Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 4

Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 4
4 HONDIN í öskjuhliðarskóla eru nií 117 nemendur á aldrinum 6—25 ára. Kalla má skólann hæfingarskóla, þvi hann á að hæfa nemendur, svo að þeir geti farið út á hinn almenna vinnumarkað. Ekki eru aðeins vangefnir i skólanum heldur einnig margir fatlaðir. Bygginginerá tveimur hæðum, þvi þessi áfangi, sem er fyrsti af þremur, er ekki ætlaður hreyfi- hömluðum börnum. Þvi verður að bera alla, sem ekki komast um stiga, milli hæða, þvi engin er lyftan. En niðri er aðstaða sjúkraþjálfara, lækna, hjúkrunarkonu og talkennara, og þar er einnig myndlistar- og mat- reiðslukennslan til húsa. Uppi eru aðrar kennslustofur, auk smiða og föndurstofur. Magnús Magnússon skólastjóri sagði: Kennslan er byggð upp mjög svipað og i' öðrum skólum. Það er vitað að þeir einstaklingar sem eru i skólanum eiga að taka þátt i lifinu eins og aðrir einstaklingar þjóðfélagsins. Þeir þurfa þess vegna á mjög svipaðri menntun að halda. En vegna þess að þeir eiga erfiðara með nám, þá þurfa þeir að fá meiri hjálp. Þeirra örðugleikar krefjast þess að þjóð- félagið geri meira fyrir þá. Það þarf þvi fleiri kennara til að kenna en i öðrum skólum. 1 allra bezta tilfelli er hægt að ætla einum kennara um tiu nemendur. Sér starfslið þarf I öskjuhliðar- skólann og sagði Magnús skóla- stjóri að þetta væri fyrsti vet- urinn sem svo væri. Þó að hús- næðið sé allt of litið væri þó rýmra, en það sem skólinn hafði áður. Talkennari væri nú i fyrsta sinn eftir 14 ára þörf. Sjúkraþjálfari væri einnig i fyrsta sinn i hálfu starfi. Læknar með sérfræði- þekkingu, barnalæknar, orku- læknir og geðlæknir. En skólann vantar sálfræðing með kliniska menntun, sem gæti tekið að sér að lækna þá einstak- linga sem eiga i erfiðleikum geð- rænt séð. Einnig vantar skólann félagsráðgjafa, sem getur tekið að sér að fylgja nemendum út i lifið, út á vinnustaðina, og vera þeirra bakhjarl þegar eitthvað á bjátaði. Þvi oft getur farið ver fyrir þeim en skyldi. Þeir gera engum manni illt viljandi og trúa þvi ekki að nokkur sé þannig inn- réttaður að hann vilji gera öðrum illt. Þess vegna kemur það mjög flatt upp á þá þegar einhver hefur narrað þá eða gert þeim eitthvað illt. Og þá þurfa þeir einhvern sem getur rétt þá af og komið þeim i skilning um hvað heim- urinn getur verið harður. Það er blettur á þjóðinni i heild að hluti hennar skuli hafa sér það til gamans að niðast á þeim sem - minnst mega sin. Sameiginlegt með öllum nemendum skólans er, að þeir eiga erfitt með skólanám með andlega starfsemi, en að eiga erfitt með er ekki það sama og að geta ekki. Allir geta numið eítthvað en mi'sjafnlega mikið og hæfileiki þeirra liggur aðallega á likamlega sviðinu. Það er lika svið sem þjóðfélagið þarf á að halda og það mjög mikið. Hér er fólk sem er ákaflega duglegt og verða góðir starfsmenn, ef likam- legt heilsufar ekki hamlar. Það er sameiginlegt þessu fólki sem hefur orðið fyrir skaða i mið- taugakerfinu, að það er stærri hópur af þvi en öðrum borgurum, sem á við vanheilsu að striða af einu og öðru. Flogaveiki, sjón- gallar, og taugaveiklun er al- gengari hér en i öðrum skólum og heyrnartap er algengara en i öll- um öðrum skólum landsins nema Heyrnleysingjaskólanum. Ofaná þetta kemur svo andleg skerðing. Þegar nemendur koma i skólann eru þeir búnir að ganga i gegnum ákveðið kerfi. Þeir færu ekki inn í skólann nema það væri búið að rannsaka þá, og komast að raun um það að þeir ættu þar heima. Þegar hinn almenni skóli uppgötgvar að nemandi