Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 8
Körfubíll til leigu
Leigi út körfubíl og tek að mér trésmíðavinnu.
Byggingaþjónusta,
Guðmundur Páll Kristjánsson,
S* 94-3623- Kt. 300945-2449
Smári Haraldsson bæjarfulltrúi skrifar:
Ársreikningar
ísafjarðar 1988
Ársreikningar ísafjaröar-
kaupstaöar og stofnana hans
fyrir árið 1988 voru lagðir fram
til fyrri umræðu á fundi bæjar-
stjórnar fimmtudaginn 6. apríl
s.l. Reikningarnir verða af-
greiddir í byrjun maí. Stofnan-
ir bæjarsjóðs eru hafnarsjóður,
vatnsveita, Hlíf - íbúðir aldr-
aðra, lífeyrissjóður starfs-
manna ísafjarðarkaupstaðar,
byggingasjóður elliheimilis,
stjórn verkamannabústaða og
skíðasvæðið á Seljalandsdal.
Bæjarsjóður stendur heldur
illa fjárhagslega miðað við þær
mikli framkvæmdir sem nauð-
synlegar eru á næstu árum.
Stofnanir bæjarins standa hins
vegar nokkuð vel. Rekstrar-
tekjur þeirra á árinu 1988 voru
samtals um 53 milljónir. Hagn-
aður fyrir utan vexti og fjár-
festingar voru um 26 milljónir
og heildarskuldir um 45 millj-
ónir. Að öðru leyti verður ekki
gerð grein fyrir fjárhagsstöðu
stofnana bæjarsjóðs í þessari
grein, en athyglinni beint að
bæjarsjóði. Gerður verður
samanburður á stöðu bæjar-
sjóðs á árunum 1985 til 1988.
Tekjur, skuldir og
fjárfestingar
Tekjur, skuldir og fjárfest-
ingar bæjarsjóðs á árunum
1985 til 1988 eru sýndar í töflu
1-4. Til viðmiðunar er láns-
■
'« •-1 'T~i
? Á-L.i?'?*:*
Vw w»-■ M
gpi; :
! ! i
-H'jvel
XUriÆ
FRABÆRT URVAL AFITOLSKUM
SÓLGLERAUGUM (SÉRSLÍPUÐ GLER)
EINNIG FÁIÐ ÞIÐ ÁGÆTIS
ÚRVALAF
FERMINGARGJÖFUM.
r- -h.\
Silfurgötu 6 — Sími 3460
kjaravísitala í desembermán-
uði hvers árs sýnd í töflu 5.
Á tímabilinu hafa tekjur og
skuldir hækkað meira en láns-
kjaravísitalan. Miðað við tekj-
ur hafa skuldirnar lækkað lítil-
lega. Skuldir jukust um 44.8%
á árinu 1988. Bæjarsjóð hefur
því borið af þeirri leið á síðasta
ári að lækka skuldir sem hlut-
fall af tekjum. Þetta hlutfall er
þó betra en árið 1985 og hafði
þá lagast allt síðan 1982. Það
bendir til þess að þótt skuldirn-
ar séu miklar sé fjárhagurinn
alls ekki farinn úr böndunum.
Fjárfestingar (tafla 3) hafa
verið miklar öll árin en þó
einkum árin 1985 og 1988.
Þessar auknu fjárfestingar
skýra að hluta aukningu
skulda. Athuga ber að taflan
sýnir heildarfjárfestinu, þar
með talið framlag frá ríki við
sameiginleg verkefni.
Útistandandi skuldir bæjar-
sjóðs (tafla 4) hækkuðu á árinu
1988 og voru þá svipað hlutfall
af tekjum og á árinu 1985.
Þetta er önnur skýring á aukn-
ingu skulda.
Einstaka útgjalda-
liðir.
Á töflu 6 má sjá útgjöld til
einstakra liða í rekstri bæjar-
sjóðs á árunum 1985 til 1988.
A töflunni kemur fram að allir
liðir hafa hækkað meira en
lánskjaravísitala. Liðurinn al-
mannatryggingar og félags-
hjálp hækkar m.a. vegna
skóladagheimilis, aukinnar
öldrunarþjónustu og mikillar
hækkunar á framlögum til
sjúkrasamlags og atvinnuleys-
istryggingasjóðs.
Hreinlætismálin hækka fyrst
og fremst vegna aukins snjó-
moksturs, aukinnar gatna-
hreinsunar og sorpsvæðisins
við Sundahöfn.
Fjármagnskostnaðurinn er
sá liður sem hækkar mest. Er
það í samræmi við upplýsingar
sem eru að berast víða að um
aukinn fjármagnskostnað.
Lækkun vaxta ætti því að skila
sér fljótt í betri afkomu
bæjarsjóðs.
