Margt smátt - 01.04.1989, Qupperneq 6
REBEKKA
Rebekka er ein af
flóttamönnunum
í Suður-Súdan
Rebekka situr hjá mömmu sinni og bendir á gatiö á búsinu
þeirra se kom þegar SPLA rédust á flóttamannabúöirnar.
Ljósmynd Saren Holmberg.
í S-Súdan er bærinn Juba. í
útjaðri bæjarins eru fjórar
flóttamannabúðir og þar dvelj-
ast um 150.000 manns.
Flóttamennirnir sem streymt
hafa til Juba undanfarna mán-
uði hafa orðið að þola miklar
þreyingar. Margir hafa gengið í
marga daga og jafnvel fleiri
hundruð kílómetra til að kom-
ast til Juba. Þetta er ferð um
mörg illfær svæði full af jarð-
sprengjum og þar leynast bæði
uppreisnarmenn SPLA og her-
menn stjórnarhersins sem hvað
eftir annað hafa ráðist á flótta-
fólkið til að komast yfir fátæk-
legar eigur þess. Þetta er einnig
skýringin á því hvers vegna
loftbrú hefur verið einasta færa
leiðin til að koma matvælum
til flóttafólksins íjuba.
Rebekka er ein af þeim sem
fær mat daglega vegna tilkomu
loftbrúarinnar. Hún hleypur
um í Lolugo-flóttamannabúð-
unum í rauöum sumarkjól með
hvítum doppum. Hún hefur
stein í litaðri snúru um hálsinn
og hún er dálítið kvefuð.
Rebekka er 5 ára. Hún kom
með fjölskyldu sinni til Lol-
Hver passar þá
kýrnar þínar?
Sigríður Guðmundsdóttir var
í haust á ferð um Indland
ásamt Dorte Fremm frá Folke-
kirkens Nödhjælp í Danmörku.
Sigríður dró þessa litlu sögu úr
ferðinni upp úr pokahorninu.
Við vorum í heimsókn hjá
föður Martin, en hann starfar
meðal þeirra allra fátækustu í
Arcothéraðinu í Suður-lnd-
landi. Á meðan á heimsókninni
stóð áttum við skemmtilegar
viðræður við starfsfólk hans.
Þetta var ungt fólk sem hafði
fengið þjálfun og var nú sjálft
farið að kenna í þorpunum í
kring.
ugo-búðanna fyrir'nokkrum
mánuðum. Hún sýnir gestum
sem koma í heimsókn gat á
veggnum á húsinu sem hún býr
í og stingur hendinni í gegnum
það. Pabbi hennar útskýrir
hvernig það er tilkomið.
Kvöldið áður réðust SPLA á
flóttamannabúðirnar. Þeir
skutu og eitt skotið fór í gegn-
um hús Rebekku og fjölskyldu
hennar, tveim sentímetrum fyr-
ir ofan nefið á Rebekku, þar
sem hún lá og svaf — og áfram
út um hina hlið hússins. Re-
bekka á enn þá nefið sitt og
vonar líka að óskin um
„Happy new year“ sem er mál-
að á húsið hennar rætist. Óskin
er auðvitað ætluð íbúum búð-
anna en líka gestum. Rebekka
og fjölskylda hennar tjá þessa
ósk í trausti þess að matvæla-
aðstoðin, sem rétt nægir til að
halda í þeim lífi, bregðist ekki.
Rebekka treystir á að hún fái
áfram mat í svanginn og hún
hefur miklar fyrirætlanir um
sjötta árið sitt en þá ætlar hún
að fá pabba sinn til að kenna
sér að lesa. Það er óskandi að
ráðagerðir hennar geti orðið
að veruleika.
Unga fólkið hafði mikinn
áhuga á að heyra hvort gestirn-
ir væru giftir. Ég svaraði því til
að ég væri ógift. Það var þögn
dálitla stund umhverfis borðið.
Svo spurði einn drengurinn,
,,Já en kemur þú ekki langt
að?“ Ég svaraði því játandi.
,,Og er ekki mjög kalt þar sem
þú átt heima?“ Aftur svaraði ég
játandi. ,,Og þú ert ekki gift?“
,,Nei,“ hljóðaði svarið. „En
hver passar þá kýrnar þínar?“
Ég útskýrði að flestir í landinu
mínu ættu engar kýr, en fyrir
drengnum var það fjöldi kúnna
sem sagði til um hve rfkur
maður væri. Það var ekki auð-
veld að skýra í hverju ríkidæmi
okkar er fólgið . . .