Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Page 4

Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Page 4
4 ÓLAFSFIRÐINGUR stjórn sósíalista, því ekki mundi þeim finnast öðrum trúandi fyrir slíkum rekstri. — Um þetta hafa verið, og verða skiptar skoðanir. Þeir sem eru andvígir opinberum rekstri, halda því margir fram, að með einhliða opinberum rekstri, skapizt ríkisauðvald, sem verði öllum vinnandi ein- staklingum hættulegra en auðvald einstaklingsins. Það, sem Sósíalistar hafa notað sem grýlu á fólkið og talið orsök allra hörmunga og böls allra þjóða. 1 flestum sveitum og bæjum þessa lands, hafa verið atorku og dugnaðarmenn, sem lyft hafa þeim Grettistökum í atvinnumálum, að furðu sætir, og oft við örðugan f járhag og slæmar aðstæður. Slíkir menn eru til enn, og þurfa að mínum dómi að vera til, því þó þeir séu misjafnir eins og aðrir menn, þá hafa þeir það aðhald frá löggjöíinni, sem ríkið mundi aldrei hafa. Hitt er svo annað mál, hvort Ólafsf jörður þarfn ast ekki aðstoðar þess opinbera meðan það millibils- ástand rí'kir, sem nú á sér stað hér. Eftir skrifum Sigursveins að dæma, liggur mín höfuðsynd í því, að ég hef farið viðurkenningarorðum um athafnamenn liðinna tíma hér í Ólafsfirði, án þess þó að nafngreina einstaklinga. Sumir þeirra eru þegar komnir undir græna torfu. Þetta finnst honum ofrausn, og hefur umsögn mín því orðið sálarástandi hans ofraun, svo sem langhundur hans í Mjölni ber vott um. Hvað sannorður Sigursveinn kann að vera, er hann skrifar, um verkfall, er gert hafi verið við skólpveitu, sem Ólafsf jarðarhreppur var að láta leggja 1936, hef ég ekki nú í svipinn tækifæri til að rann- saka, en ætla þó að þar sé nokkuð „ruglað“ málum. Og í sama tilgangi og oft áður, til að gera athöfn og innræti þeirra manna, sem hér fóru með sveitar- stjórn nokkuð lakari en ástæða er til, þótt síðan séu liðin nær 10 ár.. Þó kallar hann ástandið hér „svelti- tilveru1' og segir sveitarstjórn hafa notað þetta ástand á þann veg að gera mönnum þann kost að vinna aðeins fyrir hálfu kaupi. Ég hef nú samt heyrt, að þessu hafi ekki verið þann veg háttað. Það, sem ég hefi þeyrt um þetta, er að vegna fjárhagsörðugleika, sem alþekktir voru á þeim tímum, urðu margir áhugasamir menn til þess að lofa að gefa vinnu til fyrirtækisins, en eftir skrifi Sigursveins að dæma hafa það varla verið verka- lýðsfélagar. Þessa menn, sem lofað höfðu vinnugjöfum, vildi hreppstjórinn láta sitja fyrir vinnu, ef þeir óskuðu. En þetta, að gefa vinnu, gátu forkólfar verkalýðsins ekki þolað og hófu harðvítuga aðför að þeim, sem limrædda gjafavinnu voru að inna af hendi. Var því vinnu hætt og tafðist verkið nokkurn tíma, þar til búið var að koma því í kring, að engin vinna yrði gefin, en þar sem þetta var seint að hausti, þá lögð- ust brátt að snjóar og frost, svo veíkið varð mörgum þúsundum króna dýrara en annars hefði orðið. Þannig litu forráðamenn verkamanna á atvinnu- og fjárhagsmál sveitarinnar þá, og dettur mér þó ekki í hug að gera þá að eins slæmum mönnum, eins og Sigursveinn vill gera þáverandi sveitarstjórn. Sigursveinn segir, að „vígorð“ ihaldsins hér í Ólafsfirði sé: „það er nú samt lýgi“. Ég kannast ekki við þetta svokallaða ,,vígorð“ en ég gæti bezt trúað því, að orðtakið sé rússneskt, svo oft nota kommar það og að Sigursveinn sjálfur hefði fengið það sent frá Rússlandi með ,,Moskvalínunni.“ — Sigursveinn þarf ekki að kenna mér hvað orðið áróður þýðir á útlendu máli. Ég hef bara sagt hvaða skilning menn legðu í áróður kommúnista, og það er nú orðið sá skilningur, að það sé vísvitandi rang- færsla á sannleikanum. Þessi skilningur er engum öðrum en Sigursveini og hans líkum sjálfum að kenna. Misþyrming þeirra á sannleikanum er svo ■ alkunn. — Nei, Sigursveinn minn, þú ferð með bull, og það ert þú, sem ert með útúrsnúninga málstað þínum til framdráttar. Sigursveinn hneykslast á því, að ég kallaði þjóð- ernissinnana því nafni, sem þeir gáfu sér sjálfir, og segir, að ég geri það í kurteisisskini, en ég hef þá verið kurteis við fleiri, því ég hef alltaf kallað hans flokk sósíalsta, þótt ég viti, að annað nafn væri rétt- ara. Annars vil ég geta þess, að ég geri engan mun á bergmáli af áróðri Göbbels og bergmáli af áróðri Stalins.. Það hefur sennilega verið svipað með Þjóð- ernissinnana, sem Sigursveinn er að níða og marga, sem styðja hans flokk, að þeir vita ekki hvert verið er að leiða ’þá, af þeim, sem þykjast vera leiðtogar þeirra. Það er auðséð, að Sigursveinn þykist ekki gera Árna Bergssyni neinn greiða með því að segja frá, að blað það, sem Þjóðernissinnar gáfu út, og hann kallar sorpblað, hafi verið sent honum til útbýt- ingar. Allir Ólafsfirðingar vita, að Árni er blaðasali. Þau eru víst orðin nokkuð mörg blöðin, sem hafa verið send Árna í þessu skyni, og það er ekki ævin- lega gott að átta sig strax á því, hvaða boðskap þau hafa að flytja. En það er auðskilið, að Sigursveinn. hefði viljað banna það blað og gægist þar út óvart hans pólitíski innri maður, sá að svifta andstæðinginn málfrelsi. Til samanburðar má geta þess, að ég hef ekkert hneykslast á því, þó ég hafi séð Mjölnir í stórum bunka hjá kunningja mínum þar sem mér hefur virzt, að hver gæti tékið blað fyrir ekkert ef hann kærði sig um, og tel ég þó Mjölnir með lélegri blöðum, sem gefin eru út á íslandi. Að endingu vil ég benda Sigursveini á það, að eðli- legra hefði verið, að hann hefði beint skeytum sínum að þeim, sem munu verða flokki hans hættulegri við í hönd farandi kosningar, en við sjálfstæðismenn, og á • ég þar við hið nýstofnaða Alþýðuflokksfélag hér á staðnum. Sagt er, að hann og flokksmenn hans hafi verið að biðla til þessa flokks. En hann er kannske að semja þriðja bónorðsbréfið til þeirra og vonast eftir, að hann verði ekki hryggbrotinn í þriðja sinn. Sigurður Baldvinsson

x

Ólafsfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1943

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.