Tafla 5
Lánskjaravísitala
Ar 1985 1986 1987 1988 88/85
1337 1542 1886 2274
% hækkun 15.3 22.3 20.6 70.1
Tafla 6. Útgjöld til einstakra rekstrarliða milljónum króna
Ár 1985 1986 1987 1988 88/85
Yfirstjórn kaupst. 16.8 21.3 27.9 35.2
%hækkun 27.0 31.0 26.0 109.5
Almannatryggingar ogfélagshjálp 32.7 47.7 62.7 77.0
%hækkun 45.9 31.4 22.8 135.5
Fræðslumál 21.0 26.9 32.2 40.1
% hækkun 28.1 19.7 24.5 91.0
Æskulýðs- íþróttamálo.fl 11.9 12.8 18.6 22.1
% hækkun 7.6 45.3 18.8 85.7
Hreinlætismál 7.7 14.8 13.7 19.4
% hækkun 92.2 (7.4) 41.6 151.9
Fjármagnskostn. 22.5 30.7 40.1 62.2
% hækkun 36.4 30.6 55.1 176.4
Töflur 1 -4. — Allar tölur í milljóniim króna.
Tafla 1 Tafla 2 Tafla 3 Tafla 4
Tekjur Skuldir Fjárfestingar Útistandandi sk.
Ár Tekjur % Skuldir % % af Gjaldfærð Eignfærö Fjárfest. % af Útistand. % af
hækkun hækkun tekjum alls tekjum skuldir tekjum
1985 160.5 192.4 119.9 22.0 16.5 38.6 42.0 56.8 35.4
1986 210.3 31.0 219.8 14.2 104.5 13.1 30.9 43.9 20.9 63.7 30.3
1987 283.6 34.5 276.4 25.8 97.5 26.2 49.3 75.6 27.3 69.1 24.4
1988 349.8 23.4 400.1 44.8 114.3 51.8 69.6 121.4 34.7 124.2 35.5
Breyt.
1988/85 117.9 108.0
Brynjólfur Bjarnason
fyrrverandi ráðherra Iátinn
Síðastliðinn fimmtudag var
til moldar borinn í Reykjavík
Brynjólfur Bjarnason fyrrver-
andi formaður Kommúnista-
flokks íslands. Brynjólfur lést í
Danmörku 16. apríl sl.
Brynjólfur var fæddur_ á
Hæli í Gnúpverjahreppi 26.
maí 1898 en ólst upp í Ólvers-
holti í Flóa hjá foreldrum sín-
um. Hann varð stúdent frá MR
1918 og lauk heimspekiprófi
frá Kaupmannahafnarháskóla
1919. Brynjólfur lauk efna- og
eðlisfræðiprófi frá sama skóla
1923 og las heimspeki við
Berlínarháskóla 1923-24.
Hann var formaður Kornm-
únistaflokks íslands frá stofn-
un hans 1930 og allt til 1938 að
Sameiningarflokkur alþýðu-
Sósíalistaflokkurinn var stofn-
aður. Brynjólfur var formaður
miðstjórnar Sósíalistaflokksins
1938-1951 og í miðstjórn
flokksins og framkvæmda-
nefnd til 1962 - þar af formaður
framkvæmdanefndar 1960-62.
Hann sat á Alþingi fyrir
Kommúnistaflokkinn og síðar
Sósíalistaflokkinn frá 1937-
1956 eða samtals í 19 ár.
Brynjólfur var menntamála-
ráðherra í nýsköpunarstjórn-
inni sem sat við völd árin 1944
til 1947 og markaði djúp fram-
faraspor í sögu þjóðarinnar.
Brynjólfur er heiðursfélagi
Félags áhugamanna um heim-
speki en heimspekirit hans eru:
Forn og ný vandamál, 1954:
Gátan mikla 1956: Vitund og
verund, 1961: Á mörkum
mannlegrar þekkingar, 1965:
Lögmál og frelsi, 1970: Heim-
ur rúms og tíma, 1980: og sam-
ræður um heimspeki, 1987
(samræður milli Brynjólfs, Páls
Skúlasonar og Halldórs Guð-
jónssonar um heimspekilcg
málefni). Greina- og ræðusafn
Brynjólfs hefur komið út í
þremur bindum undir heitinu
Með storminn í fangið.
Brynjólfur þýddi nokkur ævin-
týri H.C.Andersen.
Brynjólfur kvæntist 26. maí
1928 Hallfríði Jónsdóttur frá
Hömluholtum í Eyjahreppi.
Hún lést 15. desember 1968.
Brynjólfur og Hallfríður eign-
uðust eina dóttur Elínu sem
búsett er í Danmörku.
Vestfirðingur sendir samúð-
arkveðjur til aðstandenda
Brynjólfs og þakkar samfylgd
hans og forystu í hinni sósí-
alistisku hreyfingu.