Vestfirðingur - 23.03.1983, Qupperneq 3

Vestfirðingur - 23.03.1983, Qupperneq 3
VESTFIRÐINGUR 3 Höf num borgríki byg'g’jum ÞjóÖríki Kjartam Ólafsson Þegar þessi orð ern skrifuð, sit- ur Alþingi enn að störfum, en bú- ist við, að þlnglnu fjiiki innan fárra daga. Meðal þeirra mála, sem þar eru til umfjöllunar á siðustu dögum þingsins, er hið svokallaða kjördœmismál og sú tiiiaga að stjómarskrárbreytingu, sem formenn flokkanna hafa lagt fram. fJti um landið hefur allt of litil umræða farið fram um þetta alvarlega mál, þött miklir hags- munir séu i húfi fyrir fólklð, sem á landsbyggðinni býr. Þeim mun meiri gauragangur hefur verið hafður í frammi á suð- vesturhomi landsins, þar sem öfl- ugir hópar öfgamanna hafa reynt að safna liði um þá ósvífnu kröfu, að íbúar tveggja kjördæma af átta það er Reykjavíkur og Reykja- ness, skuli öðlast rétt til þess að kjósa einir ríflegan meirihluta alþingismanna. Nokkrir brodd- borgarar, sem fyrir níu árum stóðu fyrir undirskriftasöfnun „Varins lands " tóku sig nú til í annað sinn og hófu opinbera „skoðanakönnun" um kjördæma- málið, en aðferðirnar sem beitt var, svo og tilhögun spuming- anna voru með þeim hætti, að hvergi nálgaðist óhlutdrægni.Og auðvitað fékk fólkið, sem býr í kjördæmunum sex, utan suðvest- urhomsins alls ekki að taka þátt í þessari sérstæðu skoðanakönnun „Varins lands" :Skoðanir þess skyldu einskis metnar og máttu ekki trufla liðsafnað höfðingjanna meðal útvaldra. BROT Á MARKAÐSLÖGMÁL- UNUM I hópi þeirra sem harðast beittu sér í þessari herferð gegn lands- byggðinni, var Ragnar Halldórs- son, forstjóri álversins í Straums- vík. í ræðu sem þessi formaður Verslunarráðs Islands flutti á við- skiptaþingi í síðasta mánuði, komst hann svo að orði, að það væri brot á markaðslögmálunum, ef vægi atkvæða væri ekki ná- kvæmlega jafnt um land allt. - Menn ættu að taka vel eftir ná- kvæmlega þessari röksemda- færslu. Á bak við hana er ákveðin hugmyndafræði, ákveðin trúar- brögð. sem ekkert meta eða virða nema frelsi markaðarins, frelsi fjármagnsins og handhafa þess til að drottna. Þeir sem fastast trúa á hjálp- ræði markaðslögmálanna, heimta nú, að meirihluti Alþingis verði kjörin af íbúum suðvesturhoms- ins eingöngu og hyggjast þannig auka enn á það misrétti á fjölda- mörgum sviðum, sem íbúar landsbyggðarinnar, fólkið sem ber uppi nær alla undirstöðu- framleiðslu okkar þjóðfélags, hef- ur mátt þola. En við skulum ekki láta ál- forstjórann og félaga hans í klúbbnum „VARIÐ LAND"ráða þessu. Við skulum halda áfram að bijóta markaðslögmálin, þegar nauðsyn krefur. Heill byggðar- laganna hringinn í kringum landið krefst þess, að þessi lögmál auð- hyggjunnar fái ekki að rikja ein. Heill okkar íslenska samfélags, þjóðarinnar allrar, krefst þess, að fólkið, sem ber uppi framleiðsl- una og býr úti um landið. fái í vaxandi mæli að njóta afraksturs erfiðis síns, en sé ekki hornrekur I eigin landi. AFLEIÐING EKKIORSÖK Fólksfjölgunin við sunnan verðan Faxaflóa og fólksfækk- unin úti um land á undanförnum árum og áratugum er fyrst og fremst afleiðing, en ekki orsök. Þeir þjóðflutningar, sem nú hafa átt sér stað, eru afleiðing margvíslegs misréttis og lakari kjara á ýmsan veg, sem lands- byggðarfólki hefur verið gert að búa við. Nú vi|ja markaðshyggjumenn- irnir gera þessa ömurlegu afleið- ingu gamals misréttis að orsök og tilefni nýs misréttis. - Hér þarf að snúast til vamar. Ég skrifaði fyrir nokkrum mán- uðum grein í þetta blað um kjördæmamálið undir fyrirsögn- inni„Ætlar Framsókn að bregðast landsbyggðinni?"