Margt smátt - 01.04.1989, Side 2
FYLGT ÚR
HLAÐI
Nýtt fréttablað Hjálparstofn-
unar kirkjunnar lítur nú dags-
ins ljós. Með útgáfu þess vilj-
um við koma á framfæri upp-
lýsingum til almennings um
hjálparstarf okkar í þriðja
heiminum og kynna hvernig
aðstæður fólks eru á þessum
stöðum. Ætlunin er að gefa út
þrjú til fjögur tölublöð á hverju
ári.
Okkur hefur lengi þótt
þennan vattvang vanta. Allir
þeir fjármunir sem við höfum
til ráðstöfunar eru frjáls fram-
lög almennings á íslandi. Við
erum oft spurð hvað verði um
þessa fjármuni, hvar og hvern-
ig þeim sé varið og hvort og þá
hvaða árangur hjálparstarfið
beri. Með útgáfu þessa blaðs er
verið að koma til móts við
óskir fólks um meiri upplýsing-
ar um það starf sem unnið er á
vegum stofnunarinnar.
Við vitum líka að fólk í
þriðja heiminum vill gjarnan
að við í okkar heimshluta fáum
betri innsýn í og aukinn skiln-
ing á þeirra veruleika. Aukinn
gagnkvæmur skilningur á hög-
um ólíkra þjóða og samfélaga
eru að okkar mati meðal þeirra
verkefni sem mikilvægust eru á
okkar tímum. Við vonum að
okkar litla framlag í þágu þess
málstaðar verði til að auka
áhuga lesenda á málefnum
þriðja heimsins.
Eftir miklar bollaleggingar
var ákveðið að þetta fréttablað
skyldi hljóta nafnið MARGT
SMÁTT. Heitið finnst okkur
HJALPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
\ \ f; - /, ■ • r >.
í 316 S
Stjórn:
Árni Gunnarsson formaður
Haraldur Ólafsson
varaformaður
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason
Hanna Pálsdóttir
Sr. Úlfar Guðmundsson
Framkvlemdastjóri:
Sigríður Guðmundsdóttir
Ritstjóri:
Þórdís Sigurðardóttir
Ábyrgðarmaður:
Sigríður Guðmundsdóttir
Skrifstofa Hjálparstofnunar
kirkjunnar:
Suðurgötu 22
150 Reykjavík
sími: (91)26440
Hönnun: Ydda
Setning, umbrot, filmuvinna og
prentun: Filmur og prent
lýsa vel því starfi sem fram
fram á vegum Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
,,Margt smátt gerir eitt
stórt,“ segir máltækið. Þetta
máltæki segir raunverulega allt
um grundvöll Hjálparstofnun-
ari kirkjunnar, en stofnunin
byggir algerlega á mörgum
smáum framlögum, sem verða
að einu stóru þegar saman
safnast. Þannig söfnuðust í
okkar árlegu söfnun í desem-
ber síðastliðnum tæpar 20
milljónir króna.
Heitið á ekki síður við um
sjálft hjálparstarf stofnunarinn-
ar. Flest verkefnin eru ósköp
lítil á alþjóðlegan mælikvarða
eða þá um er að ræða sam-
starfsverkefni við aðrar hjálpar-
stofnanir, sem venjulega eru
mun stærri en okkar litla stofn-
un. En þótt skrefin séu smá
skiptir mestu máli að þau séu í
rétta átt. Mikilvægast er að að-
stoðin komi ævinlega þeim til
góða sem mest þarfnast henn-
ar, og að það séu hagsmunir
hinna fátæku sem sitji í fyrir-
rúmi.
í þessu fyrsta tölublaði eru
frásagnir víðs vegar að, frá
stöðum þar sem Hjálparstofn-
un kirkjunnar hefur haft með
höndum verkefni að undan-
förnu. Vönum við þar með að
lesendur verði nokkurs vísari
um starfsemi stofnunarinnar og
þau vandamál sem við er að
etja.
Þórdís Sigurðardóttir.
Fréttablaðið MARGT SMÁTT er
sent ókeypis til styrktarmeð-
lima, presta, sókna, í skóla,
fjölmiðla og víðar.
Tekið er á móti framlögum til
Hjálparstofnunar kirkjunnar í
bönkum, sparisjóðum og á
pósthúsum á tékkareikning nr.
27 í SPRON, og á skrifstofu
Hjálparstofnunar kirkjunnar.