Vestfirðingur - 23.03.1983, Page 5
VESTFIR ÐING U R 5
FJÁRHAGSÁÆTLUN
ISAFJARÐAR 1983
FRH. AF BAKS5IÐU:
GJALDFÆRÐ FJÁRFESTING Gjöld Tekjur
Yfirstjórn kaupst. 460.000 48.000
Alm.trygg/félagshjálp 660.600
Heilbrigðismál 200.000
Fræðslumál 1.079.200 502.100
Menningarmál 136.700
íþrótta- æskulýðsmál 51.100
Brunamál-alm. varnir 361.000
Hreinlætismál 170.000 51.000
Skipul./bygg.mál 550.000
Götur, holræsí, umf.mál 3.140.500 1.000.000
Rekstur fasteigna 50.000
SAMTALS: 6.909.100 1.601.100
Fært yfir á Qármagns-
yfirlit 5.308.000
FJÁRMAGNSYFIRLIT:
FJÁRÖFLUN:
Fært af rekstrar- og framkvæmdayfirliti 2.137.453
Tekin langtímalán 7.596.257
Seldar fasteignir 2.000.000
Fengnar afborganir 50.000
Skuldagreiðslur rikissjóðs 91.000
Framlag Vatnsveitu 2.888.500
SAMTALS: Kr. 14.763.210
RÁÐSTÖFUN:
Afborganir langtímalána 8.500.000
Framlag til Hafnarsjóðs 1.263.210
Til að bæta lausaljárstöðu 5.000.000
SAMTALS: KR. 14.763.210
HELSTU FRAMKVÆMDIR
Til nánari skýringar á því fé
senr varið er til ijárfestingar
er rétt að taka fram eftir-
farandi. Stærsti liðurinn í
framkvæmdum eru götur og
holræsi. Ber þar hæst jarð-
vegsskipti og nýbyggingu
gatna, þ.e.a.s. við Stakkanes,
Smárateig og Árvelli. Einnig
má minna á lokaframkvæmdir
við rotþró í Holtahverfi og
götulýsingu.
Til framkvæmda við Sjúkra-
hús og heilsugæslustöð er
varið um 1,2 millj. kr.
Til dagheimilis við Eyrargötu
er varið 829 þús. kr. en jafn
stórt framlag kemur úr ríkis-
sjóði. Til hönnunar nýs tón-
listarskólahúss er ráðstafað
300 þús. kr. og til hönnunar
stjórnsýsluhúss er varið
150 þús. kr. Til Hafnarsjóðs
fer 1.2 millj.
Þá er gert ráð fyrir að koma
upp opnum leikvelli við Kjarr-
holt og er til þess varið
225 þús. kr. Til Rauðakross-
deildar ísafjarðar er varið
200 þús. kr. vegna kaupa á
nýrri sjúkrabifreið.
NOKKRAR NÝJUNGAR
í viðbót við þá nýju liði sem
nefndir voru hér að framan
má nefna að nú er gert
ráð fyrir rekstri skólagarða;
varið er nokkurri upphæð til
stofnbúnaðar skólabókasafns
við grunnskólann; gert er ráð
fyrir upphæð vegna hönnunar
tengibyggingar milli gamla og
nýja barnaskólans; og enn-
fremur er það nýjung að inni
er upphæð sem er greiðsla
til einstæðra foreldra vegna
dagvistunar, þ.e.a.s. til þeirra
foreldra sem ekki eiga þess
kost að koma börnum sínum
fyrir á leikskólum bæjarins,
en þurfa þess í stað að
korna þeim fyrir hjá dag-
mæðrum, en þar er vistunar-
gjald ívið hærra.
Fjöldamargt mætti að sjálf-
sögðu skýra nánar og greina
frá, en lesendum og bæjar-
búum er hér með bent á að
leita sér nánari upplýsinga hjá
undirrituðum eða öðrum
bæjarfulltrúum, ef áhugi er
fyrir hendi.
Hallur Páll
Vélsmiðjan Þór h.f.
opnar bílasöluskála
Fólk spyr um þjónustuna
Vélsmiðjan Þór á Isafirði hefur
nú opnað vistlegan sýningarskála
í húsakynnum sínum, þar sem
Vestfirðingum gefst kostur á að
virða fyrir sér það sem á boð-
stólum er hjá fyrirtækinu. Er fyrst
að telja bifreiðar, en Þór hefur
söluumboð fyrir tvö bifreiða-
umboð í Reykjavík, Kristin
Guðnason, sem flytur inn BMW
og Renault og Bílaborg sem flytur
inn Mazda fólks- og sendiferða-
bíla svo og Hino og Daf vöru-
bíla, en DAF er dóttur-
fyrirtæki Volvo í Hollandi.