Því miður hafa mál þróast með þeim hætti, sem þar var sérstaklega varað við. Á síðastliðnu hausti var þegar ljóst, að einhverjar breytingar á núverandi vægi atkvæða í hinum ýmsu kjördæmum yrðu gerðar á næstunni. Það sem mestu máli skiptir við þessar aðstæður, var að hindra, að réttur landsbyggðarkjördæm- anna sex og íbúa þeirra yrði eftir þær breytingar lakari en hann var fyrst eftir síðustu kjör- dæmabreytingu, árið 1959. Þar var hin eðlilega vamarlína, sem sæmilega auðvelt var að verja, ef þingmenn þessara kjör- dæma hefðu borið gæfu til sam- komulags. Þessi vamarlina, að iandsbyggðarldördæmin sex hefðu áfram að minnsta kosti sjö þingsæta meirihluta á AI- þingi. FRAMSÓKN BRÁST Það hörmulega gerðist hins vegar í þessu máli, að Framsóknar- flokkurinn, sem margt lands- byggðarfólk hafði sett traust sitt á, markaði strax I nóvember þá flokksstefnu, að deilumar um kjördæmamálið skyldi leysa með því einfalda móti að flytja alla uppbótarþingmenn frá lands- byggðarkjördæmunum til Reykjavfkur og Reykjaness. Framkvæmd slíkrar stefnu þýddi augljóslega, að þingmenn landsbyggðarkjördæmanna sex, yrðu aðeins fjórum mönnum fleiri en þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness og réttur Iands- byggðarfólks þannig mun lakari en hann varl959. Þessi furðulega og vanhugsaða samþykkt Framsóknarflokksins braut niður sterkustu vamarlínu landsbyggðarinnar í málinu, því án þingmanna Framsóknar var engan meirihluta hægt að mynda á þingi sem dugað gæti fyrir landsbyggðina. Með þessari sam- þykkt Framsóknar var þeim sem í öðrum flokkum reyndu að verja hagsmuni landsbyggðarfólks gert langtum erfiðara fyrir og bestu vopnin slegin úr höndum manna - vamarlínan frá 1959 rofin. Fyrir þetta á Framsókn refsingu skilið. Síðan hafa mál gengið í þófi uns fram var lagt stjórnarskrár- frumvarp allra flokksformanna ásamt greinargerð.Það frumvarp er heldur hagstæðara lands- byggðinni en upphafleg tillaga Framsóknar, en þar er munurinn þó ekki mikill. Að loknum kosningum nú gefst kostur á því að vinna að breytingum á því frumvarpi landsbyggðinni í hag, en miðað við nýjustu reynslu, þá er Fram- sóknarflokkurinn undir forystu - steingríms Hermannssonar ekki líklegur til að verða þar að liði. VESTFIRÐINGUR AUGLÝSINGASÍMAR 4242 - 4057 ÍSFIRÐINGAR — HNÍFSDÆLINGAR SÚÐVÍKINGAR Höfum opnað skrifstofu á ísafirði og er hún opin alla virka daga frá kl. 9:00 — 17:00 ALLAR TRYGGINGAR Á EINUM STAÐ Þökkum ánægjuleg viðskipti og bjóðum ykkur vel- komin á nýjum stað. % TRYGGINGAMIÐSTOÐIN ? ÍSAFJARÐARUMBOÐ Hafnarhúsinu, ísafirði Sími: 94-3245 HALINN SYNDAAFLAUSN FENGIN Töluverða athygli hefur vakið veiting dómsmálaráð- herra, Friðjóns Þórðarsonar, á embætti bæjarfógetans á ísa- firði, en Friðjón veitti emb- ættið tiltölulega ungum og reynslulitlum manni, Pétri Kr. Hafstein. Alls sóttu níu menn um embættið og þóttu lík- legastir til að hljóta það Barði Þórhallsson, bæjarfógeti á Ólafsfirði, Már Pétursson, héraðsdómai í Hafnarfirði og Freyr Ófeigsson, héraðs- dómari á Akureyri, allir prýði- lega hæfir menn með mikla starfsreynslu. Þeim spámönnum sem meira trúðu á pólitísk sjónar- mið við veitinguna þóttu Guðmundur Sigurjónsson, aðalfulltrúi á ísafirði og Guð- mundur Kristjánsson, aðal- fulltrúi í Keflavík, einnig koma til greina ásamt Barða, en þeir munu allir vera Sjálfstæðis- flokksmenn. Fáum mun hins vegar hafa dottið í hug að Pétur hreppti hnossið þar sem hann mun lítið sem ekkert hafa komið nærri dómstörfum og hafði minnsta starfsreynslu umsækenda. Athyglisvert var að eftir embættisveitinguna reyndi