Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 5
HONDIN
5
Hver er
stefna
flokkanna
í málefnum
þroskaheftra
barna ?
Spurning: Hver er stefna flokk-
anna i málefnum þroskaheftra
barna?
Stefán Jónsson (Alþýðubandalag-
ið).
.Stefria Alþýðubandalagsins hefur
aðallega beinst að tryggingakerf-
inu, en ekki að þessum liðeinum
og sér. Hinsvegar hefur verið
mörkuð stefna i þessu efni i
grunnskólafrumvarpinu. Eins og
mörgum er kunnugt, rikir mikill
aðstöðumismunur i þessu efni hér
á landi, þar sem foreldrar þroska
heftra barna i dreyfbýlinu verða
að leita til Reykjavikur með að-
stoö. Hefur fólk i slikum tilfellum
jafnvel orðið að bregað búi. Það
má geta þess að mál þetta tengist
og byggðastefnu flokksins en of
langt mál yrði að ræða hana.
Annars er skoðun min sú, að það
sé sameiginlegur vilji stjórn-
málaflokkanna að ráða hér bót.
Benedikt Gröndal (Alþýðuflokk-
urinn)
Tvö meginatriði i jafnaðarstefn-
unni eru jafnrétti og tryggingar
sem hafa komið fram i baráttu
fyrirjöfnum réttiallra borgara til
lífs, heilsu og menntunar eftir
óskum og getu hvers og eins, og
hins vegará tryggingarsviðinu að
tryggja alla frá vöggu til grafar
gegn sjúkdómum og öðrum erfið-
leikum, sem mönnum eru ekki
sjálfráðir. Hvort tveggja kemur
við sögu varðandi þroskaheft
börn og leiðir til þess, að Alþýðu
flokkurinn hefur mikinn áhuga á
þvi að þjóðfélagið búi sem best að
þeim og gjöri þeim kleift að lifa
eðlilegu lifi og efla þann þroska
sem þau geta náð. Stóraukin
tækni læknavísindanna á siðari
mannsöldrum veldur þvi að
barnadauði er nú i lágmarki.
Þetta þýðir að það alast upp
miklu fleiri afbrigðilegir einstak-
ingar og þjóðfélagið verður að
sýna þeim bæði skilning og alúð.
Veita þeim þroska og þjálfun og
eins göfgandi lif og unnt er.
Það er nú fyrst á allra siðustu
árum að skapast hefur skilningur
hér á landi fyrir þessum vanda-
málum. Og byrjað er i stórum stil
að vinna fyrir þroskaheft börn.
Fyrst i stað skapast aðstaða til
Bræður.
þess að gera eitthvað fyrir þessi
börn i þéttbýlinu og verður þá
dreifbýlið á eftir. En við leggjum
einmitt áherzlu á að hin fámenn-
ari sveitarfélög taki höndum
saman á stærri svæðum og geri
þannig sameiginlegt átak, til þess
að koma upp þeirri aðstöðu, sem
nauðsynleg er. Það, sem hamlar
gegn stórauknu átaki á þessu
sviði, er fyrst og fremst f járskort-
ur og skortur á sérmenntuðu
starfsfólki.
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra (Framsóknar-
flokkurinn)
Með visun til afstöðu flokks-
manna á Alþingi og i rikisstjórn
þessi: Starfsemi styrktarfélaga
séstudd með hagstæðri löggjöf og
f járveitingum.
Framkvæmd verði þau ákvæði
grunnskólalaga að börn, sem
vikja svo frá eðlilegum þroska að
þau fá ekki notið venjulegrar
kennslu, skuli njóta tilsagnar sér-
menntaðra kennara i almennum
skóla, þegar það er unnt. Ella á
sérdeildum innan hans eða i sér-
stofnunum. Kostnaður við þessa
sérstöku kennslu greiðist úr rikis-
stjóði.
Til þess að greiða fyrir fram-
vindu þessara mála þarf að efla
menntun sérkennara, greina
verkefni, treysta skipulag, bæta
ytri aðstöðu og stuðla að
heilbrigðum viðhorfum.
Magnús Torfi ólafsson (Samtök
frjálslyndra og vinstri manna).
