Vestfirðingur - 23.03.1983, Page 6
FJARHAGS
ÁÆTLUN
BÆJARSJÓÐS
1983
inn tók við á miðju síðasta
ári. Nú er þess kappkostað
að standa í skilum með
afborganir langtímalána, að
greiða upp vanskil og skamm-
tímaskuidir fyrri ára og ný
lán eru höfð í lágmarki,
jafnframt því sem farið er
varlega í framkvæmdir.
Þá hefur átak verið gert
HALLUR PÁLL JÓNSSON í sparnaðar- og hagræðingar-
SKRIFAR: skym.
Her fer a eftir yfirlit yfir tekj-
ur og gjöld allra málaflokka,
Fjárhagsáætlun ísafjarðar- svo og yfirlit yftr gjald-
kaupstaðar fyrir árið 1983 færða og eignfærða fjárfest-
var samþykkt við seinni um- ingu. Lesendum til ábending-
ræðu á fundi bæjarstjórnar ar skal það tekið fram, að sá
10. þ.m. Meirihlutinn lagði munur er gerður á síðast
fram nokkrar breytingartillög- nefndu atriðunum, að til
ur og voru allir liðir tjár gjaldfærðrar fjárfestingar
hagsáætlunarinnar samþykkt- færist kostnaður við fram-
ir samhljóða með áorðnum kvæmdir og eignabreytingar.
breytingum. Athygli vakti að s.s. við götur, holræsi, leik-
engar breytingartillögur bár- velli, skrúðgarða, innan-
ust frá minnihluta, Sjálf- stokksmuni, vélar, áhöld og
stæðismönnum. tæki. Til eignfærðrar fjár-
Aætlunin ber þess greinilega festingar færast h.v. fast-
merki að verið er að rétta við eignir, vinnuvélar, bifreiðir
þá slæmu fjárhagsstöðu sem og vélasamstæður. Þá fylgir
Sjálfstæðismenn skildu fjármagnsyfirlit um ljáröflun
bæjarsjóð í, þegar meirihlut- og ráðstöfun íjár.
TEKJUR(sameiginlegar):
Gjöld TeKjur
Útsvör 37.032.000
Aðstöðugjöld 6.750.000
Fasteignaskattur 475.000 6.200.000
Jöfnunarsjóður 7.365.400
Arður af eignum 1.007.500
Vaxtatekjur 4.588.000
Ýrnsar tekjur 50.000
Samtals 475.000 62.992.900
MÁLAFLOKKAR(Rekstur) Gjöld TeKjur
Yfirstjórn kaupstaðarins 8.887.800 1.975.700
Almannatrygg./félagshjálp 14.444.050 4.561.000
Heilbrigðismál 2.436.250
Fræðslumál 10.460.200 3.842.800
Menningarmál 2.512.600 142.000
Æskulýðs- og íþróttamál
skrúðgarða, útivist 5.232.000 1.332.100
Brunamál og almannavarnir 1.842.400 237.000
Hreinlætismál 4.468.500 716.500
Skipulags- og byggingamál 903.800 58.500
Götur, holræsi og umferðamál 1.304.520 2.341.200
Fjármagnskostnaður 10.813.000
Önnur mál 616.200
Rekstur fasteigna 2.306.351 2.094.500
Áhaldahús 2.177.500 468.900
Vinnuvélar 3.582.520 3.023.400
Grjót og malarnám 332.050 515.900
SAMTALS 72.319.741 21.309.500
SAMEIGINLEGAR TEKJUR OG
MÁLAFLOKKAR SAMTALS 72.319.741 84.302.400
FÆRT Á FJÁRMAGNSYFIRLIT 11.507.659
SAMTALS 84.302.400 84.302.400
EIGNFÆRÐ FJÁRFESTING Gjöid Telyur
Alm.trygg./félagshjálp 1.845.500 915.000
Heilbrigðismál 1.250.000
Fræðslumál 680.000 315.000
Iþrótta, æskulýðsmál.
skrúðgarðar, útivist 360.100 290.494
Rekstur fasteigna 1,117.100
Áhaldahús 330.000
SAMTALS: 5.582.700 1.520.494
Fært yfir á fjármagns-
yfirlit 4.062.206
frh. bls. 5
Ekki boöinþátttaka
Þegar við heyrum í útvarpinu
getið úrslita í skíðamóti fram-
haldsskólanna, leggjum við hlust-
ir við og bíðum eftir árangri Vest-
firðinga. Löng er sú bið orðin,
þar eð framhaldsskólafólki á Vest-
fjörðum er ekki boðin þátttaka.