fellur ekki inn i heildina, er afbrigði- legur, þá gerir kennarinn sál- fræðingi skólans viðvart. Hann gerir rannsókn, og ef hún leiðir i ljós, að afbrigðin eru það mikil, að ástæða er til að gera ein- hverjar ráðstafanir, þá á þessi sálfræðingur að gera foreldrum og skóla grein fyrir þvi. Siðan vinnur sálfræðingur i þá átt, það er að segja, i okkar tilfelli, að gera foreldrum grein fyrir þvi, að barnið geti komið til okkar og þar hafi það bezt af þvi aö vera. Siðan taka foreldrar ákvörðun um það, hvort þau segja já eða nei. Það er augljóst, að ekki eru allir for- eldrar ánægðir með þennan úrskurð, til að byrja með en margir komast á þá skoðun að þetta sé það rétta. Og svo margir eru komnir á þá skoðun, að við erum nú á þessu ári, þrátt fyrir að við erum komin i nýtt húsnæði, farin að neita foreldrum um pláss fyrir börnin þeirra, en það er ákaflega erfitt að gera. Bárður Bárðarson 19 ára er búinn að vera 10 ár i skólanum. Hannkom frá Lyngási illa talandi og var talinn fáviti — (Imbisil). Auk þess að vera andlega skertur hefur hann slæman nýrnasjúk- dóm, tennurnar eru allar brunnar upp, sennilega vegna meðalatöku og þar að auki er sjóntaug illa biluð, og veldur það sjónskerð- ingu sem gerir hann annarlegan i framkomu. Þrátt fyrir þetta allt hefur hann lært að lesa. Magnús Magnússon skólastjóri þakkaði ekki aðeins skólanum þessa miklu framför Bárðar, heldur taldi hann það vera aðallega vegna þess að skyldfólk hans hafði aldrei skilið hann Utundan, heldur alltaf tekið hann með i heimsóknir og ferða- lög og hvað sem gert var. Bárður var búinn að missa föður sinn sem var bilstjóri. En góðan vin á Bárður þar sem Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra er, og man hann alltaf eftir vini sinum hvar sem hann fer og kemur oft að heimsækja hann. Þegar við hittum Bárð var hann að tálga viðarbút (mynd) og sagðist hann ætla að sjá til hvað úr þvi yrði en flott ætti það að vera. Kvaðst hann ætla kannski að gefa einhverjum það. Sagðist hann hafa smiðað meðal annars flugvél, hillu, kassa utan um kasettur og jeppa með kerru og margt fleira. Sagði hann þetta vera síðasta veturinn i skólanum og hvað tæki þá við vissi hann ekki, en hann langaði til að verða rútubilstjóri. Kópavogshæli Þegar blaðamenn komu á stað- inn tók Eyjólfur Melsted, aðstoðarframkvæmdarstjóri stofnunarinnar á móti okkur, sýndi okkur staðinn og fræddi okkur um hann. Fer viðtalið við hann hér á eftir: Kópavogshælið er aðalfávita- hæli rikisins og er eina rikisrekna heimilið fyrir vangefna. Það hóf starfsemi sina 1952 og komu fyrstu vistmenniriHr frá Klepps- járnsreykjum. Stofnunin hefur vaxið smám saman upp i það að hafaum hundrað og sextiu pláss. En þörfin hefur verið slik, að nú eru þar rétt tæplega tvöhundruð vistmenn. Þó hefur aldrei verið mögulegt að taka við neinu nema neyðartilfellum allan þann tima, sem hælið hefur starfað. Stofn- Heimsókn í skóla og stofnun Eyjólfur Melsteð aðstoðarframkvæmdastjóri Kópavogshælis. Magnús Magnússon skólastjóri öskjuhliðarskóla. Bárður Bárðarson nemandi við útskurð. unin hefur fyrst og fremst tekið við tilfellum sem teljast þau erfiðustu. Um hefur verið að ræða erfiðar félagslegar aðstæður, og i seinni tið vistmenn af öðrum stofnunum fyrir vangefna, sem ekki hafa treyst sér til að veita þeim þá þjónustu sem þeir þyrftu. Þvi ber ekki að neita að við erumalltof skammtá vegkomin. Þar kemur margt til. Við Islend- ingar erum ekki milljónaþjóð með ótakmarkað fjármagn og við þurfum að sinna ærið mörgum verkefnum. Og þar sem van- gefnir eru þögull minnihluta- hópur, sem