Liðveizla við þá sem frá náttúr-
unnar hendi standa höllum fæti I
viðleitni til þroska og lifsbjargar
er grundvallaratriði jafnaðar-
hugsjónar, og hefur góðu heilli
fundið slikan hljómgrunn að eng-
in stjórnmálahreyfing getur eign-
að sér það mál öðrum fremur. En
þrátt fyrir ötult starf áhugahópa
og ráðstafanir opinberra aðila á
ýmsum sviðum erenn langt i land
að liðsinni við þroskahefta sé
komið i viðunandi horf.
Breyting til bóta á landsmæh-
kvarða i fræöslu og þjálfun
þroskaheftra á uppvaxtarskeiði
veltur að minni hyggju fyrst og
fiemstá þvi, hversu unnt verður
að hraða framkvæmd ákvæða
grunnskólalaga um sérkennslu i
almennum skólum og sérstofnan-
ir fyrir þá sem búa við svo alvar-
legar bæklanir»að þeir geta með
engu móti orðið samferða jafn-
öldrum sinum. Jöfnum höndum
þarf að afla kennslutækja, koma
upp stofnunum, sér i lagi grein-
ingarmiðstöð, og mennta og
þjálfa starfslið á þeim fjölmörgu
sviðum sem þroskaþjálfun og
sérkennsla byggjast á.
Starf Heyrnleysingjaskólans
getur i mörgu orðið fyrirmynd,
þar sem foreldrum er veitt lið-
sinni og leiðbeiningar á forskóla-
aldri barna og fylgst með nem-
endum og þeir studdir i frekara
námiog starfi, eftir að sjálfrisér-
skólavistinni er lokið.
Markmið sérkennslu og þjálf-
unar þroskaheftra er að sem allra
flestir þeirra geti að henni lokinni
séð sér farboða og öðlast lifsfyll-
ingu og lifshamingju þrátt fyrir
bæklun sina. Veltur á miklu eftir
að á starfsaldur kemur, að á-
kvæði laga um endurhæfingu og
vinnustaði fatlaðra séu fram-
kvæmd til hlýtar: Það vandamál
sem við er að fást hjá þeim
stjórnmálamönnum og embættis-
mönnum sem um þetta fjalla er,
að leggja fram nægilega mikið
fjármagn á skömmum tima og að
fá nægilega yfirsýn yfir þörfina til
þess að geta treyst þvi að fjár-
magninu sé gagnlega varið.
Gunnar Thoroddsen, félagsmála-
ráðherra (Sjálfstæðisflokkurinn)
Það er siðferðileg skylda og
markmið félagslegrar samhjálp-
ar að aðstoða þá, sem orðið hafa
fyrir skakkaföllum i lifinu af ó-
sjálfráðum ástæðum. Hvergi á
þetta betur við, né er meiri nauð-
syn en þegar i hlut eiga einstak-
lingar, sem eru þroskaheftir
vegna slysa, sjúkdóma eða með-
fæddra orsaka áður en fullum
þroska er náð.
Það er hlutverk stjórnvalda að
gera ráðstafanir sem þarf, til
þess að stofnanir með sérmennt-
uðu fólki, geti veitt þessum ó-
gæfusömu einstaklingum þá hæf-
ingu sem kostur er á. 1 þessu efni
er og mikið verk að vinna fyrir
mannúðarsamtök almennings.
Lif hans er að verulegu leyti bundið rimlarúminu. Hann er vangefinn. Þó má sjá hann lita upp og teygja
sig mót ljósinu.
Af lands-
byggðinni
Við höfðum samband við séra
Gunnar Björnsson i Bolungarvik,
og inntum hann eftir þvi hvernig
hann ætlaði að minnast Æskulýðs-
og fórnarvikunnar. Kvaðst hann
ekki hafa fengið nein gögn i hend-
ur vegna verkfalia og veðurs, svo
að farið gæti að það yrði að minn-
asi æskulýðsdagsins með hefð-
bundnari hætti, heldur en t.d. i
fyrra.
Gunnar sagði að hann hefði
fengið séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son i heimsókn fyrir skömmu.
Stóð hann fyrir samkomu að
kvöldi laugardagsins 7. febrúar
og spiluðu þar tveir menntaskóla-
nemar, sem með honum voru, á
gitar, einnig voru sýndar myndir.