Þegar Vestfirðingur hafði sam-
band við Bjarna Jóhannsson,
íþróttakennara á ísafirði, lýsti
hann undrun og gremju, vegna
þessa móts og það væri kennt við
framhaldsskóla í landinu. Sagði
Biarni, að framhaldsskólamót í
öðrum íþróttagreinum en skíða-
íþróttinni væru í umsjá sérsam-
banda í hlutaðeigandi grein.
„Þarna kemur Skíðasamband
íslands hvergi nærri og vírðist
svo sem umrætt skíðamót sé
framtak konu utan úr bæ í
Reykjavík. Auglýsing mótsins
virðist vera algjörlega tilviljana-
kennd og í stað þess að tilkynna
mótið á iþróttasíðum dag-
blaðanna, var það auglýst í dálki
helgaðan félagsmálum, " sagði
Bjarni.
Þá gat Bjarni þess, að ísafjörð-
ur væri með stærstu skíða-
stöðum landsins og státaði af
góðum skíðamönnum og hér á
Isafirði væri margt af besta skíða-
fólki landsins, svo sem Einar
Ólafsson, sem kosinn hefði verið
skíðamaður ársins, en hann væri
einmitt nemandi við Mennta-
skólanna á ísafirði.
Vestfirðingur hafði einnig sam-
band við Hreggvið Jónsson
formann Skíðasambands íslands
og tjáði hann blaðinu, að sam-
bandið hefði ekkert með þetta
mót að gera, það væri á
vegur Skíðaráðs Reykjavíkur eða
öllu heldur Ellenar Sighvatsson,
sem hefði verið í stjóm ráðsins.
Að öðru leyti visaði Hreggviður
málinu frá sér.
Kunnug't um
miklar fjarvistir
,,Ég hef sjálfur haft frumkvæði
að því að fylgjast með málinu
og það mun verða rætt í fræðslu-
ráði alveg á næstunni og þá í
víðara samhengi við málefni skrif-
stofunnar almennt,,, sagði Einar
Kr. Guðfinnsson, formaður
fræðsluráðs Vestfjarða, í viðtali
við Vestfirðing, en blaðið innti
hann eftir afstöðu fræðsluráðs
til ástands mála hjá fræðslu-
skrifstofunni.
Eins og fram hefur komið hjá
Vestfirðingi, miðar rannsókn
vegna meints fjármálamisferlis
ekkert áfram, en að því er
Einar Kristinn tjáði blaðinu, er
það enn í höndum rannsóknar-
lögreglu ríkisins og mun Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri í
Menntamálaráðuneytinu, hafa
óskað eftir því, að málinu yrði
hraðað.
Vegna þess, að fræðslustjóri
hefur lítt gegnt störfum frá
áramótum og verið syðra spurði
blaðið Einar Kristin, hvort
fræðsluráð gæti látið slíkt átölu-
laust.
„Mér er kunnugt um miklar
fjarvistir fræðslustjóra, en hef
enn ekki gert athugasemdir við
þær. Þetta mun hins vegar
verða tekið fyrir, þegar málin
verða rædd í heild á næsta
Mál fræðslustjórans á Vestfjörðum:
Málið fljótlega
til si'Lsóknara
— segir ^Sstfjarda-nrst°h lvarðsson
rannsók *i
ur r ’S'n Tn ‘ /Á ,n,,i,r a ' .slQörðum.
sr^nnslr^ liFFr’H
-......................r.....:
rrumafli 0"v> ,ður 'r„^'Ull,eKlu 'l,u ni"u' 1,1,1 lHI'
fundi fræðsluráðs,v sagði
Einar Kristinn Guðftnnson,
form. fræðsluráðs Vestljarða.
