Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 1

Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 1
2. tbl. Reykjavik 1976 Eff0tai Isyk^a' t 1. árg. GUÐ ÞARFNAST ÞINNA HANDA Víðtæk kynningarherferð um stöðu þroskaheftra barna ásamt landssöfnun i æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar Staðreyndir um tryggingamál þroskahefti^a — Sjá bls. 2 Eg vil ekki aðeins læra, ég krefst þess lika að fá að lifa — Sjá bls. 3 Opið auga — hönd til hjálpar — leiðari biskups bls. 2 Söfnun styrktarmanna Eins og kunnugt er hefur það verið föst hefð i starfi Hjálparstofnun kirkjunnar að efna til fórnarviku i upphafi föstu. Sömuleiðis hefur Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar gengist fyrir sérstökum æskulýðsdegi árlega um svipað leyti. I ár er áformað að þessar stofnanir taki hönd- um saman I sameiginlegri æskulýðs- og fórnarviku, undir yfirskrift- inni: Guð þarfnast þinna handa. Allt frá áramótum hefur farið fram vfðtækur undirbúningur að framkvæmd verkefnis vikunnar en stefnt er að þvi að kynna fyrir landsmönnum málefni þroskaheftra barna á landinu. Viðtækt samstarf er með stofnuninni og flestum ef ekki öllum þeim félögum stofnunum, sérkennurum og foreldrafélögum, sem starfa á einn eða annan hátt fyrir þroskaheft börn hér á landi. Á sam eiginlegum fundi þessara aðila var kosin 5 manna undirbúningsnefnd til samstarfs við Hjálparstofnun og Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar. Er það von allra þeirra sem að framkvæmd þessari standa, að ná megi ai- mennri samstöðu i landinu til hjálpar þroskaheftum börnum. Reynt verður að kynna málefni þeirra i fjölmiðlum á breiðum grundvelli og landsmenn hvattir til þess að láta hug sinn til þessara barna i ljós með framlögum i landssöfnun, en i þvi skyni minnir Hjálparstofnunin á giróreikning, nr. 20.000. Þeir sem unnið hafa að þessu þarfa málefni hafa hvarvetna notið skilnings og fyrirgreiðslu og fyrir það skal þakkað. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur i mörg ár beðið um liðsinni landsmanna til hvers kyns neyðarverkefna. Hér er á ferðinni málefni sem ætti að standa öllum hugsandi Islendingum nær hjarta en mörg önnur. Sameinumst þvi i að gera myndarlegt átak fyrir þroskaheft börn okkar lands, og hvetjum hvert annað til dáða, minnug þess að þarna þarfnast Guð handa okkar. fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar — Sjá bis. 2 Fastir styrktarmenn Hjálparstofnun kirkjunnar kallar landsmenn til framtíðarsamstarfs Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi hefur frá upphafi orðið að leita til almennings i formi lands- safnanna I hvert sinn sem óskað hefur verið eftir aðstoð nennar i neyðarverkefnum. Eins og ljóst má vera fylgir slikum söfnunum mikið óhagræði og erfitt hlýtur að vera að höfða þannig oft til almeúnings um aðstoð. A Norður- löndum hafa systurstofnanir hennar haft þann hátt á um nokk- urra ára skeið, að efla neyðarsjóð sinn með öflugu styrktarmanna- kerfi. Vist er um það að þeir munu vera margir sem áhuga hafa á þvi að láta eitthvert brot tekna sinna renna til neyðar- og liknarmála. Hafa þvi margir óskað eftir bvi að fá að leggja reglubundið fé til stofnunarinnar. Hefur nú verið ákveðið að koma á fót svipuðu fyrirkomulagi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi og tiðkast jinnars staðar, með þvi að óska eftir föstum gef- endum til neyðarsjóðs stofnunar- innar. Er að þvi stefnt að fá sem flesta landsmenn til þess að gerast styrktarmenn með t.d. ársfjórðungslegu framlagi. Slikt framlag þyrfti ekki að vera hátt að krónutölu t.d. 500,- — 1.000,- kr., i hvert sinn. Hjálparstofnun kirkjunnar vili þvi i æskulýðs- og fórnarviku hvetja alla til þátttöku i þessu mikilvæga verkefni og skal vakin athygli á að eyðublaði hér i blaðinu sem klippa má út og senda Hjálparstofnun kirkjunnar, þar sem menn óska eftir að gerast slikir styrktarmenn. Áformað er að þeir, sem gerast slikir styrkararmenn fái árs- fjórðungslega Fréttabréf stofn- unnarinnar, þar sem greint verður frá þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Hver er stefna flokkanna í málefnum þroskaheftra barna ? Stjórnmálamenn svara,- — Sjá bls. 5

x

Höndin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höndin
https://timarit.is/publication/1938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.