Höndin - 01.04.1976, Blaðsíða 2
2
HÖNDIN
Fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar Hannes örn Blandon
Útgefandi: Hjálparstofnun kirkjunnar Biskups- Jón Ragnarsson
stofu, Klapparstig 27, Reykjavik. Magnús B. Björnsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Ljósmyndir: Pjetur Maack og Valdimar
Einarsson. Hreiðarsson.
Blaðamenn:
Davið Baldursson Útlitsteiknun: Astmar Ólafsson
Guðni Þór ölafsson Prentun: Blaðaprent
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup
Opið auga — hönd til hjálpar
Mörg er sú neyð, sem minnir svo á sig sjálf, að orð eða bendingar auka þar engu
við. Slfks eru dajmi bæði nær og fjær. Þar fyrir er ekki vist, að jákvæð fhlutun komi
af sjálfu sér. Oft er þörfin svo stórvaxin, að mönnum fallast hendur, þótt hjálpa
vildu. Þá kemur það og fyrir, að menn venjist nábýli við mannlega neyð svo að þeir
hætti að sjá hana. Enn er það ekki óalgengt, að menn loki skynfærum sinum fyrir
ömurlegum staðreyndum til þess að raska ekki ró sinni i einkaheimi sérhyggju og
singirni.
Hjálparstofnun kirkjunnar á erindi við einstaklinginn, hvernig sem háttað er um
afstöðu hans i þessu sambandi. Sú neyð, sem er meiri en svo, að þú sjáir nein úrræði
til þess að létta hana, getur i fyrsta lagi minnt á eitthvað nærtækt, sem þér mætti
vera unntaðbæta úr. t öðru lagi gæti veriðhægt að þoka stóru vandamáli i rétt horf,
ef margir leggðu saman. Og séu meinsemdir i kringum okkur, sem dyljast sakir
vana, þá þarf aðvakna og láta til sin taka. Við þurfum einnig á þvi að halda, að
stjakað sé við okkur, þegar við gerumst sátt við það að okkur sé sjálfum borgið, þótt
aðrir verði undir og liði.
Hjálparstofnun kirkjunnar er ætlað að vera opiðauga.sem sérmannlega neyð og
vekur athygli á henni. Og Hjálparstofnun kirkjunnar er ætlað að vera hönd til hjálp-
ar.sem sækir sér styrk og föng i útréttar hendur hjálpfúsra einstaklinga og beinir
góðvild þeirra iþann farveg, aðhún komistmeð virkum hætti til skila, nái til þeirra,
sem nauðstaddir eru og þurfandi. Hjálparstofnun kirkjunnar biður ekki um liðveizlu
nema af þvi, að hún býður fram liðveizlu um það, að „höndin ein og ein” geti i
traustum tengslum við aðrar látið eitthvað um sig muna i baráttunni við böl og böl-
valda, sem þjá og þjaka mennina.
Hjálparstofnun kirkjunnar er ekki einangraður aðilji. 1 fyrsta lagi er hún starfs
tæki kristinnar kirkju á fslandi, með söfnuði landsins að baki sér. Hún er barn þeirr-
ar kristnu frumvitundar, að bróðir eða systir i nauð eigi kröfu til liðveizlu og"fflínar.
f öðru lagi er Hjáiparstofnunin hlekkur i alþjóðlegri festi kristinnar hjálpar- og likn
arstarfsemi, sem nýtur öruggrar forustu og býr við hið traustasta og virkastá sk'ipu-
lagi. t þriðja lagi vill Hjálparstofnun kirkjunnar eiga náið samstarf við öil hjáipar
samtök innanlands, taka undir með þeim i viðleitni þeirra til þess að vekja almenn-
ing til vitundar um þarfir olnbogabarna og styrkja slika samtök til aðgerða.
Fórnarvika á föstu er fastúr þáttur i starfsemi Hjálparstofnunar ’kirkjunnar.
Föstutiminn hefur á öllum öldum verið helgaður umhugsun um fórnina miklu, þegar
Guð birti það i krossi Jesú Krists, hvernig hann liður með þjáðum og fyrir seka,
þeim til liknar og bjargar. Þegar fylgzt er með krossferli Krists verður spurningin
af vörum hans jafnan nærgöngul: Hvað gerir þú? Þetta gerði ég fyrir þig. Hvað
gerir þú fyrir mig? Og sé hlustað og spurt á móti, kemur alltaf sama svar frá hon-
um: Viljir þú eitthvað fyrir mig gera, þá beindu þeim vilja til minnstu bræðra
minna. Þar er ég þar lið ég, þar biðég eftir þér og þinni hjálparhendi.
