Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 1

Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 1
Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi skrifar: Húsbréfakerfið Mikið er rætt um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, þar sem lagt er til að taka upp svokall- að húsbréfakerfi. Hér er um að ræða hugmynd, sem ekkí hcfur verið sett fram áður, og því eðlilegt að um hana séu skiptar skoðanir. Þá hefur mörgum einnig gengið illa að átta sig á því hvað raunverulega er verið að leggja til. Sá vandi sem er tilefni tillagnanna er að fleiri sækja um lán úr Byggingarsjóði ríkisins en hann getur sinnt jafnóðum. Því hcfur myndast biðröð eftir lánum. í dag er áætlað að í röðinni séu 10.000 umsækjendur og muni þurfa 23 milljarða króna til að lána þeim miðað við óbreyttar lánareglur. Húsbréfahugmyndin gengur út á að hætta að lána úr Byg- gingarsjóðnum þ.e. almenna kerfinu, fyrst í stað yrði hætt að lána til kaupa á íbúð og síðar einnig hætt að lána til nýbygg- inga. Þetta yrði gert þannig að seljandi íbúðarhúsnæðis lánaði kaupanda allt að 65% af kaup- verði og fengi í staðinn veð- skuldabréf. Þessu skuldabréfi fengi seljandinn skipt í Hús- næðisstofnun fyrir svokölluð húsbréf. Þau eru ríkistryggð og bera markaðsvexti auk þess að vera algerlega skattfrjáls. Húsbréfin geti eigandi þeirra síðan selt á markaði og fengið peninga. Til þess að tryggja sölu þeirra verði Byggingar- sjóði ríkisins og jafnvel Seðla- banka íslands skylt að kaupa húsbréf á markaðnum, ef of mikið framboð verður af bréfunum og fyrirsjáanlegt að þau muni annaðhvort falla í verði eða seljast ekki. Með því að taka upp hús- bréfakerfi verður um leið öll lánastarfsemi á markaðsvöxt- um. Öll lán, þar með talin lán Byggingarsjóðs ríkisins verða á þeim vöxtum í stað 3,5% eins og nú er. Af þessu leiðir að sjálfsögðu veruleg útgjöld fyrir þá sem skulda og til þess að mæta þeim útgjöldum er gert ráð fyrir að Ríkissjóður greiði vaxtabætur til mótvægis en þær bætur verði tengdar tekjum og efnahag hvers og eins. Samkvæmt hinu nýja kerfi á að vera hægt að fá hærri lán en í núverandi kerfi og samkvæmt blaðaviðtali í febrúar telur fél- agsmálaráðherra að fólk þurfi ekki að bíða í nema tvær til þrjár vikur og geti á þeim tíma gengið frá húsnæðiskaupum. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér er mín niðurstaða að þetta geti ekki gengið upp. Til þess að geta veitt öllum lán sem vilja hvenær sem er og það hærri lan þarf gríðarlegt fjármagn um- fram það sem núverandi kerfi fær. Það er ekki hægt að töfra fram milljarðatugi með því einu að breyta lánaforminu. Formbreyting býr ekki til pen- inga nema með seðlaprentun sem ekki er innistæða fyrir. En það þýðir verðbólgu. Fjármagn verður að sækja í sparnaðinn í þjóðfélaginu. Hann er hins vegar takmörkuð stærð og það eru fleiri sem sækja fé þangað. Það eru Ríkis- sjóður með útgáfu ríkis- skuldabréfa og atvinnuvegirnir sem sækja þangað rekstrarfé og lánsfé til fjárfestingar. ÞAð er ekki hægt að auka það fé sem fer til húisnæðiskerfisins nema sparnaður aukist í þjóð- félaginu. Ef það gerist ekki verður aukningin á kostnað annarra og helst atvinnuveg- anna. Með því að setja húsbréf á markað er verið að búa til sam- keppni um peninga milli hús- næðiskerfisins og atvinnuveg- anna. Sú samkeppni er fyrir- fram ójafn leikur, þar sem húsbréfin eru ríkistryggð og skattfrjáls. Atvinnuvegirnir Hjóta þvi að verða undir í þess- ari samkeppni, þeir geta ekki boðið ríkisábyrgð á