Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Síða 1

Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Síða 1
\ OLAFSFIRÐINGUR Ábyrgðamiaður: Ásgrímur Hartmannsson Útgef.: Sjálfstæðisfél. Ólafsfjarðar I. árgangur Miðvikudaginn 23. .janúar 1946 1. töJnblað Sjálfstæðisféiag Ölafsf jarðar vill sameina alla Úlafsfirðinga um hagsmunamál byggðarlagsins. Árum saman hafa íbúar Ólafsfjarðar treyst stefnu Sjálfstæðisflokksins bezt, og valið Sjálfstæðismenn til að hafa forustu um málefni byggðarlagsins. Því mun líka vart verða neitað, að forustumenn flestra framkvæmda og reksturs í Ólafsfirði hafa verið og eru sjálfstæðismenn. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa þó ekki legið á liði sínu með að reyna að grafa grunninn undan þeim sjálfstæðismönnum, er staðið hafa fremstir um allar framkvæmdir. Hér á árum áður, þegar margir einstaklingar stóðu oft höll- um fæti, vegna erviðleika á rekstri útgerðarinnar, og þegar byggðarlagið gat sig ekki hreyft vegna f jár- skorts, hrópuðu þessir andstæðingar um afturhald, íhald og auðvald, en sátu flestir hjá og reyndu engan rekstur atvinnulífinu til eflingar. Þegar batnaði í ári og möguleikar ukust til framkvæmda, og fyrrverandi hreppsnefnd, geystist áfram með þær miklu fram- kvæmdir, er hafa vakið athygli um allt land, hrópuðu andstæðingar sjálfstæðismanna enn: Það er íhaldið, sem ræður. Við verður að kollvarpa því! I þeirri hreppsnefnd, sem síðast sat og illt verður að mæla í móti, að hafi ýmist átt frumkvæði að eða stuðlað að hinum miklu framkvæmdum, áttu að vísu sæti 2 kommúnistar, en voru menn, sem voru ekki meiri kommúnistar en það, að þeir settu sannfæringu sína alltaf ofar, — línudansi flokksins. Enda var hin ákjósanlegasta samvinna með þeim og öðrum hrepps- nefndarmönnum og yfirleitt ríkti því sú stefna innan hreppsnefndar, að hagur byggðarlagsins skyldi haf- inn upp yfir allar flokkserjur. Þessi stefna samrýmd- ist vilja sjálfstæðismanna, en öðru máli gengdi um kommúnista, slík eining og samhugur samrýmdist ekki línudansflokknum, við annan fulltrúa sinn innan hreppsnefndar höfðu þeir í hótunum að reka hann úr flokknum og komu því svo fyrir við bæjarstjórnar- kosningarnar í fyrra, að þeir færðu hann úr efsta sæti í þriðja, til að vera vissir um, að hann kæmist ekki að, varðandi hinn fulltrúann höfðu þeir enn rót- tækari aðferð, sem allir Ólafsfirðingar þekkja, enda sennilega ekki talið hann jafn auðveldan til hlýðni. Höfuðpaurar þessara aðgerða, þeir Sigursteinn og Sigursveinn, létu svo fjölskylduna setja sig í öndvegi flokkslistans við síðustu kosningar í Ólafsfirði. Og nú hafa Ólafsfirðingar fengið tækifæri til að kynnast þeirra starfsaðferðum innan bæjarstjórnar í heilt ár. Strax á fyrsta fundi hófu þeir herferð sína innan bæjarstjórnar til þess að koma þar á sundrungu og upplausn, og sú stefna hefur einkennt þá allt síðast- liðið ár. En útlit er fyrir, að margir þeirra kjósendur síðast, hafi nú loks séð úlfinn gægjast undan sauðargærunni og lítist ekki á skepnuna, því daglega berast fréttir um, að fyrrverandi kjósendur þeirra flýi sem fætur toga frá þessum „tilIagna-flokki“, og telji sig eiga fótum sínum fjör að launa. Sjálfstæðis- menn vita, að jafnvel þótt sumir af þessum mönnum villist nú vegna nýjabrums til hins nýstofnaða Al- þýðuflokks — muni þeir sömu menn finna það síðar, og væntanlega flestir fyrir kosningar, að það er stefna Sjálfstæðisflokksins, sem er heilbrigðust og vænlegust til að auka á heill lands og þjóðar. Sjálfstæðismenn hafa oftast lagt grundvöllinn að þeim framkvæmdum eða fylgt þeim fastast eftir, er hafnar hafa verið í Ólafsfirði og stefna flokksins er meðal annars sú að reyna að sameina alla Ólafsfirð- inga til þess að standa fast saman um hagsmunamál byggðarlagsins. Að vinna að því að koma upp sem fullkomnastri höfn, byggja skólahús og bæta kennsl- una og skólastjórnina, auka útgerð, koma upp verk- smiðjurekstri, auka landbúnað, bæta samgöngukerfið, koma upp gróðurhúsum og ræktun grænmetis að Reykjum. — Allt þetta og fleira vill Sjálfstæðisflokk- urinn í Ólafsfirði vinna að, ekki með skrauttillögum, heldur með skynsamlegri og hagsýnni stjórn á bæjar- málum og auknum og bættum skilyrðum einstakl- inga og félaga til atvinnurekstrar, sem verða mætfi til að tryggja íbúunum, stöðugri og meiri atvinnu enn nú er. Aukin útgerð, aukin iðnaður á að standa undir gjöldunum til aukinna framkvæmda, en ekki ósanngjarnar og óhóflegar álögur, þar munu sjálf- stæðismenn standa á verði, eins og síðastliðið ár, þegar kommúnistar sóttu sem fastast að leggja sem mest á í útsvörum án nokkurs tillits til gjaldþols íbúanna. Ólafsfirðingar góðir! Látið ekki moldveður of- stækisflokka villa ykkur sýn! Með rólegri yfirvegun sjáið þið í gegnum grímu þeirra. Sjálfstæðismenn vilja samvinnu við alla, sem af einhug vilja málefnum byggðarlagsins vel. En því aðeins er samvinna allra [landsbókasafnI UíG83S2

x

Ólafsfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1943

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.