Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 8
8 HONDIN Hugleið- ingar um málefni vangef- inna Eins og þegar er kunnugt, ætlar kirkjan að efna til fórnarviku og ef ég skil það rétt, þá er þeim til- mælum beint til hvers og eins i landinu, að hann leggi eitthvað að mörkum til ákveðins málefnis i það og það skiptið. Nú er fórnarvikunni ætlað að vekja at- hygli á málefnum vangefinna eða „þroskaheftra”, eins og sumir vilja nefna vangefna. Það er vel, að málefni vangefinna skulu tekin nú til umræðu og athygli vakin á kjörum þeirra, þvi ekki veitir af. Kynni min af vangefnum hófust að marki sumarði 1974, en þá átti ég þess kost að heimsækja barna- heimilið i Reykjadal, sem Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra rekur. Þar er mikið af fötl- uðum börnum og sum þeirra eru einnig vangefin. Þessi heimsókn leiddi til þess, að samstarf tókst með okkur Andreu Þórðardóttur sem er þar forstöðukona á sumrin, um að reyna eftir föngum að kynna þessi málefni. Svo var það i marz á siðasta ári, að við fengum að heimsækja Kópavogs- hælið, sem er aðalfávitahæli rikisins. Eftir þá heimsókn fór ég alvarlega að hugsa um, hvað hægt væri að gera, til þess að bæta kjör vangefinna. A Kópa- vogshæli eru um 200 vistmenn og mér virtist fólkinu beinlinis hrúgað þangað inn og stofnunin sem slik væri nánast geymslu- stofnun* Þetta skal ég rökstyðja nánar. A Kópavogshæli er fjöldinn allur af vistmönnum nánast á örvitastigi og vafasamt, hvort nokkuð sé hægt fyrir það fólk að gera. Þrengslin eru það mikil og húsnæðið eftir þvi, að útilokað virðist að veita þessu fólki þá þjónustu, sem þaðá rétt á. Starfs- fólkið er sjálfsagt allt af vilja gert, en það strandar oft á forstöðufólki hælisins. Það virðist vilja spara sem mest fyrir rikið ogreka það á sem ódýrastan hátt. T.d. hef ég það eftir áreiðanleg- um heimildum, að fjárhagsáætl- un fyrirhælið, sem gerð var fyrir þetta árið hafi verið hækkuð, áður en hún var lögð fyrir trygginga- ráð eða fjármálarýðuneytið. Margt fleira mætti tina til.t.d.' er heimilt að ráða 8 sérmenntaða kennara að hælinu, en aðeins 2 ómenntaðir kennarar eru starf- andi við hælið og laun þeirra tekið af daggjöldum þess. En svo eru auðvitað til bjartari hliðar á hæl- inu, margir vistmenn, sem hafa verkefni viðsitt hæfi eru ánægðir. En annars mun birtast önnur grein um hælið hér i blaðinu. Hér áður fyrr ríkti sú skoðun, að vangefnum skyldi hrúgað inn á stofnanir og þeir siðan látnir vera þar. Sem betur fer er þessi skoðun á undanhaldi. Farið er að byggja smærri heimili fyrir van- gefna og hafa þau manneskju- legri. Umhverfið hlýtur að hafa jafnmikið gildi fyrir þá, ef ekki meira. Þetta vantar alveg hér. Að visu eru þau heimili fyrir van- gefna, að undanskildu Kópavogs- hæli, miklu smærri i sniðum og forstöðufólk þeirra er farið að skilja þetta áður nefnda sjónar- mið og jafn vel starfa eftir þvi og þá er vel. En mikið atriði hlýtur að vera það, að reyna að koma van- gefnum til eins mikils þroska og hægt er. Þetta er reynt eftir föngum og er ótrúlegt, hve góður árangur næst oft á tiðum, en það kostar þrotlausa vinnu og tima. Ég vona, að ég særi engan, þó ég minnist sérstaklega á Oskju- hliðarskólann i þvi sambandi. Þar finnst mér hafa verið unnið i gegnum árin frábært starf og það fólk, sem þar vinnur á miklar þakkir skilið. En svo kann að fara, að rikisvaldið beinlinis hindri þá þróun, sem þar á sér stað. Fjárveiting til skólans og áframhaldandi bygginga þar er svo naum, að varla nægir til nokkurs. Eða hvað eru aðeins fjórar milljónir nú á dögum? Mér virðist beinasta leiðin að koma vangefnu fólki meira inn i sam- félagið. Þeir vilja gleymast og jafn vel týnast inni á stofnunum. Hér áður og jafnvel nú þykir sumum foreldrum hneisa að eiga vangefið barn. Og ég veit dæmi þess, að á Kópavogshæli eru ein- staklingar, sem fjölskyldur vilja ekki kannast við Þá vildi ég beina þeirri sömu spurningu til foreldr- anna, hvort það sé hneisa að eiga fótbrotið barn? Er annars nokkur hneisa að vera vangefin? Það er ef til vill og áreiðanlega meira hneyksli að vera húðarletingi en vangefinn, þvi