Reiðhjól eru á boðstólum frá Fálk-
anum í Reykjavik, en frá Gísla
Jónssyni er fyrirtækið með Ski
doo snjósleða, tjaldvagna og
hjólhýsi, svo og gróðurhús. Þá er
Þór h.f. mgð söluumboð fyrir
Komatgu þungavinnuvélar og
Bomag, valtara og því um líkt.
Vestfirðingur átti viðtal við
Bergmann Ólafsson, sölustjóra
hjá Þór og innti hann eftir, hvað
helst væri á boðstólum þessa
stundina og hvað áhersla hefði
verið lögð á að kynna.
Viðtalstími
bæjarfulltrúa
Föstudaginn 8. apríl munu bæjarfull-
trúarnir Hallur Páll Jónsson og Ingimar
Halldórsson verða til viðtals á bæjar-
skrifstofunni fráklukkan 17:00-19:00
Bæjarstjórinn
,,Við erum nú með Mazda-
bíla og Renaultbfl hér í salnum,
tveir þessara bfla, Renault 9 og
Mazda 626, hafa verið kjörnir
bflar ársins, annar í Japan hinn
í Evrópu. Þessi nýja Mazda 626,
er mjög tæknilega fullkominn,
bfllinn er framhjóladrifinn og
hefur mjög lágan vindmótstöðu-
stuðul. Þá eru aksturseiginleikar
bflsins taldir mjög góðir. Þessa
bfla er hægt að fá á verðinu frá
247 þúsund krónum og er hann
þá beinskiptur með 1600 ccm. vél.
Bfllinn sem hér er til sýnis er
fimm dyra hatchback með tveggja
lítra vél, sjálfskiptingu og vökva-
stýri. Ódýrasta Mazdan er af
gerðinni 323, þríggja dyra með
1300 ccm. vél.
Renaultbfllinn sem hér er, er
af gerðinni R9 og hefur bfllinn
vakið athygli fyrir góða tæknilega
útfærslu. Þá er hin slaglanga
franska fjö^run ekki til að spilla
fyrir bflnum, eða þá spameytnin,
en Renault hefur ætíð verið með
spameytnari bflum. Verðið á R9
er frá 194 þúsundum til 235
þúsund eftir búnaði bflsins. Núy
BMW erum við einnig með, þótt
ekki séu þeir komnir í salinn,
við eigum einn af árgerð 1982 á
góðu verði, en væntanlegir eru
nýir bflar, þar á meðal ný 300 gerð
sem einnig er hægt að fá fjögurra
dyra, en hefur ekki verið á fyrri
gerðum.”
Þá gat Bergmann þess, að fyrir-
tækið tæki nú til við að selja
notaða bfla, þannig að hægt væri
að taka bfla í umboðssölu þegar
menn væru að skipta yfir í nýja.
Þó tæki fyrirtækið ekki notaða
bfla upp í kaupverð nýs.
Við spurðum Bergmann, sem
reyndan sölumann, hvað fólk
setti helst fyrir sig, þegar það
væri að huga að bflakaupum
þessa dagana
,,Fólk spyr um þjónustuna, það
ætlar sér yfirleitt að eiga bflinn
lengur nú, en til dæmis fyrir
tíu árunt, þá var ekki svo mjög
spurt um varahlutaþjónustu og
aðra þjónustu við bflinn. Og hvað
varðar þá bfla sem við höfum
umboð fyrir, þá er varahluta-
þjónustan mjög góð og hér
á ísafirði munum við liggja með
það sem við köllum hreyftvara-
hluti.”
Hvað vHu i matinn?
ÚR KJÖTBORÐI OKKAR BJÓÐUM VIÐ M.A„ UPP Á:
Nautakjöt:
HAKKI FLOKKUR
HAKKII. FLOKKUR
FILE
LUNDIR
GÚLLASH
BUFF
INNANLÆRIS VÖÐ VAR
UTANLÆRIS VÖÐ VAR
T-BONE
FRAMHRYGGUR
O.FL.
Alikálfakjöt:
HAKK
GÚLLASH
BUFF
SNITZEL
KÓTELETTUR
LÆRISSNEIÐA R
SMÁSTEIK
FRAMHRYGGUR
Svínakjöt:
KÓTELETTUR
LÆRISSNEIÐAR
SVÍNABUFF
SNITZEL
SVÍNALUNDIR
SVÍNAFILE
HAMBORGARAHR YGGIR
REYKTIR SVÍNAKAMBAR
KRYDDAÐIR KJÚKLINGAR HANGIKJÖT
FOLALDAKJÖT LNGHÆNUR Á GÓÐU VERÐI
Lambakjöt:
ÚRBEINUÐ LÆRI
FYLLTLÆRI
LAMBA GEIRI
LAMBAGÚLLASH
SNITZEL
INNA NLÆRISSNEIÐA R
KINDAHAKK
KRYDDAÐ:
KÓTELETTUR
LÆRISSNEIÐAR
HÁLSA SNEIÐA R
VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER
SinarQuðfynnszon k £
BOLUNGARVIK