Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Qupperneq 2
2
ÓL AFSFIEÐINGUE
Ólafsfirðinga um hagsmunamál byggðarlagsins
tryggð, að sundrungaröflunum sé eytt. Standið fast
saman og greiðið allir Sjálfstæðisflokknum atkvæði
ykkar 27. janúar. SETJIÐ x við C.
Ásgrímur Hartmannsson
Hugleiðingar um áróðursskrif
sósíalista í Ölafsfirði
Sósíalistar í Ólafsfirði, þeir Sigursteinn Magnús-
son skólastjóri og Sigursveinn D. Kristinsson, skrifa
mikið um þessar mundir í blaðið ,,Mjölnir“ í Siglu-
firði.
Það er að vísu ekki nýtt; þeir hafa fyrr skrifað í
það blað, að minnsta kosti held ég, að Ólafsfirðingar
muni eftir stefnuskrá, sem þeir birtu í því blaði fyrir
bæjarstjórnarkosningar þær fyrstu, sem fram fóru í
Ólafsfirði 6. jan. f.á. Þeim, sem lásu það fræga plagg,
mun ef til vill hafa þótt orðin fögur og loforðin stór
og glæsileg, en ég geri þó ráð fyrir, að flestum —
nema ef til vill sósíalistum sjálfum — hafi verið, og
sé það, ljóst, að meira þarf til að framkvæma þá
mörgu hluti, sem þar eru nefndir, — auk annarra
nauðsynjamála lítils bæjar — en orðin ein. Ennfrem-
ur er það mörgum kunnugt, að sum þeirra mála, sem
þar eru tekin upp, voru og eru fremur stefnu- og
áhugamál annarra en Sósíalista. En þessi fallega
stefnuskrá þeirra sósíalista í bæjarmálum Ólafsfjarð-
ar átti líka að tryggja þeim sæti 3ja eða fjögra full-
trúa í bæjarstjóminni, svo ekki var að undra þó
þeir reyndu að tína sem flest til.
Þetta urðu þó tálvonir einar, því Ólafsfirðingar
hafa enn ekki reynst eins auðginntir til fylgis við
þá stefnu, sem sósíalistar fylgja, og við þeirra fögru
loforð og miklu mælgi, eins og þeir hafa ætlast til.
Fólkið ér ekki eins hugsunarsnautt og þeir halda,
það gengur þeim ekki á hönd fyrir loforð, sem það
veit, að ekki verða efnd, og orð, sem í raunveruleik-
anum eiga sér engan stað. Og þeir þurfa ekki að
halda, að þeir séu staddir í Rússlandi og fólkið þori
ekki annað en fylgja þeim í blindni. Þeir eru enn á
Islandi, og það eru Islendingar, sem þeir eru að
reyna að blekkja til fylgis við stefnu, sem áreiðanlega
mun aldrei festa djúpar rætur í íslenzku þjóðlífi,
sem betur fer. —
Stefnuskráin og aðrar þær greinar, sem þeir Sósíal-
istar birtu um svipað leyti, gerðu sem sagt ekki sitt
tilætlaða gagn, og em þeir nú byrjaðir að skrifa
pistla sína í „Mjölnir“ á ný, því bæjarstjórnarkosn-
ingar standa nú enn fyrir dyrum, og þykir þeim nú
mikils við þurfa, að fá Ólafsfirðinga til að kjósa þá
í bæjarstjórnina. Þeir eiga sennilega ekki von á því,
að þeir hafi unnið sér mikið fylgi með verkum sínum
í bæjarstjórninni eða öðrum afskiftum þeirra af
framkvæmdamálum þessa bæjar, og þá á að reyna
að vinna með orðagjálfrinu það sem á vantar.
Það tel ég þó mjög vafasamt, að þeir efli fylgi sitt
með skrifum sínum í „Mjölnir", því Ólafsfirðingar em
það kunnugir bæ sínum og málum þar, að sósíalistum
ætti að vera það ljóst, að blekkingar þeirra eru alger-
lega gagnslausar.
Það merkilegasta og athyglisverðasta við öll skrif
þeirra Sigursteins og Sigursveins er það, að stund-
um miklast þeir yfir framkvæmdum og framförum í
Ólafsfirði, en í sömu andránni heldur afturhaldið eða
íhaldið öllu í heljargreipum sínum, svo að engu verð-
ur umþokað um framfaramál bæjarins fyrir þeim
afturhaldsseggjum, sem nefna sig Sjálfstæðis- og
Framsóknarmenn. Stundum tala þeir um einhug íbú-
anna og góðan vilja Ólafsfirðinga til nauðsynjamála,
en í öðru orðinu eru Ólafsfirðingar alltof ópólitískir
og þessvegna, að þeirra áliti, óhæfir til þess að vinna
vel fyrir bæ sinn.
Þetta kemur flestum dálítið einkennilega fyrir
sjónir og skulum við því athuga þetta sjónarmið
þeirra ofurlítið.
Sósíalistar langar til að hafa betri ástæður til
pólitískra árása á þá, sem þeir telja pólitíska and-
stæðinga, en þeir hafa. Þessvegna reyna þeir í skrif-
um sínum að vekja upp einhverja ímyndaða drauga,
sem séu andstöðumenn allra góðra málefna í þessum
bæ, en það tekst bara ekki betur en vonir standa til,
því staðreyndirnar tala gegn vilja og óskum þeirra
í þessum efnum. Þá reyna jTeir að grípa til þess úr-
ræðis að þakka sér flestar framkv. og aukinn áhuga
almennings fyrir bættum skilyrðum staðarins og
stórhug þeirra Ólafsfirðinga, sem eitthvað vilja gera
af viti fyrir bæinn og íbúa hans.
Þessi tónn í Symfoniu þeirra hljómar illa í eyrum
Ólafsfirðinga. Þeir Sósíalistar geta eins vel sagt
okkur, að þeir stjórni gangi himintunglanna og hafi
áhrif á öldurót hafsins, eins og það, að þeir geti
þakkað sér eða kennt þróun tíma og lífs, bæði hér og
um alla jörð. Og þeir geta sagt það öðrum en Ólafs-
firðingum með þeim árangri, sem þeir óska, að þeím
beri einum að þakka framkv. í Ólafsfirði og fram-
farahug.
Það, að Ólafsfirðingar séu svo ópólitískir, og séu
þessvegna ekki færir um að vinna neitt að gagni
fyrir bæ sinn fmnst mér talsvert frumleg kenning,
en ef til vill skiljanleg manni eða mönnum, sem allt
sjá með pólitískum gleraugum, og ekkert viðurkenna
nema eigin pólitísku sjónarmið fái notið sín til fulls.
Og ef þeir halda því fram 1 alvöru, að bæjarmálum
okkar sé betur borgið, og að meira vinnist á í hags-
muna- og framfaramálum bæjarins með pólitískri
baráttu um sérhvert mál innan bæjarins heldur en
góðum samstarfsvilja og góðviljuðum sjónarmiðum
til málefnanna af þeim mönnum, sem að þeim vinna,
hvar í flokki, sem þeir standa, þá er það mér of-
vaxið að skilja velferðarhug þann, sem þeir þykjast
vilja sýna okkur íbúum Ólafsfjarðar og þeim mörgu