Tvennt er efst i huga á þessari fórnarviku. Hið fyrra er það, að Hjálparstofnunin
þarf fleiri fasta styrktarmenn.Hún hefur notið mikillar tiltrúar, sem komið hefur
fram i þvi, hve drengilega menn hafa brugðizt við, þegar hún hefur höfðað til al-
mennings um framlög, einkum þegar hörmungar hafa dunið yfir, innan lands eða
utan. En þó að skyndihjálp i slikum tilvikum sé ein hin brýnasta nauðsyn og köllun,
þá er ekki siður mikilvægt að geta byggt upp hjálparstarf samkvæmt áætlun til
lengri tima. Verkefni á þvi sviði eru óteljandi erlendis og einnig innanlands i sam
starfi við llknar'málasamtök. En Hjálparstofnunin getur ekki með æskilegu móti
látiðtilsin taka um slik hlutverk nema hún geti byggt á einhverjum föstum tekjum.
Þess vegna þarf hún að eiga visan árlegan stuðning frá álitlegum hópi manna.
Prestar þjóðkirkjunnar bundust sin i milli samtökum um þetta á sinum tima og hafa
látið tiltekinn hundraðshluta launa sinna renna til Hjálparstofnunarinnar. Fleiri
stéttir og einstaklingar þyrftu að fylgja þessu fordæmi. Hið siðara, sem er i fyrir-
rúmi á þessari fórnarviku, er þörfin á aðstoð við þroskaheft börn.Hjálparstofnunin
vill að þessu sinni sérstaklega vekja athygli á þeim sjálfboðasamtökum, sem hafa
gengið fram fyrir skjöldu til þess að bæta aðstöðu þessara barna og létta undir með
aðstandendum þeirra. Hér eins og á mörgum öðrum sviðum, þarf fyrst að koma
vakning og eindregin ihlutun frjálsra samtaka, er hafi að baki fórnfýsi góðra
manna. Þá munu opinberar aðgerðir koma á móti og til gagnsmuna fyrr eða siðar.
Flestir, sem þessar linur lesa, munu vera þakklátir fyrir
að vera minntir á að þeir hafa tækifæri til þess að rétta hönd til hjálpar. Hversu
mikið að vöxtum það er, sem þeir geta látið úr lófa rakna, skiptir ekki eins miklu
máli og hitt, að hlýjan i barmi komist til skila með handtaki, sem uppörvar og
styrkir sameiginlega viðleitni margra til þess að gera ofurlitið bjartara i dimmum
heimi.
Staðreyndir um tryggingamál
Til að fá upplýsingar um trygg-
ingamál þroskaheftra leituðum
við til Guðrúnar Helgadóttur,
deildarstjóra i Tryggingarstofn-
un rikisins. Greiddi hún fúslega
úr spurningum okkar, og verða
hér tilfærð nokkur atriði.
112. grein almennra trygginga-
laga er heimild til að greiða for-
eldrum bætur vegna bæklunar
eða vanþroska barns innan 16 ára
aldurs.
Styrkur þessi er greiddur sam-
kvæmt mati læknis. örorka er
metin i stigum og greiðsluupphæð
fer eftir þvi hve hátt matið er. 1
dag fær barn, sem er 1. stigs ör
yrki 4.237,- kr. á mánuði, 2. stigs
8.473,- kr. og 3. stigs 12.710,- kr.
Greiðslur falla til foreldra meðan
matið er i gildi.
Styrkur þessi er óverulegur,
þegar um er að ræða illa fatlað
barn, sem mikið þarf að hafa fyr-
ir.
Hér er oft um að ræða ólýsan-
legt vandamál ekki sizt fyrir ein-
stæða foreldra-sem verða að gera
hvort tveggja, að vinna fyrir
heimiliog eiga svo að ráði læknis
helzt að vera heima yfir barni.
Það einasem Tryggingastofnunin
getur gert er að greiða hæzta
styrkinn 12.710,-krónur á mánuði.
