Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 2

Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 2
2 Vestfirðingur Málgagn Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi S 3948 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Hjartarson Fjarðarstræti 2 400 ísafjörður S 3948 Upplag: 4000 eintök Ritnefnd: Bryndís G. Friðgeirsdóttir S 4186 Herdís Hiibner S 3885 Ketill Elíasson S 7137 Ingólfur Arnarson S 4578 Ólafur Jens Daðason S 4794 Prentverk: H-prent sf., ísaBrði 1. maí Pað er kuldalegt um að litast á þessum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar mánudaginn 1. maí á því herr- ans ári 1989. Snjóalög eru með mesta móti og leysingar svo hægar að varla sést dagamunur á. Það er ekki bara veðurfarið sem er óvenjulega hart, heldur er líka óvenju- lega hart árferði í efnahagsmálum þjóðarinnar. Munur- inn á þessu tvennu er sá að veðurfarið höfum við engin áhrif á og vei;ðum að taka því sem að höndum ber, en erf- iðleikarnir í þjóðarbúskap landsmanna eru að miklu leyti heimatilbúið vandamál. Undanfarin ár hefur verið gerð umfangsmikil tilrauna- starfsemi á íslensku þjóðfélagi. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hefur verið beitt markaðslögmálum milljóna- þjóðfélaga á dvergvaxið hagkerfi tvöhundruð og fimmtíu þúsund manna þjóðfélags. Par hefur ráðið ferðinni ofur- trú á frelsi fjármagnsins. Drifkrafturinn til aukinnar hag- sældar þjóðarinnar skyldi vera takmarkalaust frelsi þjón- ustufyrirtækja og innflutnings- og verslunar til þess að ákvarða sínar tekjur og hömlulítið frelsi til þess að ákvarða laun peninganna. Til þess að trufla sem minnst þessa hagfræðitilraun voru hins vegar settar þröngar skorður við frelsi launamanna til að ákvarða laun sín. Síðastliðið haust lauk þessari tilraun. Postular mark- aðshyggjunnar gleymdu því að útflutingsatvinnuvegirnir þurftu tekjur á móti hækkuðum útgjöldum vegna vöru, þjónustu og fjármagns. Þessi atvinnufyrirtæki gátu ekki tekið þátt í dansinum á markaðstorginu með fjármagns- leigufyrirtækjunum, verslununum og bönkunum. Pegar útflutningsfyrirtækin voru að stöðvast í septem- ber síðastliðinn átti Sjálfstæðisflokkurinn engin ráð. Efnahagsstefna íhaldsins rúmar ekki rekstrargrundvöll fyrir útflutningsgreinarnar. Sú ríkisstjórn sem tók við, glímir við hvort tveggja, að leysa þann harða hnút sem málin voru komin í og einnig að skapa grundvöll fyrir rekstur fyrirtækjanna til næstu framtíðar. Þetta verkefni hefur gengið hægt, hægar en vonir stóðu til. En vandinn hefur líka reynst mikill. Prátt fyrir kjar- askerðingu síðasta árs og brýna nauðsyn á betri kjörum fyrir láglaunafólk er það mikilvægast að tryggja launa- fólki atvinnu. Pað er sameiginlegt verkefni verkalýðs- hreyfingar og ríkisstjórnar að moka frjálshyggjuflórinn. Pað verður gert með því að tryggja rekstrarafkomu fyrirtækja í útflutningsgreinum og endurfjármagna þau fyrirtæki, sem eru mikilvæg fyrir atvinnu í byggðarlögum, en eru orðin of lasin til þess að geta rétt sig við af eigin rammleik. Trúin á markaðshyggjuna hefur reynst ópíum fyrir út- flutningsfyrirtækin. Þetta ár verður ekkert gleðiár fyrir verkalýðshreyfing- una. Ekki er sjáanlegt að sótt verði fram til mikilla kjara- bóta. Þrátt fyrir allt eru þó ýmis merki uppi um að á árinu muni vora í efnahagsmálunum, ef sú tilraun sem nú er gerð tekst. Með þá von að leiðarljósi sendir Vestfirðingur öllu launafólki baráttukveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins. PÁLMI í KRÚSINNI LAUGARDAGSKVÖLD LÁTTU SJÁ ÞIG SUMAR - SUMAR - SUMAR íþróttaskór - uppháir strigaskór íþróttagallar — jogginggallar hjólabretti — hjólaskautar — hjálmar Jfc SFORTHLAÐAN h.f • ~ SILFURTORGI ' ~ = 400 ÍSAFIRÐJ Kristinn H. Gunnarsson.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.