Enn hundsar
Steingrímur
Hafrannsókn
Þeim fer nú að fækka þelm
tækifærum, sem sjávarútvegs-
ráðherra hlotnast til að bæta
við afrekaskrá sina, að minnsta
kosti i þeirri rikisstjórn sem nú
situr. Enn einu sinni hundsar
hann álit Hafrannsóknarstofnunar
og eykur við rækjukvótann úr
Isafjarðardjjúpi, svo sem hann
hefur gert undanfarin ár. Hikar
hann ekki við að láta undan
þrýstingi verksmiðjueigenda við
Djúp, enda þótt jafnstöðuaflinn
sé i veði. Stundarhagsmunir
stjómmálamannsins era dýr-
mætari en framtiðararður fólks-
ins við fsafjarðardjúp. Það undir-
strikar Steingrimur Hermannsson
með þessari gjörð.
”Við mæltum með 2 þúsund
tonna kvóta á vertíðinni’82-83 og
ekki grammi fram yfir”, sagði
Guðmundur Skúli Bragason, úti-
bússtjóri Hafrannsóknarstofnunar
á ísafirði, þegar Vestfirðingur
ræddi við hann í vikubyrjun.
"Forsendurnar fyrir þeim kvóta
voru veiðarnar í fyrra, sem fóru
upp í 3120 tonn, sem er 400 tonna
viðbót fram yfir það, sem Haf-
rannsókn mælti með á þeirri ver-
tíð. Á dögunum komumst við svo
að því hjá Hafrannsókn, að kvót-
inn var alls ekki 2 þúsund tonn
heldur orðinn 2140 tonn. Eitt-
hundrað tonnum hafði verið aukið
við strax í byrjun vertíðar án
okkar vitundar, en einn bátur fékk
kvóta upp á 40 tonn 1 janúar s.l.
Ekki var látið þar við sitja og
eftir að við ráðlögðum enga aukn-
ingu, sem ráðherra fór fram á,
bætti hann 200 tonnum við og
gekk enn einu sinni algjörlega í
berhögg við okkar álit. Aukningin
er því orðin 340 tonn fyrir utan
það sem veitt er í sjóðina, sem er
um 100 tonn”, sagði Guðmundur
Skúli.
Guðmundur Skúli
En hvað með jafnstöðuaflann i
Djúpinu?
”Frá 1977 hefur jafnstöðuaflinn
úr ísafjarðardjúpi verið 2600 tonn,
en með þessum viðbótum sem ráði
herrann hefur veitt síðustu árin,
er markvisst stefnt að minnkun
jafnstöðuaflans og þar með ógnað
skynsamlegri nýtingu rækju-
stofnsins í Djúpinu. Ráðleggingar
okkar í haust upp á 2000 tonna
kvóta, eru afleiðing af hinni miklu
veiðiaukningu, sem leyfð var 1
fyrra sem og undanfarin ár, og
við teljum ganga nærri stofnin-
um. Þær ráðleggingar eru að
engu hafðar svo sem raun ber
vitni, enda hefur aflamagn
minnkað um 30% á togtíma í
vetur.”
Hvemig verður mönnum innan-
bijósts, þegar starf þelrra er i
raun foragtað, svo sem hér er gert
"Þetta leiðir auðvitað hugann að
því hvort Hafrannsóknarstofnun
eigi nokkuð að vera að skipta
sér af þessu. Hér fara fram mjög
umfangsmiklar og dýrar rann-
sóknir, sem hafa gefið okkur góða
mynd af ástandi og veiðiþoli
Djúpsins frá ári til árs. En
slíkt er til lítils, þegar fram hjá
því er gengið ár eftir ár.”,
sagði Guðmundur Skúli Bragason
forstöðumaður Hafrannsóknar-
stofnunarinnar á ísafirði að lokum.