Ef barn er á dagvistunarstofn-
un, þ.e. dvelur þar daglangt, en
fer heim að kvöldi, þá skerðist
þessi upphæð, sem svarar einu
stigi. Oft gengur illa að koma
þessum börnum i dagvistun og
illa fötluð börn komast tæplega á
almenn dagheimili. Þorsteinn
Sigurðsson hefur reyndar borið
fram tillögu i Borgarstjóm um
vistun þroskaheftra barna á dag-
heimilum Borgarinnar, þannig að
fáein afbrigðileg börn yrðu á
hverju heimili. Fóstrum yrði gef-
inn kostur á að þjálfa sig I með-
ferð slikra barna, og einnig að i
framtiðinni verði gert ráð fyrir
þroskaheftum börnum er ný dag-
heimilieru byggð. 1 samvinnu við
foreldra mætti koma upp helgar-
vistun og gæslu á venjulegum
skólatima.
Fyrir Reykjavikursvæðið var
nýi öskjuhliðarskólinn óneitan-
lega spor i áttina, en shkar stofn-
anir þyrfti miklu viðar. Skólavist
i slikum skóla er greidd af
Menntamálaráðuneyti, þar sem
þetta heyrir undir Barna- og
gagnfræðaskólastigið. Sé barn
þar utan af landi, sem fær heima-
vist, missir það barnaörorkuna.
Kostnaður foreldra sem eiga
þroskaheft barn liggur i vinnu-
tapi, t.d. er óhugsandi að báðir
foreldrar vinni úti, of t þarf að aka
börnunum hvert fótmál, sem
kostar stórfé, og lyfjakostnaður
er oftáhemju mikill. Foreldrar fá
12.710,- kr. til að mæta þeim
kos tn aði.
Verstur er samt vandi fólks úti
á landi. Aðstaða fyrir vanheil
börn er viðast hvar engin.
Kennslumöguleikar engir. Oft
neyðist fólk til að flytja hingað
suður til að geta hjálpað bömum
sinum. Dæmi er þess að kona aki
barni sinu frá Selfossi fari aftur
heim til að hugsa um hin börnin
og kemur svo aftur að kvöldi og
sækir barnið. Þetta eru óskapa
erfiðleikar og endalaus fyrirhöfn.
Nokkur brögö hafa verið að þvi
að vangefnir hafi ekki fengið bæt-
ur eftir 16 ára aldur, þar sem ekki
hefur verið sótt um lifeyri. Ef
ljóst er að vangefinn maður er
með öllu ófær um að vinna fyrir
sér eða bjarga sér á nokkurn hátt,
þáer örorka hans vanalega metin
75%, sem er lágmark til að fá
greiddan fullan örorkulifeyri. Þar
á ofan kemur tekjutrygging, svo
slikur einstaklingur ætti að vera
með 30.684,- krónur á mánuði, ef
hann er tekjulaus.
Til er að vangefnir vinni fyrir
launum og þá skerðist tekju-
tryggingin, en yfirleitt halda þeir
lifeyrinum.
Sé þetta fólk á stofnun t.d.
Kópavogshæli fær það sjúkra-
tryggingu, sem borgar dvölina að
öllu leyti. Vistmaður á slikri
stofnun á rétt á að sækja um
vasapeninga, sem mega vera 25%
aflifeyri og er i dag 3.500,- krónur
samkvæmt ákvörðun Trygginga-
ráðs. Hingað til hafa vangefnir
fengið helming af leyfilegri upp-
hæð og er það mjög umdeilt mál.
Þessirpeningareru hugsaðir sem
skotsilfur vistmanna.
Hælin eru kostuð af daggjöldum
sem miðast við reksturskostnað
og þjónustu sem veitt er. Sjúkra-
tryggingadeildin reiknar út gjald
fyrir hvern sjúkling og sendir það
stofnuninni. A Kópavogshæli er
gjaldið 2.400.- kr. á dag, en 5.800,-
kr. ef sjúklingur þarf óvenju mik-
illar umhyggju við. Þannig greið-
ir rikið frá kr. 72.000,- á mánuði til
sjúklings á stofnun, en kr. 12.710.-
ef hann kemst ekki þar að en kr.