Samkoman var prýðilega sótt og
gerði hún mikla lukku. Kl. 2 dag-
inn eftir var guðsþjónusta og þá
prédikaði séra Jón Dalbú, en séra
Gunnar þjónaði fyrir altari, og þá
spiluðu strákarnir og sungu tvö
iög eftir prédikun.
Þvi næst spurðum við um mál-
efni vangefinna á Vestfjörðum.
Sagði séra Gunnar, að hann
myndi minna á, að Æskulýðs- og
fórnarvikan væri helguð stuðn-
ingi við málefni þroskaheftra. En
einnig i þvi sambandi sagði séra
Gunnar, að Vestfirðir væru i
könnun félagsfræðinga, þar sem
verið sé að kanna þörfina fyrir
heimili vangefinna á Vestfjörð-
um. Og Lionsklúbbur Bolungar-
vikur hafi lengi hugsað sér að
bafa forgöngu um það mál, en sé
eiginlega að biða eftir úrslitum
þessarar könnunar. Þegar svo
niðurstöður lægju fyrir ætlaði
klúbburinn að hafa samband við
hina sex Lionsklúbbana á
Vestfjörðum og reyna siðan að
drifa sig út i það stórverkefni, að
reisa heimili fyrir vangefna.
1 vetur sagðist séra Gunnar
hafa notað sunnudagspóstinn i
barnastarfinu. Einnig sagði hann,
að fyrir skömmu hefði hann feng-
ið fjölskyldumessuformið og
hugði hann gott til þess að nota
það.
Næsta sunnudag ætlaði hann að
messa á Suðureyri við Súganda-
fjörð og þá ætlaði hann að tala við
fermingarbörnin i leiðinni. Þang-
að yrði hann að fara i snjóbil, þvi
erfitt væri að komast á milli.
Séra Gunnar sagi okkur frá þvi
að karlakór væri starfandi i
Bolungarvik og einnig væri verið
að setja þar upp leikrit. Og á Isa-
firði væri Sunnukórinn að undir-
búa konsert, sem haldinn yrði i
marzbyrjun. Einnig væri
Kammersveit Vestfjarða starf-
andi þar.
Við þökkuðum séra Gunnari
kærlega fyrir spjallið og óskuðum
Vestfirðingum alls góðs.
I sambandi við æskulýðs og
fórnarviku þjóðkirkjunnar lögðu
blaðamenn simaspurningar fyrir
séra Þorvald Karl Helgason á
Kgilsstöðum og fara svör hans
hér á eftir örlitið stytt.
Við munum minnast æskulýðs
og fórnarvikunnar með þrem
kvöldvökum og byrja á laugar-
dagskvöldið 6. mars. Á þessum
kvöldvökum verða kvikmynda-
sýningar öll kvöldin og umræður
á eftir. Piltar tveir úr Reykjavik
leika á gitara og syngja. Á sunnu-
daginn verður barnaguðsþjón-
usta og barnakór starfandi við
kirkjuna syngur. A sunnudags-
kvöldið ætlum við að hafa svo-
kallaða temaguðþjónustu, þar
sem ákveðin temu verða tekin
fyrir. Þetta er ekki svo mjög frá-
brugðið venjulegri æskulýðs-
messu. En i temamessu er meira
um það, að krakkarnir lesa upp á
vixl og svara. Þessi messa verður
væntanlega 2 kvöld. Á æskulýðs-
daginn ætla fermingarbörn að
fara I hús og selja æskulýðsblað,
safna styrktarm eðiimum til
handa Hjálparstofnun kirkjunnar
og af henda blaðið frá Hjálpar-
stofnuninni.
Sjálft æskulýðsmessuformið er
ekki svo ýkja mikil tilbreyting
fyrir söfnuðinn, þvi siðastliðið
haust tókum við upp hér i Egils-
staðakirkju klassiska messu þ.e.
án sakramentis. Við erum með
trúarjátningu og almenna kirkju-
bæn o.s.frv. Svo tókum við upp
lexiu Ur Gamla Testamenntinu,
pistil og guðspjall. Annars
styðjumst við við æskulýðs-
messuformið.