ekki getur svarað fyrir sig sjálfur eða þrýst á fjár- veitingavaldið, þá vill hann verða undir i baráttunni við aðra þrýsti- hópa. Styrktarfélag vangefinna hefur gert stórátak i öllum þessum málum frá þvi það var stofnað. Það tryggði ákveðið fjármagn með þvi að fá sett á svonefnt tappagjald, sem nú er orðinn framleiðsluskattur á öl og gos i landinu og var um 50 milljónir á siðastliðnu ári. Og fyrir þaðfjár- magn hefur bókstaflega allt verið byggt her á staðnum. Og þar að auki hefur fjármagnið runnið til annarra stofnana i formi fyrirgreiðslu, þó þær hafi verið byggðar af frjálsum framlögum einstaklinga. Tappagjaldið eða framleiðslu- skatturinn rennur i styrktarsjóð vangefinna, sem er i vörslu Fyrsti áfangi öskjuhliðarskóla er þegar of lítill. félagsmálaráðuneytisins og sér- stök nefnd sé um að veita úr honum, og hefur hann til þessa farið eingöngu i byggingar. Og ég held að fjármagnsnýtingin hafi verið mun betri en ef við hefðum farið hefðbundnari leiðir. Fyrir nokkrum árum þegar gosdrykkjaverksmiðjurnar fóru að selja af tönkum og laga- breytingin um framleiðslu- skattinn var ekki komin á, þá er áætlað að um 2 milljónir króna hafi runnið framhjá það árið. Og á verðlagi þess tima mátti útbúa góða kennslustofu fyrir tvær milljonir. 50% af vistfólki hér er ættað utan þéttbýliskjarna við sunnan- verðan Faxaflóa og helmingur af þeim sem eftir eru eru munaðar- lausir, annað foreldri er fallið frá eða f jölskyldurnar brostnar. Svo að það er ekki nema 25% af folkinu, sem á fjölskyldur i nálægð. Nýjar stofnanir eru væntan- legar. Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi hefur þegar tryggt sér lóð og teikningar af litilli stofnun, sem þjóna á þeirra landshluta, og verður hún stað sett á Egilsstöðum. Skipulagið eins og það er nú I dag, að hafa eina miðstöð, hér i Kópavogi og siðan smærri stofn- anir eftir þörfum dreifðar út um landið, er byggð á álitsgerð Danans Bank-Michelsens, sem hefur skipulagt hvað mest i Dan- mörku undanfarna áratugi. Fólksf jöldinn hér á landi svaraði ekki til meira en einnar mið- stöðvar eða sentralstofnunar. En hversu stór þarf sentralstofnun að vera? Það fer kannski aðal- lega eftir tvennu. Hún þarf að bera uppi ákveðna lágmarks þjónustu, lækna, hjúkrunarlið, hópur sjúkraþjálfa fæst til að starfa við vangefna, sem ekkert þurfa siður á sjúkraþjálfun að halda. Skorturinn hefur verið svo mikill að þeir fylla ekki 10% af stöðum, sem veittar eru við sumar stofnanir. Við erum ennþá að glfma við vandamál, sem eru miklu frum- stæðari. Það er til dæmis tilboðin sem við getum veitt hinum van- gefiiu. Það hefur lika kosti I för með sér, að það hefur ekki verið nóg pláss i stofnuninni fyrir van- gefiia, að það hefur ekki verið mögulegt að koma inn nema neyðartilfellum. Það hefur þó haldið aftur af þvi, að allt of margir færu inn á stofnanir. í raun og veru ættu allir vangefiiir að dvelja i heimahúsum, ef þeir mögulega geta. En þvi ber ekki að neita að þetta hefur verið geysilega erfitt fyrir margar fjölskyldur, sem ekki hafa fengið þá ráðgjöf og stuðning, sem þær þyrftu á að halda, til þess að geta haft sina vangefnu fjölskyldu- meðlimi heima. Það hlýtur að verða númer eitt, að þeir fái að alast upp og vera borgarar f þjóð- félaginu eins og aðrir. Þeir eru ekkert afbrigðilegir. Þeirra persónuleiki þroskast á nákvæm- lega sama hátt og annarra manna. Þeirra greind þroskast i nákvæmlega sama farvegi og annarra. Eini munurinn sem þar er á er, að þeirra andlega fötlun heftir þroska, þannig að hann gengur seinna, og hann nær skemmra þar af leiðandi. Út frá