skuldum sínum og nóg stynja þeir undan fjármagnskostnaði um þessar mundir til þess að hverjum manni á að vera ljóst að at- vinnuvegirnir geta ekki borgað meira fyrir lánsféð en gert er nú. Þá vil ég nefna nokkur atriði sem mæla heldur gegn hús- bréfakerfinu eins og það er sett fram í frumvarpinu: 1. Markaðsvextir. Kerfinu fylgir að öll lán verða á markaðsvöxtum. Útgjöld aukast og margir íbúðareigend- ur munu einfaldlega ekki þola þá hækkun jafnvel þótt gert sé ráð fyrir vaxtabótum ári síðar. Þá er ekki tryggt að vaxtabætur haldist til lengdar að raungildi. 2. Engin félagsleg sjónarmið. Húsbréfakerfið leyfir engin félagsleg sjónarmið. Ekki verð- ur lengur hægt að láta ungt fólk ganga fyrir um lán eða einstæða foreldra svo eitthvað sé nefnt. Það verða allir á einum mark- aði. 3. Engin aðstoð vegna greiðslu- erfiðleika. Þeir sem nú eru í greiðslu- erfiðleikum eiga ekki lengur neina möguleika á aðstoð en þurfa að bera hærri vexti. Hér er um allstóran hóp að ræða. 4. Skilyrði um veðhæfni. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að fasteignir sem eru til sölu verði að uppfylla skilyrði um veðhæfni, en við mat á veð- hæfni er m.a. stuðst við mark- aðsverð íbúða í því byggðarlagi sem íbúðin er. Þetta ákvæði þarf að skýra mun betur en gert er. Þetta ákvæði gæti dæmt heilu byggðarlögin úr leik í hús- bréfakerfinu. 5. Vandi landsbyggðar. Forsenda fyrir húsbréfakerfi er að kaupendur séu til staðar. Ef svo er þá er kerfið til þess að fá seljandann til að lána allt að 65% af söluverði, þannig að Húsnæðisstofnun þurfi ekki að leggja fram lánsfé. Ef hins veg- ar ekki er kaupandi til staðar þá gagnast húsbréfakerfið ekki og ekkert lánakerfi verður til að taka við. Meðöðrum orðum, af sölu getur ekki orðið. Vanda- mál á landsbyggðinni er yfirleitt að fólk þorir ekki að kaupa vegna ótta um að sitja uppi með fasteignina eða þurfa að selja með tapi. Húsbréfakerfið er kerfi með hagsmuni seljanda í huga, það leysir ekki þennan vanda. Sérhver tillaga um húsnæðis- kerfi, sem ekki tekur alvarlega á söluvanda íbúða á lands- byggðinni er ófullnægjandi og óviðundandi. Niðurstaða mín er að húsbréf- akerfi samkvæmt frumvarpinu geti ekki gengið. Það vanti ein- faldlega peninga til þess að fjár- magna það. Auk þess eru all- nokkur atriði sem annað hvort mæla gegn því að þarf að betr- umbæta. Einu þurfa menn að gera sér grein fyrir. Það eru ekki til neinar patentlausnir, hvað þá töfralausnir í húsnæðismálum. Allar lausnir hljóta að fela í sér að mörgum umsækjendum er synjað um lán eða boðið að bíða eftir því. Einnig húsbréfa- kerfið gerir ráð fyrir að synja umsækjendum eða væntanleg- um kaupendum. Bræðratunga 5 ára Hinn 12. maí 1984 var heimili Bræðratungu formlega tekið í notkun, en starfsemin hófst nokkrum vikum áður. Því á Bræðratunga 5 ára starfsafmæli um þessar mundir. Einnig á sambýli Bræðratungu 3ja ára starfsafmæli hinn 1. maí 1989. Því er vel við hæfi að halda uppá þessi tímamót mánudag- inn 1. maí n.k. Þá ætlum við að hafa opið hús í Bræðratungu, bjóða uppá kaffi og kökur og kynna starfsemina hér. í þess- ari kynningu verður lögð áhersla á að sýna gestum fram á hvernig við vinnum að þroskaþjálfun í athöfnum dagslegs lífs. Við vonumst til að sem flest- ir Vestfirðingar komi í heim- sókn til okkar mánudaginn 1. maí 1989 milli kl. 14.00- 17.00, fræðist um starfið okkar og njóti kaffiveitinga. í von um gott veður og á- nægjulegan 1. maí. Starfsfólk Bræðratungu

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.