Þar sem hér rikir gott samstarf
milli tónskólans og kirkjunnar
ætlum við að reyna að fá þá til liðs
við okkur þennan æskulýðsdag.
Annars verður litið aðsent efni að
sunnan, en sem sagt venjulegt
messuform og þar fléttum við inn
i þetta barnakórum piltanna að
sunnan og fermingarbörnin.
Um sjálft æskulýðsstarfið inn-
an kirkjunnar er það að segja, að
hér starfar sunnudagaskóli,
barnakór starfar við kirkjuna og
svo hef ég börn i fermingarundir-
búningi. En vandinn hjá mér er'
sá að ég er hérna aðeins farprest-
ur. Séra Gunnar KriStjánsson
sóknarprestur kemur að öllum
likindum úr ársorlofi hingað aftur
1. ágúst ’76. Þvi er erfitt fyrir mig
að setja á stofn sérstaktæskulýðs-
félag. Annars er æskuiýðsstarf
hér á Egilsstöðum allt i deiglunni.
Tónskólinn hér i þorpinu starf-
ar ötullega og njótum við góðs af
honum i kirkjunni.
Um kirkjuna er það að segja, að
hún var vigð 17. júni á þjóðhátið-
arárinu og var þá kirkjuskipið,
sem íekur 300 manns I sæti tilbú-
ið. í austurenda kirkjunnar er
skrifstofa prests, skrúðhús,
snyrting og fundarherbergi, sem
hæfir vel hinum smærri félögum
til fundahalda. Hér hefur þannig
skapast aðstaða til að vinna
markvisst starf i æskulýðsmál-
um.
Fréttamenn hringdú norður á
Siglufjörð og inntu sóknarprest
staðarins séra Birgi Asgeirsson
eftir hvernig hann ætlaði að
minnast æskulýðs- og fórnarvik-
unnar.
Sagði hann undirbúning vera
hafinn og hafði hann kynnt krökk-
unum efni vikunnar og kvaðst
njóta aðstoðar þeirra við undir-
búning og framkvæmd hennar.
A æskulýðsdaginn yrði messa
og myndu krakkar úr æskulýðsfé-
lagi staðarins koma fram i henni.
Um kvöldið yrði svo fundur fyrir
æskulýðsfélagið sjálft I kirkjunni
og þar yrði dagskrá, sem veríð er
að undirbúa m.a. helgileikur.
plötukynning o.fl. Og ef dag-
skráin tekst vel, stendur tíl að
hafa hana um miðja vikuna og þá
fyrir almenning. og auglýsa hana
sem styrktarsamkomu og revna
þá að reka áróður fyrir málefnum
þroskaheftra og safna siðan. Séra
Birgir sagðist einnig hafa lagt
mikla vinnu i Æskulýðsblaðið.
sem hann ritstýrir. Þá kvaðst
hann einnig reyna að halda uppi
hinni venjulegu starfsemi eins og
lög gerðu ráð fyrir. almennu
messuhaldi, sunnudagaskóla og
þriðjudagsskóla fyrir börnin á
barnaheimilinu. Barnagarðinum.
sem kæmu alltaf i kirkjuna annan
hvern þriðjudag með pomp og
pragt og þá aðstoðuðu fóstrurnar.
Af æskulýðsstarfinu sagði séra
Birgir, að fyrsta árið sem hann
hefði verið. þá hefði hann beðið á-
tekta. Annað árið þá hefði æsku-
lýðsfélagið haldið nokkra óreglu-
lega fundi og haft starfsemina
opna fyrir hvern sem var. Og i
veturhefði hringurinn þrengst og
lokast, og fundir verið haldnir
reglulega á hálfsmánaðar fresti.
Stjórn æskulýðsfélagsins sæi um
lundina. og á þeim væri tvenns
konar efni. Fyrst ýmis konar létt-
meti, smá leikþættir, skrýtlur.
spurningar o.s.frv. Og að hinu
leytinu væri undirbúin helgi-
stund. sem væri einn þáttur fund-
arins. Og svo væru fleiri sam-
komum i kringum jólin og þá
væri farið út á elliheimili með
dagskrá fyrir vistmenn. Við
þökkuðum séra Birgi kærlega
fyrirog óskuðum honum blessun-
ar Guðs.