Fréttabréf - 01.12.1975, Side 2
flvarp biskups
Þegar Hjálparstofnun kirkjunnar varð til mótað
kjörorðið: Hjálpum kirkjunni að hjálpa.
Margir hafa tekið undir og gert þessi orð að sínum.
Þökk sé þeim öllum. Það hugboð hefur reynzt rétt,
enda stutt af reynslunni fyrr og síðar, að samúð
er rík með þjóðinni og að menn bregðast drengilega
við, þegar neyð kallar á hjálp. Það hefur einnig
sannast, að menn hafa treyst kirkju sinni til þess
að hafa farsæla meðalgöngu um aðstoð við nauðstatt
fólk nær og fjær, og að margir hafa verið þakklátir
fyrir að eiga aðgang að Hjálparstofnun kirkjunnar,
þegar þeir vildu leggja ^jáðum lið. Þeir þurftu
farveg fyrir hjálpfysi sína og þeir tre'ystu því,
að framlög þeirra færu krókalausa leið á réttan
stað, þegar hönd kirkjunnar annaðist um það.
Þessi tiltrú er þökkuð heilshugar.
Frá upphafi hefur Hjálparstofnun kirkjunnar haft
tvxþætt verkefni: HÚn vill hjálpa, þegar hörmungar
dynja yfir vegna náttúruumbrota eða af öðrum
orsökum. Og hún vill aðstoða einhverja snauða í
löndum örbirgðarinnar til þess að koma högum sínum
í betra horf.
Til þess að geta sinnt síðar talda hlutverkinu að
nokkru marki, þarf Hjálparstofnunin að hafa
einhverjar vissar tekjur, því þar er um langtíma-
verkefni að ræða, sem vinna þarf eftir áætlun.
Þess vegna hefur Hjálparstofnunin frá byrjun gert
sér vonir um, að fastir styrktarmenn skipuðu sér
um hana og legðu fram tiltekið brot af árlegum
tekjum sínum til þess að styðja ákveðin verkefni
í þróunarlöndum. Þessu meginatriði í skipulagi
Hjálparstofnunarinnar er of skammt komið enn.
En það er eindregin von, að þessu verði fram komið
með traustum og virkum hætti innan tíðar.
Ég óska viðtakendum þessa bréfs gleðilegra jóla
og allrar blessunar Drottins.
Með þökk og bróðurþeli,
Forsiffan
Augu litla drengsins í hlutverki stóra bróður tala
skýrar en mörg orð. Við viljum koma erindi hans á
framfæri með þeim hætti, sem augu hans ein megna að
túlka.
Gírónúmer neyðarsjóðs Hjálparstofnunar kirkjunnar
er nr. 20000.