Margt smátt - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Margt smátt - 01.04.1989, Blaðsíða 7
Indland Vietnam Eitt af þeim verkefnum sem Hjálparstofnun kirkjunnar studdi á sxðasta ári var smíða- nám fyrir unga atvinnulausa menn í bænum Srikalahasti í S- Indlandi. Atvinnuleysi er mikið í þessum litla bæ og flestir íbú- arnir eru mjög fátækir. At- vinnuleysið bitnar ekki síst á unga fólkinu, margt af því er vondauft um að geta nokkurn txman séð fyrir sér og sínum. Á síðasta ári var stofnaður skóli í bænum, þar sem ungir menn frá fátækum fjölskyldum fá smíðakennslu í eitt ár. Einmitt þessi menntun er sérstaklega hagkvæm á þessum slóðum. Aðalatvinnugreinin er landbún- aður og er mikil þörf fyrir menn sem geta stundað smíðar og viðhald á landbúnaðarverk- færum. 20 menn hafa lokið smíðanáminu og áætlað er að í framtíðinni geti um 60 nem- endur stundað nám við skól- ann á hverju ári. Grjóthögg er mjög erfið lík- amleg vinna, ekki síst þegar grjótið er höggvið með hand- afli og einföldum verkfærum. í þorpinu Thurakapalem í S-Ind- landi hefur grjóthögg lengi verið aðalatvinna fátækustu íbúa þorpsins. Þrátt fyrir gífur- lega erfiða vinnu nægja tekjur grjóthöggsmanna þeim ekki til að sjá fjölskyldum sínum far- borða. En nú er loksins að rofa til. Grjóthöggsmenn ákváðu að stofna samvinnufélag og leit- uðu aðstoðar hjá Lútherska heimssambandinu til að kaupa grjótmulningsvél og fleira sem gerði þeim vinnuna léttari og ykju afköstin. Hjálparstofnun kirkjunnar tók þátt í kostnað- inum og hefur gengið vel að koma breytingunum á. Með til- komu grjótmulningsvélarinnar tvöfaldast tekjur grjóthöggs- manna og vinnan léttist til muna. Um 450 manns njóta góðs af þessu verkefni. Son La héraðið í Vietnam er meðal fátækustu héraða lands- ins. Skortur á áveitukerfi veld- ur því að bændurnir fá ekki næga uppskeru af ökrum sín- um og til að sporna gegn mat- arskortinum neyðast þeir til að höggva skóginn í fjallshlíðun- um í kring og stækka þannig ræktanlegt land. Þetta hefur haft í för með sér mikla jarð- vegseyðingu í fjallshlíöunum en ekki komið í veg fyrir mat- arskortinn. Með bættu áveitu- kerfi er hægt að koma í veg fyrir þennan vanda. Hjálpar- stofnun kirkjunnar gekk þess vegna til liðs við bandaríska hjálparstofnun (AFSC) á síðasta ári, sem vinnur að stíflugerð í héraðinu. Með tilkomu stífl- unnar tvöfaldast uppskera bændanna í þremur þorpum, auk þess sem íbúarnir fá betri aðgang að vatni til daglegra nota. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar var haldinn 5- mars síð- astliðinn. Að þessu sinni var æskulýðsdagurinn helgaður umfjöllun um misskiptingu í heiminum og kjör þeirra fátæk- ustu. Hjálparstofnun kirkjunnar og Fræðsludeild þjóðkirkjunnar undirbjuggu sameiginlega fræðsluefni fyrir þennan dag, undir yfirskriftinni ,,VIÐ SAMA BORГ. Myndin sýnir þátttakendur í Bústaðakirkju syngja saman á œskulýðsdegi. Ljósmynd Guðmundur Viðarsson. IHARGT SMÁTT

x

Margt smátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.