Margt smátt - 01.04.1989, Síða 3

Margt smátt - 01.04.1989, Síða 3
Jarðskjálftinn sem varð í norðurhluta Armeníu þann 7. des. sxðastliðinn er mörgum enn í fersku minni. Þetta var einn af alvarlegustu jarð- skjálftum sem orðið hafa á þessari öld. Hjálp til fórnarlambanna barst víðs vegar að úr heimin- um, m.a. frá íslandi. Fjöldi ís- lendinga brást vel við beiðni Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins um aðstoð við bágstadda í Armenxu. 5 lestir af niðursoðnum fiski og 3400 ull- arteppi voru send á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar til jarðskjálftasvæðanna fyrir jól- in. Matvælin og teppin voru gefin af fyrirtækjum á íslandi sem hafa viðskipti við Sovét- ríkin. Flugleiðir og skipadeild Sambandsins fluttu hjálpar- gögnin endurgjaldslaust. Hjálp- arstofnun flytur öllum þessum aðilum bestu þakkir. Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa nú staðfest að fjöldi lát- inna sé yfir 25.000 og að um 17.000 hafi slasast. Það er ekki ljóst hve marga vantar í þessar tölur. Það getur t.d. verið um að ræða fólk sem ættingjarnir sjálfir jörðuðu án þess að til- kynna það á fullnægjandi hátt og fólk sem enn er grafið undir rústunum, eða fólk sem fluttist burt af eigin rammleik eftir jarðskjálftana. Um 114.000 manns voru á vegum yfirvalda fluttir á brott frá jarðskjálfta- svæðunum. Alls er talið að um hálf milljón manna hafi orðið fyrir tjóni af völdum jarð- skjálftanna. Veturinn hefur ver- ið óvenjuharður í Armeníu og hefur það gert aðstæður fólks þar enn verri. Eins og gefur að skilja er mikið uppbyggingarstarf fram undan í Armeníu. Margir þurfa þar að leggjast á eitt og m.a. Heimilislaus armensk kona hengir út þvott í einum aqf mörgum tjaldhúó- um sem komiö var upp eftir jard- skjálftann í desember síöastliönum. liggur það ljóst fyrir að arm- enska kirkjan mun hafa þar hlutverki að gegna. Alþjóðleg- ar hjálparstofnanir, sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar er aðili að, hafa boðið framhaldsað- stoð. Uppbyggingarstarfið mun taka langan tíma. Á meðan verður áfram mikil þörf fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir það fólk er missti heimili sín og fjöldi slasaðra þarfnast endur- hæfingar. Afleiðingar jarð- skjálftanna eru lagt frá því yfir- staðnar þó að fyrstu hjálp sé að mestu lokið. ARMENÍA Uppbyggingarstarfið í Armeníu hafið

x

Margt smátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.