þessaristaðreyndverðuraðlita á framhaldið. Þeir eru borgarar landsins og þeir eiga sama rétt og sömu kröfur á hendur þjóðfélag- inu og við. Og þjóðfélagið á sömu kröfur á hendur þeim að svo miklu leyti sem þeir valda henni. Vistmaður á Kópavogshæli i herbergi sinu, sem hann deilir með þrem- ur öðrum. sálfræðinga, félagsráðgjafa o.s.frv. Þá ræðst það i öðru lagi af þvi hvað við teljum okkur fjár- hagslega mögulegt að veita slikri stofnun. Og fjörutiu manna stofnun þarf hlutfallslega miklu hærrigjöld, til að halda uppi sliku starfsliði, heldur en aftur á móti stærri stofnun. Stefnan i heiminum, sérstak- lega i hinum vestræna heimi, um árabil hefur verið að smækka þessar stofnanir Það er ekki i nokkurs manns þágu að byggja þessar stóru stofnanir, en ein- hvers staðar hlýtur þetta að ráðast, þvi það hlýtur að standa i jafnvægi, hvað þjóðfélagið vill veita af fjármunum, til þess að unnt sé að rækja þjónustu við vangefna og hvað við fáum út úr þvífjármagni. Núlitum viðhérna á Kópavogshælið, við erum með tæplega 200 vistmenn i 160 pláss- um. Það þýðir það, að stofnunin er tæplega 25% yfirfyllt. Það þýðir að deild, sem er teiknuð fyrir hámark 12—15 vistmenn, þar verðum við að hafa 20 vist- menn. Bara þessi þrengsli ein valda okkur ærnum vanda- málum. Annað höfuðvandamál, og það er vandamál þjóðarinnar allrar, að víð eígum allt of lítið af sérmenntuðu fólki til þessara starfa. Sérkennara vantar, bað er skortur á sjúkraþjálfum, iðju- þjálfum félagsráðgjöfum, það hefur verið sálfræðingaskortur fram til þessa. Margt af þessu stefnir i rétta átt og má ætla að á næstu árum verði nóg af fólki i suraum þessara greina. Margir sjúkraþjálfarar veigra sér við að vinna v'io þa, sem mest eru greindarskertir, vegna þess að þeir telja sig ekki geta náð sambandi og geta útskýrt fyrir hinum vangefnu þær nauðsynlegu æfingar, sem þarf að gera. Þess vegna er oft að einungis litill Ef vangefinn maður veldur ein- hverju verki þá færðu ekki vand- virkari né sam vizkusamari starfsmann en hann er. Vangefnir veljast fremur i einhæf störf, en þessi störf hafa veitt þeim sömu fullnægingu og staðfestingu og flóknari störf öðrum. Starfsmenn Kópavogshælis hafa stofnað með sér sjóð, sem nefnist Leiktækja- og ferðasjóður, byggist hann á frjálsum fram- lögum og hefur verið safnað i hann með kaffisölu og fleiru. Starfsfólk hefur farið með vist- menn i dagsferðalög út á land. Og siðasta verkefni þeirra var að safna fé til sundlaugar á staðnum, þvi að eins og fjár- magnsskorturinn hefur verið, hefur ekki verið mögulegt að byggja húsnæði nema til frum- þarfa. Okkur vantar hér á staðinn skólabyggingu, samkomusal, þjálfunarhúsnæði og vinnustofu. Við erum með vinnustofur i bráðabirgðahúsnæði I skrifstofu- byggingu hælisins, sem allir voru lifandi fegnir að geta tekið i notkun fyrir 7—8 árum. Samkomusalurinn er i kjallara elztu byggingarinnar og verður að fara með alla I hjólastólum niður stiga, og er þar mjög slæm aðstaða. En ýmsir skemmti- kraftar hafa veitt gleði inn á stofnunina og er öll þegin með þökkum. Kennsla og þjálfun vangefinna er annað og meira en hefðbundin skólakennsla. Hér þar sem meiri hluti vistmanna er mjög greindarskertur þá verður þjálf- unin og kennslan aðallega i athöfnum daglegs lifs þ.e. að gæta hreinlætis, almennra umgengnishátta, læra almenna- borðsiði o.s.frv. að svo miklu leyti sem þeim er fært. Og þetta er mörgum lifstiðarverkefni.

x

Höndin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höndin
https://timarit.is/publication/1938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.