dómsmálaráðherra ekki að I I “H færa fyrir henni nokkur rök, þegar glaðbeittur blaðamaður Tímans krafði hann skýringa. Hefði Friðjón þó mátt notast við hina snjöllu röksemda- færslu Steingríms Hermanns- sonar fyrir flugmálastjóra- veitingu, sem var á þann veg að væri framsóknarmaður á meðal umsækenda mætti ekki láta hann gjalda þess að vera í þeim góða flokki og bæri honum því starfið með réttu. Hefur Steingrímur nú með þessari tímamótakenningu komið í veg fyrir hugsanleg slys í þá veru að framsóknar- ráðherrar veiti utanflokks- mönnum einhver bitastæð embætti í framtíðinni. Fróðir rijenn hafa bent á hin ættfræðifegu rök til skýringar veitingu Friðjóns, en Pétur á sterka að þar sem hann er kominn af Hafsteinum og Thorsurum og er því afsprengi innsta kjarna Sjálfstæðsi- flokksins. Síðast en ekki síst telja menn dómsmálaráðherra hafa gert sín næstbestu kaup þegar hann ók í Bifröst vestur á vakningasamkomu ’ ’ sannra íslendinga”, lýsti syndum sínum, hlaut aflausn og var tekinn í hóp rétttrúaðra, en þurfti þó í engu að gjalda utan litlu embættisbréfi vestur á fjörðu. MEÐ LOGANDA UÓSI Minnihlutinn í bæjarstjóm ísafjarðar leitar nú með log- anda ljósi að málefnaágrein- ingi hjá meirihlutaflokkunum. Ekki hefur skriffinnum Vestur- lands orðið betur ágengt í viðleitni sinni en svo, að stunda þurfa þeir sögurann- sóknir svo sem síðasta tölu- blað Vestfirðings ber með sér. Er þar verið að vitna í greinar- stúf í Skutli heitnum, frá frá því fyrir bæjarstjómar- kosingar. Munu þá einhver hnjóðsyrði hafa hrotið úr kratapenna eins og fara gerir í hita kosningabaráttu. Þykir halanum þetta gáleysisleg skrif að opinbera á síðum Vesturlands, að menn þar á bæ skuli ekki hafa neitt þarf- ara að gera en fletta gömlum árgöngum af Skutli. Kann þetta að vera skýring- in á þeirri litlu vinnu, sem minni hlutinn eyddi í athug- anir á flárhagsáætlun kaup- staðarins, en ekki eina einustu breytingartillögu báru þeir sjálfstæðisflokksmenn fram við frumvarpið. SLÆMT SKYGGNI Máttur fjölmiðla er mikill hér á landi sem annars staðar, einkum þó sjónvarpsins. Eftir að menn hafa birst nokkrum sinnum á skjánum heima hjá fólki, þykja þeir skjótt gjald- gengir í framboð og vegnar einatt vel. Talandi dæmi þessa. er spútnikinn, sem skaust upp á stjörnuhvelið hjá Allaböllum í Norðurlandi eystra, Steingrímur Sigfússon. Hafði hann birst á skjánum í fáein skipti sem hjástoð hjá Bjarna Felixsyni að kynna íþróttir. Umsvifalaust var hann kjörinn í fyrsta sæti í næsta prófkjöri til Alþingis- kosninga. Segja óljúgfróðir menn að norðan, að Stein- grímur hafi hlotið afburða- kosningu í Eyjafirði svo og I Suður-Þingeyrjarsýslu. Hins vegar tók að kárna gamanið, þegar norðar dró og fátt um atkvæði. Munu sjónvarps- skilyrði hafa verið með versta móti í Norðursýslunni, vegna bilaðs sendis og Steigrímur sést illa á þeim slóðum. FLUGLEIÐIR OG ERNIR frh. af forsiðu. Þegar starfsmaður Emis er ekki á staðnum, munu starfsmenn Flug- leiða sjá um farbókanir, sím- svörun og almenna upplýsinga- gjöf í símum Ernis. Þá segir í til- kynningunni, að Flugleiðir taki að sér móttöku, geymslu og afhend- ingu á pósti og frakt fyrir Emi. Ef breytingar verða á brottfarartíma í flug Ernis, áður en farþegar eiga að mæta, sér starfsmaður Ernis að jafnaði um að láta farþega vita þar um. Vænta forráðamenn beggja félag- anna þess, að samningur þessi verði til þess að bæta þjónustu við flugfarþega á Vestfjörðum og í kjölfar hans komi víðtækari sam- vinna félaganna.

x

Vestfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.