30.000.- til fullorðins einstaklings.
Sólborg á Akureyri, Skálatún,
Tjaldanes og Sólheimar I Grims-
nesi hafa sömu daggjöld og Kópa-
vogshælið.
Til dagheimila Styrktarfélags
vangefinna i Bjarkarási og Lyng-
ási greiðir Tryggingastofnunin I
daggjöld 1.250,- kr. Foreldrar
vistfólksþar fá barnaörorkuna að
frádregnu einu stigi.
Engar áreiðanlegar tölur eru til
um heildarf jölda van
gefinna á Islandi, samkvæmt
könnun sem Margrét Margeirs-
dóttir gerði fyrir nokkru virðist
hann vera nærri 1304 manneskjur
af báðum kynjum.
Hvað varðar Tryggingastofn-
unina þá má heita að allir öryrkj-
ar séu undir sama hatti, en nú er
unnið að sundurgreiningu þeirra
og upplýsingaöflun með aðstoð
tölvu. Tryggingastofnunin hefur
aðeins upplýsingar um þá, sem
sótt hafa um bætur og geta þvi
leynzt einstaklingar, sem eiga
bótarétt, en hafa ekki gefið sig 1
fram. Sækja verður um allar bæt-
ur á sérstök eyðublöðen stofnunin
greiðir engar bætur upp á sitt ein-
dæmi og á fólk við sjálft sig hvort
það neytir þessa réttar.
Try ggingakerfið tekur þátt i
greiðslu alls konar hjálpartækja.
Heyrnartæki barna eru t.d.
greidd að fullu, einnig
AFAKI-gleraugu fyrir nær blinda,
einnig 70% Telescape og
Strabismas gleraugu. Allir hjóla-
stölar og hreyfitæki greiðast að
fullu, einnig eru reglur um sér-
smiðaða skó. Þetta er aðeins
hluta af hjálpartækjalista Trygg-
inga s tof nun arinnar.
Ekki bara skortur á húsnæði og
skólum hefur bagað framvindu
þessara mála hér á landi. Ekki
siður hefur vantað sérmenntað
fólk til kennslu. Þetta er hins veg-
ar að breytast og ungt og áhuga-
samt fólk, með sérmenntun kem-
ur nú til starfa á hverju ári.
Venjulega hafa foreldrar og á-
hugafólk riðið á vaðið með það
sem gert hefur verið i þessum
málum og Rikið siðan farið að
styrkja starfsemina.
Viðhorf fólks til þessara ein-
staklinga hefur breyzt mikið i
seinni tið. í Skandinaviu er það
almenn stefna að loka fólkið ekki
inni á hælum, heldur hafa það
með i þjóðlifinu. Reyna að búa þvi
heimili og vinnu við hæfi: — Það
verður að telja okkur nokkuð aft-
arlega á merinni og það þarf að
endurskoða þessi mál hérlendis.
Það er orðinn lika þó nokkuð stór
hópur fólks, sem hefur á þvi full-
an hug og vilja.
Ororkustyrkur barna, sem eru
verulega illa á sigkomin er engan
veginn nógur. Það verður að gera
ráð fyrir að foreldri geti verið
heima hjá þessu barni, ef nauð-
syn er á og finna verður leið til að
borga maneskjunni laun fyrir
það. Það yrði margfalt ódýrara
að hafa barnið heima og greiða
foreldri þokkalegustu laun heldur
en hafa barnið á stofnun.
Styrktarmannaöflun
Eins og fram kemur i grein á forsiðu blaðsins
og í leiðara biskups kallarHjálparstofnun
kirkjunnar á fólk, sem ársfjórðungslega vildi
leggja eitthvað af mörkum til hinna ýmsu
verkefna stofnunarinnar. Þeir sem þannig
gerast styrktarmenn fá reglulega fréttabréf
Hjálparstofnunarinnar sent heim.
Þeir sem vilja vera með frá byrjun geta skrif-
að nöfn sin hér að neðan, klippt reitinn út og
sent til Hjálparstofnunar kirkjunnar, Klappar-
stíg 27, Reykjavik, eða komið honum til við-
komandi sóknarprests.
Vil gerast styrktarmeðlimur i starfi Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar með
kr._______________ársfjórðungslega.
Nafn:___________________________
Heimili:.