskrá á það að vera, og þeir Geir
Steingrímur og Sighvatur ætla að undir-
rita hana.
Þetta er hin nýja nýlendustefna. Alþjóð-
legir auðhringar kaupa innlenda menn til að
ganga erinda sinna, koma þeim í valda-
stóla í krafti auðmagns og kaupa síðan af
þeim náttúruauðlindir þjóðannaágjafverði.
Erlendum fésýslumönnum er ekki treyst-
andi. í tvígang hafa þeir þlekkt íslenska
samningamenn. Fyrst 1966 þegar gerðir voru
! við þá samningar um álverið. Þá töldu
ýmsir að kjarnorkuver myndu á allra næstu
árum verða svo hagkvæmir í rekstri að raforka j
frá fallvötnum yrði ekki samkeppnishæf.
Árið 1975 hækkuðu þeir raforkuverðið lítilega
en fengu í staðinn breytta skattastöðu sem
þegar upp er staðið kostaði okkur hálfa
milljón dollara beint úr ríkissjóði.
Orkusalan til Alúsviss er nýtt landhelgismál
Það er nýtt sjálfstæðismál. Viljum við ráða
sjálf auðlindum okkar og selja framleiðsluna
á viðunandi verði eða ætlum við að láta
erlenda menn beygja okkur?
Við getum gefið viðeigandi svör við þessum
spurningum í kjörklefanum í vor. b.p_
Næg* atvinna á
REFIR KOMNIR f
BJARNARFJÖRÐ
Þegar Vestfirðingur hafði sam-
band við Pálma Sigurðsson,
bónda á Klúku, nú á dögunum,
sagði hann að snjór hefði mikið
minnkað í Kaldrananeshreppi, en
erfiður kafli hefði verið frá því um
hátíðar og illa gengið með sam-
göngur allt fram í febrúar.
Mannlíf hefur þó gengið fyrir sig
eins og venjulega þrátt fyrir sam-
gönguleysið og menn verið mikið
heimavið. Um miðian febrúar var
þorri blótaður á Drangsnesi og
tókst ágætlega að sögn Pálma.
Tók sig þar saman fólk úr
Hrófbergs og Kaldrananeshreppi.
Á Drangsnesi hefur verið næg
vinna og rækjuafli verið góður.
Atvinna tengist nær eingöngu
rækjuveiðunum á þessum árstíma
en fjórir bátar stunda rækjuveiðar
á vertíðinni nú.
Refarækt er að hefla innreið
sína í Bjarnartjörð um þessar
mundir og voru menn einmitt að
þekja refahús Pálma er við rædd-
um við hann. Refabú eru einnig á
döfinni í Odda og í Framnesi, en
Framnesrefir enn í Odda, þar sem
enginn maður er í Framnesi í
vetur. Fyrst um sinn er gefið
erlent þurrfóður að því er Pálmi
tjáði okkur.
Pálmi var að lokum spurður um
menningarlífið, kvað hann ekkert
í bígerð enn þá, enda erfitt um
samgöngur enn þá, en í fyrra var
SÁÁ menn
á ísafirði
SKÍÐABOGAR
SKÍÐAHÖLDUR
Nú þarf
að huga að
skíðahöldum
sjónleikurinn Biðlundur settur á
svið í tilefni af ári aldraðra.
SLÆMT ÁSTAND
ÁFENGISMÁLA
I marsbyrjun voru hér á ferð
á ísafirði þeir Hendrik Berndsen
og Þórarinn Tyrfingsson á vegum
samtakanna S.Á.Á., til þess að
kynna söfnun á vegum samtak-
anna fyrir nýrri sjúkrastöð. Það
kom fram á fundi með þessum
mönnum, að umfangsmikil starf-
semi er rekin á vegum samtak-
anna, en þau hafa rekið stöðvar
að Sogni í ölfusi, á Silungapolli,
í Reykjadal í Mosfellssveit, á
Staðarfelli í Dölum og víðar. Þá
reka samtökin eftirmeðferðarstöð
við Síðumúla í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum sem
fram komu á fundinum, eru inn-
lagnir orðnar 5500 frá upphafi og
oft hefur verið unnið við erfið
skilyrði. Nú er verið að reisa
myndarlega sjúkrastöð við Graf-
arvog í Reykjavík og hefur húsið
verið steypt upp. Er nú eftir átak
við að fullgera húsið og hafa eins
konar skuldabréf verið send út,
sem menn geta skrifað undir og
eru þau innheimt síðar meir.
Hvað snertir ástand áfengis-
mála ilandinu, sagði Þórarinn, að
það hefði sjaldan verið jafn slæmt
og nú og brýn nauðsyn að koma
stöðinni sem fyrst í gagnið.
Ramma
gerð
Isafjarðar
Aðalstæti 33
Fjölbreytt úrval af
rammalistum og
römmum fyrir Ijós-
myndir, málverk og
útsaum.
Einnig álrammalistar
fyrir grafík.
Vélsmiðjan
Þór hf.
ÍSAFJORÐUR Simnefni: Vélar
Simi 3711 og 3041 Pósthólf69
Fljót og góð afgreiðsla.
Fagvinna.
Rammagerð ísafjarðar
Aðalstræti 33, sími 3213