að þeir vangefnu vilja gera öllum til geðs og jafn- vel þeim, sem niðst hafa á þeim. Min skoðun er sú, að vangefnir eigi fullan rétt á við alla aðra i þjóðfélaginu. Og svo er það eitt, sem ég gleymdi. Ef maður fæðist vangefinn, þá á hann möguleika á þvi að komast inn á stofnun fyrir vangefna. Ef hins vegar einstak- lingur verður vangefinn af völdum veikinda eða slysa, þá fær hann hvergi inni, þvi að hann er ekki fæddur vangefinn. Hver er skýringin á þessu? Þeir, sem á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum dvelja fá svo- litla upphæð, sem var seinast, þegar ég vissi 3.000,- á mánuði. Vangefnir fá aðeins helminginn af þeirri upphæð. Hvers vegna? Vegna þess geta vangefnir ekki öðlast fullan rétt á við þá heil- brigðu? Erréttlætanlegtað hrúga vangefnum inn á stofnanir, þar sem eru t.d. allt að 6 manns i herbergi? Eiga þeir endilega að spyrja leyfis, hvort þeir megi hafa kynmök? Ég held það myndi hvina hressilega i tálknunum á sumu fullorðnu fólki, ef það þyrfti að búa við sömu kjör og vangefnir eiga við að búa. Nú er ekki seinna vænna fyrir þjóðfélagið að koma til móts við þá vangefnu. Á undanförnum árum hefur skapast sú tilhneiging að finna nýtt orð yfir „vangefinn”. Nýtt orð, — þraskaheftur — nota sum- ir.” „Það er kannski minna sær- andiað vera þroskaheftur en van- gefinn. Þetta finnst mér vanhugsað. Ég álít að þeir, sem ekki hafa fullan skilningá sumum málumséu þorskaheftir, t.d. leyfi ég mér að álita yfirvöld þroska- heft, hvað málefni vangefinna snertir. Gisli Helgason. Spurningar: 1. Hvað er átt við með þvi að barn sé þroskaheft? 2. Hefur þú fylgst með Æskulýðs- og fórnarviku þjóðkirkjunnar. Rætt við fðlk á förnum vegi 1. Jón Kristinn Óskarsson, súnrit- ari. Börn sem hafa ekki sömu mögu- leika til þess að fylgja sinum ár- göngum eftir fæðingu eða slys. Ég hef litið fylgst með Æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar undanfar- in ár. 2. Þórarinn Magnússon, tollvörð- ur. Barn sem á bágt bæði andlega og likamlega. Það er allt of litið gert fyrir svona fólk. Ég hef ekkert fylgst með Æskulýðs- og fórnar- viku krikjunnar á undanförnum árum. En er það ekki hlutverk kirkjunnar að gera eitthvað i þessum málum? 3. Sigriður Knútsdóttir, fóstru- nemi. Þroskaheft börn eru þau börn sem eru á eftir i andlegum og likamlegum þroska. Þau á ekki endilega að loka inni. Fólk sem umgengst þáu á að vera jákvætt gagnvart þeim og á að leggja hart að sér til að hjálpa þeim. Ég hef ekkert hugsað út i Æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar 4. Birna Hjaltadóttir, húsmóðir. Þroskaheft er sú manneskja, sem ekki hefur þá andlegu greind sem við og þá göngum við út frá þvi að við séum i lagi. Þetta hugtak merkir það sama og vangefinn sem sé andlegs eðlis. Mér finnst mjög litið gert fyrir slik börn þar sem ég þekki til og erfitt að gera sér grein fyrir hvarslik börn eiga heima. Jú ég hef fylgst með Æskulýðs- og fórnarviku þjóð- kirkjunnar en fólk er samt ekki nógu aktivt. 5. Eirikur Tómasson, nemi. Barn sem einhverra hluta vegna hefur ekki náð eðlilegum þroska andlega og likamlega. Með hug- takinu vangefinn er frekar átt við andlegu hliðina. Nei ég hef ekkert fylgst með fórnarviku kirkjunnar. Um starf æskulýðs fulltrúa þj óðkirkj unnar Skömmu eftir að ég tók við embætti æskulýðsfulltrúa var i samráði við æskulýðsnefnd þjóð- kirkjunnar mótuð stefna um hlut- verk og markmið embættis æsku- lýðsfulltrúa. Hlutverk hans skal vera að vekja, styrkja og efla barna- og unglingastarfið i söfn- uðum landsins. Hann skal vera þjónn safnaðanna á þessum starfsvettvangi, en starfsvett- vangurinn var afmarkaður þannig: Starfiðhefst, er foreldrar bera börn sin til skirnar og þvi lýkur, er börnin standa I sporum foreldra sinna með sin börn við skimarsáinn. Áherzla er lögð á, að starfið miðast ekki aðeins við lif barnsins á þessari göngu frá skirn þess, þar til það ber sitt eigið barn til skirnar, heldur miðast starfið einnig við lif for- eldra þess, fjölskyldu og heimilis. Nauðsynlegter einnig að gera sér ljóst, að þessi starfsvettvangur er aðeins hluti af heildaruppeldis- skyldu kirkjunnar er kemur fram i þessum orðum Krists: ........ Kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður..........” Mönnum hættir til að halda, að kristnu uppeldi ljúki við ferm- ingu, en þvi lýkur ekki fyrr en rekum er kastað. Allt æskulýðs- starf kirkjunnar verður því að vera i nánum tengslum við allt starf kírkjunnar og einnig verður að tryggja tengsl einstakra verk- efna innan æskulýðsstarfsins sjálfs. Hið kristna uppeldi á heimilum, i kirkjum, skólum, meðal þeirra er hafa sérþarfir o.s.frv.,yerður að vera f tengslum hvert við annað. Námsskrá um kristnifræðikennslu i skólum verður að vera hluti af heildar- myndinni og i nánum tengslum við það, sem fram fer i kirkjunni og á heimilinu. Eða svo bibliulegt orðalag sé notað: Limir likamans hafa hver sinu hlutverki að gegna, en allir verða þeir þó að vinna markvisst saman. Hægri fótur getur ekki gengið norður og vinstri fótur suður. Eitt sérsviðanna innan æsku- lýðsstarfsins er emmitt þjónustan við þroskahefta. Það sérsvið má ekki einangrast frá öðrum. Tengsl æskulýðsfulltrúa við ýmis samtök, er vinna að aðstoö og hjálp fyrir þroskaheft börn. Það eru engin sjálfkrafa tengsl milli embættis æskulýðsfulltrúa og samtaka um aðstoð við þroskahefta. Þvi er vissulega ástæðá til að svo sé og nú hillir undirþann möguleika, að slíkt sé unnt. Ég á við það, að hinn sjálf krafa starfsvettvangur æskulýðs- fulltrúa hefur um langan tima miðast við ýmsar nefndir, er ynnu að afmörkuðum verkefnum inngn æskulýðsstarfsins. Má þar t.d. nefna sumarbúðanefnd og vinnubúðanefnd. Formenn þess- arar nefnda mynduðu miðnefnd, þ.e. æskulýðsnefnd kirkjunnar, sem er æskulýðsfulltrúa til trausts og halds. Nefndir þessar voru fimm, en engin þeirra hafði sérstaklega þroskaheft börn á sinu starfssviði. Og þannig er um fjölda annarra starfsvettvanga. Nú hafa nefndir þessar verið lagðar niður frá s.l. áramótum samkvæmt tillögum æskulýðs- fulltrúa og fyrrverandi æskulýðs- nefndar. Skipar biskup nú 5 manna æskulýðsnefnd, en nefndin kallar til sin starfsmenn, er vinna að ýmsum verkefnum. Starfshóp- ur eða starfsmaður, er hafi þroskaheft börn innan sins starfs- sviðs, hlýtur að verða ein fyrsta ákvörðun hinnar nýskipuðu æskulýðsnefndar. Starfshópur þessi hefði það markmið, sam- kvæmt áður sögðu um vettvang og hlutverk æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, að vera söfn- uðum landsins til aðstoðar I þjón- ustu þeirra v ið þroskahefta. Þar með er ekki sagt, að þetta gamla kerfi hafi verið eina ljónið á veginum. Eftir er að finna sérhæfða starfsmenn' á þessum vettvangi, sem eiga Krist að markmiði og grundvelli lifs sins, og peninga þarf einnig til flestra hluta. Hinu er svo ekki að leyna að æskulýðsfulltrúi kirkjunnar hefur vissulega látið málefni þroska- heftra til sin taka. Leitast hefur verið við að heimsækja heimili og skóla er annast þessi börn og þá hefur á hverju ári nú um árábil verið náin tengsl milli æskulýðs- fulltrúa og heimilanna að Sól- heimum I Grlmsnesiog Sólborg á Akureyri. Hefur það verið skylda erlendu skiptinemanna, er hér dveljast eitt ár hverju sinni, að vinna um 2-3 mánaða skeið á þessum heimilum eða öðrum. Þannig hefur vissulega verið reynt að vekja athygli á skyldum okkar sem kristinna manna gagnvart þessum lltilmegandi og hljóðlátu bræðrum og systrum. Og nú slðast með þessari æsku- lýðs- og fómarviku. Auðvitað er mikilvægt i þessari viku að safna sem mestum peningum, en hitt tel ég þó miklu mikilvægara, að islenzka þjóðin heyri þessa hróp- andi þögn næsta óstarfhæfra bræðra og systra mitt I æpandi kröfum og verkföllum okkar hinna, sem heilsuna eigum og þá blessunað geta unnið. Ég vona að sem flestir kynni sér málefni þroskaheftra og reyni að kynnast persónulega þroskaheftum börn- um. Þau kynni hreinsa sálina. Sr. Guðjón Guðjónsson, fyrrverandi æskulýðsfulltrúi

x

Höndin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höndin
https://timarit.is/publication/1938

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1976)
https://timarit.is/issue/437355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1976)

Aðgerðir: